Morgunblaðið - 16.12.2019, Blaðsíða 23
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2019
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞAÐ VANTAÐI HNAPPINN SVO ÉG KLIPPTI
GATIÐ Í BURTU.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hafa margt að
hugsa um.
STUNDUM LÆT ÉG
HUGANN REIKA …
ÞAÐ ER EINS NÁLÆGT
LÍKAMS RÆKT OG ÉG KEMST
JÁ! ÉG KALLA
ÞETTA PÍPU-
HREINSARA-
AÐFERÐINA!
HRÓLFUR, ERTU VISS UM AÐ ÞAÐ EIGI
AÐ HREINSA SKORSTEINA SVONA?
„ÞAKKA ÞÉR FYRIR ÁBENDINGUNA – EN
EINS OG MÁLIN STANDA HELD ÉG AÐ
ÞETTA SKIPTI EKKI MÁLI.”
Brimar, f. 11.10. 1999, nemi, unnusta
Embla Wigum. Börn Jóhönnu með
fyrri maka eru María, f. 2.7. 2000, og
Jakob, f. 13.10. 2002. Stjúpdóttir
Braga og dóttir Ingibjargar Ástu er
Ásta Sigrún Erlingsdóttir, f. 19.10.
1957. Sonur Ástu er Jón Helgi, f. 1.4.
1997. Börn Laufeyjar, eiginkonu
Braga, með fyrri eiginmanni sínum,
Kjartani Stefánssyni, eru: 1) Árdís, f.
1.1. 1966, ljósmóðir og hjúkrunar-
fræðingur. Maki: Hjörleifur Jóhann-
esson, f. 9.5. 1961, flugstjóri hjá Ice-
landair. Synir þeirra eru Stefán
Haukur, f. 13.6, 1992, lögreglumaður,
sambýliskona er Johanna Akimowicz,
f. 14.9. 1992, starfsmaður í bakaríi;
Þorsteinn Ingi, f. 21.12. 1994, þjón-
ustufulltrúi, unnusta Gabriella Vals, f.
13.7. 1997, förðunarfræðingur; 2)
Kristín Þóra, f. 8.5. 1970, sagn- og fé-
lagsfræðingur og framkvæmdastýra í
Flóru á Akureyri. Maki: Hlynur
Hallsson, f. 25.9. 1968, safnstjóri í
Listasafninu á Akureyri. Börn þeirra
eru Hugi, f. 15.5. 1991, vefhönnuður,
sambýliskona Júlía Róbertsdóttir, f.
12.7. 1993, grafískur hönnuður. Börn:
Vakur, f. 26.4. 2016, og Eyja, f. 25.1.
2019; Lóa Aðalheiður, f. 5.4. 1997,
deildarritari; Númi, f. 8.10. 2008, og
Árni, f. 11.3. 2010.
Systkini Braga: Sigurður verk-
stjóri, f. 21.9. 1936, maki: Anna Jóna
Guðmundsdóttir, f. 5.10. 1931 d. 23.1.
2015, barnlaus; Ástmar auglýsinga-
teiknari, f. 16.7. 1938, ógiftur; Mar-
grét, f. 21.8. 1941, d. 31.1. 1964, Hug-
rún, f. 5.1. 1948, gift Skúla Bjarna-
syni, börn: Grétar, Sigrún og María.
Foreldrar Braga voru hjónin Sig-
rún Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 4.7.
1905 í Króksseli í Skagahreppi, A-
Hún., d. 20.6. 1984, og Ólafur Sigurðs-
son verkamaður, f. 8.5. 1905 í Vindási
í Hvolhreppi, Rang., d. 29.4. 1986.
Bragi Ingiberg
Ólafsson
Gísli Sigurðsson
bóndi á Vindási
Sigurður Gíslason
verktaki í Hafnarfi rði
Guðrún Magnúsdóttir
húsfreyja í Harrastaðakoti
Eiríkur Guðlaugsson
bóndi í Harrastaðakoti
á Skagaströnd
María Eiríksdóttir
húsfreyja í Hvammkoti
Sigrún Guðmundsdóttir
húsmóðir í Vestmannaeyjum
Guðmundur Kristjánsson
bóndi í Hvammkoti á
Skagaströnd
Ásta Hjálmarsdóttir
húsfreyja á Skeggjastöðum
Kristján „stutti“ Kristjánsson
bóndi á Skeggjastöðum á Skaga
Bjarni Theódór
Guðmundsson
sjúkrahúsráðsmaður
á Akranesi
Páll Bjarnason
íslenskufræðingur
Sigurður Gíslason
bóndi á Vindási í Hvolhreppi, Rang.
Styrgerður Filippusdóttir
húsfreyja á Stóra-Hofi
Gísli Felixson
bóndi á Stóra-Hofi á Rangárvöllum
Úr frændgarði Braga Ingibergs Ólafssonar
Elín Steindórsdóttir
vinnukona í Flóa
Gísli Gíslason
vinnumaður í Vestmannaeyjum,
fór til Vesturheims
Margrét Gísladóttir
húsfreyja á Vindási
Ólafur Sigurðsson
verkamaður í Vestmannaeyjum
Ég hef í höndum nýútkomna bókeftir Helga Ingólfsson, „Enn
af kerskni og heimsósóma ásamt
barnasögum fyrir fullorðna“. Eins
og heitið ber með sér kennir þar
ýmissa grasa og er margt vel kveð-
ið. Eins og við mátti búast festi ég
mig við þriðja kafla bókarinnar,
„Lausavísur allskonar“. Fyrsta
stakan er afmæliskveðja til kon-
unnar og fer vel á því:
Þú ert líf mitt, gæfan gleðin,
gull og æðra stig.
Öll mín ljóðin eru kveðin
aðeins fyrir þig.
Hér yrkir Helgi um óendanleika
heimskunnar:
Þunnt í minni byttu er blekið,
í böguræfil trautt mun nóg.
Eyðist það sem af er tekið.
Aldrei minnkar heimskan þó.
Og hér er ort um „vasaspeki“:
Nær ævilokum tel ég tímabært
að tilkynna hvar kynnst ég hafi slíku:
Á minni vegferð langri hef ég lært
að lífið – það er ætlað hinum ríku.
Svo er „Fersk eytla“:
Horni í, við skrum og skraf,
skrykkjóttur hans jarmur,
hrumur styðst við höfuðstaf
hagyrðingagarmur.
Og löngu er tímabært að yrkja
„limru um ferskeytlu“:
Ferskeytlan ort er á Fróni
og fer vel í munni hjá Jóni,
hjá Helgu og Sigga
og Halldóru og Bigga,
frá Hornbjargi austur að Lóni.
Og með sama hætti „ferskeytlu
um limru“:
Limran, hún er líka góð.
Lipur æ hún renni
þótt nokkrir yrki nöpur ljóð
og nöldri yfir henni.
Hér kemur „Limran um Pega-
sus“:
Ekki mun ótemjan hamin,
enn síður þótt hún sé lamin.
Ef vinnan er rétt
við vísuna sett
þá vængjaða bikkjan er tamin.
Enn er limra:
Hún Gróa á Ási er löguleg
og ljúf stund með henni er möguleg.
þó finnst engum rætni
að fara með gætni
því ferilskrá hennar er söguleg.
Og svo er „limra um kynferð-
isáreitni ytra fyrir 2000 árum“:
Hér áður, í allt öðru landi,
var áreitt hún Maja á Sandi.
Það var hvorki Patti
né Pési, né Matti,
heldur prakkarinn „Heilagur andi“.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af kerskni og heimsósóma
Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is
Fallegir
ljósakrossar
• Ljósakrossar á leiði og duftreiti
• Stór glær akrýlkross með glóandi
köntum fyrir leiði
• Minni krossar fyrir duftreiti
• Engin þörf á innstungu
• Íslensk hönnun og framleiðsla
• Rafhlöður lifa yfir jólin (seldar sér)
• Möguleiki á mynd og texta