Morgunblaðið - 16.12.2019, Qupperneq 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2019
England
Manchester United – Everton................ 1:1
Gylfi Þór Sigurðsson lék ekki með Ever-
ton vegna veikinda.
Burnley – Newcastle ............................... 1:0
Jóhann Berg Guðmundsson er frá vegna
meiðsla hjá Burnley.
Liverpool – Watford................................. 2:0
Chelsea – Bournemouth .......................... 0:1
Leicester – Norwich................................. 1:1
Sheffield United – Aston Villa ................ 2:0
Southampton – West Ham ...................... 0:1
Wolves – Tottenham ................................ 1:2
Arsenal – Manchester City ..................... 0:3
Staðan:
Liverpool 17 16 1 0 42:14 49
Leicester 17 12 3 2 40:11 39
Manch.City 17 11 2 4 47:19 35
Chelsea 17 9 2 6 31:25 29
Tottenham 17 7 5 5 32:24 26
Manch.Utd 17 6 7 4 26:20 25
Sheffield Utd 17 6 7 4 21:16 25
Wolves 17 5 9 3 24:21 24
Arsenal 17 5 7 5 24:27 22
Crystal Palace 16 6 4 6 14:18 22
Newcastle 17 6 4 7 17:24 22
Burnley 17 6 3 8 22:29 21
Brighton 16 5 4 7 20:24 19
Bournemouth 17 5 4 8 19:24 19
West Ham 17 5 4 8 19:28 19
Everton 17 5 3 9 20:29 18
Aston Villa 17 4 3 10 23:30 15
Southampton 17 4 3 10 18:36 15
Norwich 17 3 3 11 18:35 12
Watford 17 1 6 10 9:32 9
B-deild:
Derby – Millwall ...................................... 0:1
Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 67 mín-
úturnar hjá Millwall.
KNATTSPYRNA
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Valur U – Stjarnan U........................... 19.45
Enski boltinn á Síminn Sport
Crystal Palace – Brighton ................... 19.45
Í KVÖLD!
HANDBOLTI
Olísdeild karla
Fram – Afturelding.............................. 22:23
HK – ÍR................................................. 26:34
FH – ÍBV .............................................. 32:33
Stjarnan – Haukar ............................... 31:24
KA – Fjölnir.......................................... 35:32
Selfoss – Valur ...................................... 31:33
Staðan:
Haukar 14 10 3 1 385:355 23
Afturelding 14 10 2 2 387:359 22
Valur 14 9 1 4 382:334 19
ÍR 14 8 2 4 427:391 18
Selfoss 14 8 1 5 431:427 17
ÍBV 14 7 2 5 391:375 16
FH 14 7 2 5 407:388 16
Stjarnan 14 3 5 6 369:380 11
KA 14 5 1 8 386:405 11
Fram 14 3 2 9 336:366 8
Fjölnir 14 2 1 11 370:429 5
HK 14 1 0 13 350:412 2
Þýskaland
Bergischer – Magdeburg ................... 23:24
Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk
fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson
komst ekki á blað.
Minden – Erlangen.............................. 26:29
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen.
Stuttgart – Kiel.................................... 21:29
Elvar Ásgeirsson skoraði ekki fyrir
Stuttgart.
Gísli Þorgeir Kristjánsson er frá vegna
meiðsla hjá Kiel.
Leipzig – Wetzlar ................................ 26:29
Viggó Kristjánsson skoraði fimm mörk
fyrir Wetzlar.
Göppingen – Nordhorn....................... 28:26
Geir Sveinsson þjálfar Nordhorn.
1. deild kvenna
Tindastóll – ÍR...................................... 62:64
Keflavík b – Grindavík b ...................... 87:70
Fjölnir – Hamar ................................... 82:46
Staðan:
Keflavík b 11 8 3 800:751 16
Fjölnir 11 8 3 829:708 16
Tindastóll 12 8 4 813:781 16
ÍR 11 7 4 699:612 14
Njarðvík 11 6 5 699:625 12
Hamar 11 1 10 606:767 2
Grindavík b 11 1 10 589:791 2
Spánn
Zaragoza – Fuenlabrada.................... 75:65
Tryggvi Snær Hlinason tók tvö fráköst
fyrir Zaragoza á þeim níu mínútum sem
hann lék.
Þýskaland
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Alba Berlín – Mitteldeutscher ........... 82:77
Martin Hermannsson skoraði sjö stig,
tók fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsend-
ingar fyrir Alba Berlín á þeim 17 mínútum
sem hann lék.
KÖRFUBOLTI
að líta beint rautt spjald og vítakast
réttilega dæmt, sem Abbingah skor-
aði úr.
Þetta voru fyrstu gullverðlaun hol-
lenska liðsins á stórmóti en liðið fékk
bronsverðlaun á HM 2017 og EM
2018. Þá fékk liðið silfurverðlaun á
HM 2015 og EM 2016. Spánverjar
hafa aldrei unnið til gullverðlauna á
stórmóti en liðið fékk brons á HM
2011 og silfur á EM 2008 og EM 2014.
Í fyrsta sinn síðan Þórir tók við
Þá töpuðu Þórir Hergeirsson og
lærimeyjar hans í norska landsliðinu
með fimm marka mun gegn Rússlandi
í leik um þriðja sætið á HM. Norska
liðið byrjaði betur en eftir fimmtán
mínútna leik tóku Rússar frum-
kvæðið í leiknum og létu forystuna
ekki af hendi það sem eftir lifði leiks.
Þetta voru fyrstu verðlaun Rússa á
HM frá því árið 2009 en þetta er í
fyrsta sinn sem norska liðið vinnur
ekki til verðlauna eftir að hafa komist
í undanúrslit á stórmóti undir stjórn
Þóris, sem tók við liðinu árið 2009.
Gull til Hollands í fyrsta sinn
Rússland sterkara en Þórir og lærimeyjar hans í Noregi í baráttunni um bronsið
AFP
Sögulegt Fyrirliðinn Danick Snelder lyftir heimsmeistarabikarnum í fyrsta sinn í sögu hollensks handknattleiks.
HANDBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Holland er heimsmeistari kvenna í
handknattleik í fyrsta sinn eftir afar
dramatískan eins marks sigur gegn
Spáni í úrslitaleik í Kumamoto í Jap-
an í gær. Leiknum lauk með 30:29-
sigri Hollands en það var Lois Abb-
ingah sem skoraði sigurmark hol-
lenska liðsins með marki úr víti þegar
sex sekúndur voru til leiksloka.
Hollenska liðið leiddi með þremur
mörkum í hálfleik, 16:13, og var með
frumkvæðið nánast allan seinni hálf-
leikinn. Þegar tvær mínútur voru til
leiksloka jafnaði Marta Lopez metin
fyrir Spánverja í 29:29 með marki úr
hraðaupphlaupi.
Hollenska liðið fór upp í sókn, tap-
aði boltanum og Spánverjar fengu
tækifæri til þess að skora sigurmark
leiksins. Tess Wester, markmaður
hollenska liðsins, varði lokaskot Alex-
andrinu Cabral, og þegar markmað-
urinn reyndi að senda frá marki stillti
Ainhoa Hernández, leikmaður Spán-
ar, sér upp fyrir framan vítateig Hol-
lendinga og blokkeraði sendinguna.
Í handboltareglunum er skýrt
kveðið á um að leikmaður verði að
leyfa boltanum að fara út úr teignum
áður en hann reynir að koma í veg
fyrir sendingu og því fékk Hernández
Íslenska karlalandsliðið í íshokkíi
er úr leik í baráttunni um að kom-
ast á Ólympíuleikana í Peking 2022
eftir 10:1-tap gegn Rúmeníu í Bra-
sov í Rúmeníu í gær. Bæði lið voru
með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo
leiki sína í 2. umferð undankeppn-
innar og því um hreinan úrslitaleik
að ræða um hvort liðið færi áfram í
3. umferðina. Rúmenar komust í
10:0 í leiknum en Egill Birgisson
skoraði eina mark Íslands undir lok
þriðja leikhluta. Ísland vann stór-
sigra gegn Kirgistan og Ísrael og
lauk keppni í öðru sæti riðilsins.
Draumurinn fékk
skjótan endi
Ljósmynd/ihi.is
Markaskorari Egill Birgisson skor-
aði eina markið gegn Rúmeníu.
Lið Bandaríkjanna vann sögulegan
sigur í Forsetabikarnum í golfi um
helgina gegn alþjóðlega liðinu en
leikið var í Melbourne í Ástralíu.
Alþjóðlega liðið leiddi með tíu
vinningum gegn átta fyrir fjórða og
síðasta keppnisdaginn. Fyrir keppni
helgarinnar hafði það aldrei gerst í
sögu Forsetabikarsins að liðinu sem
var undir fyrir lokadaginn tækist að
vinna bikarinn. Bandaríkin fögnuðu
hins vegar samanlögðum 16:14-sigri
en þetta var áttunda árið í röð sem
Bandaríkin hampa Forsetabik-
arnum. bjarnih@mbl.is
Sögulegur sigur
Bandaríkjanna
AFP
Leiðtogi Tiger Woods var spilandi
fyrirliði bandaríska liðsins.
chester United náði hins vegar ekki
að fylgja eftir góðum sigri á Man-
chester City í síðustu umferð. United
hefur fengið 14 stig úr sex leikjum
gegn sex efstu liðunum, en aðeins tólf
stig úr tólf leikjum gegn öðrum lið-
um. Því miður fyrir lærisveina Oles
Gunnars Solskjærs fá þeir ekki að
spila við toppliðin í hverri umferð.
José Mourinho gat fagnað afar
góðum 2:1-útisigri Tottenham á
Wolves. Tapið var það fyrsta hjá
Wolves síðan 14. september og hefur
unni. Það þarf margt að breytast hjá
Arsenal og að fá nýjan stjóra í brúna
ætti að vera í forgangi.
Ótrúleg tölfræði United
Gylfi Þór Sigurðsson var frá vegna
veikinda er Everton gerði fína ferð til
Manchester og gerði 1:1-jafntefli við
United á Old Trafford. Everton hélt
áfram að spila mun betur eftir komu
Duncans Fergusons, en hann er
tímabundinn stjóri liðsins eftir að
Marco Silva fékk reisupassann. Man-
ENSKI BOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Manchester City vann afar sannfær-
andi 3:0-útisigur á Arsenal er liðin
mættust í lokaleik gærdagsins í
ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Fyrsta markið kom eftir tæpar 90
sekúndur og réð City ferðinni eftir
það.
Kevin De Bruyne var óstöðvandi
hjá City; skoraði tvö mörk og lagði
upp hitt. Hann var óheppinn að skora
ekki þriðja markið, en Bernd Leno í
marki Arsenal sá mjög vel við honum
í eitt skipti. De Bruyne er einn allra
besti leikmaður deildarinnar þegar
hann er í stuði. Miðju- og varnar-
menn Arsenal gerðu hins vegar lítið
til að koma í veg fyrir að Belginn
fengi að leika listir sínar.
Það er löngu komin krísa hjá Ars-
enal. Liðið hefur unnið einn leik af
síðustu tólf í öllum keppnum og ekki
hefur koma Freddies Ljungbergs
tímabundið í stjórastólinn gert mikið
fyrir skytturnar.
Arsenal er í níunda sæti með 22
stig, jafnmörg og Crystal Palace og
Newcastle og virðist liðið ekki ætla að
berjast um fjögur efstu sætin á næst-
liðið verið eitt það hættulegasta í
deildinni síðustu mánuði. Mourinho
er orðinn „sá skemmtilegi“ og er liðið
búið að vinna fimm leiki og tapa
tveimur í öllum keppnum undir hans
stjórn. Mourinho nennir ekki jafn-
teflum.
Liverpool finnur alltaf leið
Á laugardag vann Liverpool enn og
aftur. Toppliðið þurfti að hafa fyrir
2:0-sigri á Watford, en sem fyrr tókst
liðinu að ná í þrjú stig. Liverpool finn-
ur alltaf leið til að vinna, alveg sama
hvernig leikir þróast og hversu vel
liðið spilar. Þar sem Leicester mis-
steig sig gegn Norwich á heimavelli
er Liverpool með tíu stiga forskot á
toppnum og eflaust einhverjir stuðn-
ingsmenn farnir að setja kampavínið
í kæli. Næst á dagskrá hjá Liverpool
er deildabikarleikur gegn Aston Villa
og svo heimsbikar félagsliða, þar sem
liðið ætlar sér að verða heimsmeist-
ari.
Hlutirnir eru fljótir að breytast í
ensku úrvalsdeildinni og því er Frank
Lampard að kynnast. Eftir glæsilegt
gengi hafa lærisveinar hans í Chelsea
verið í vandræðum og tapaði liðið fyr-
ir Bournemouth á heimavelli.
Chelsea hefur aðeins unnið einn af
síðustu fimm í deildinni.
AFP
Krísa Það gengur ákaflega fátt upp hjá Mesut Özil og Arsenal.
Hvað er í gangi hjá Arsenal?
Arsenal átti ekki möguleika í meistarana Liverpool finnur alltaf leið að sigri