Morgunblaðið - 16.12.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2019
Í febrúarmánuði árið 1997 var stol-
ið úr Ricci Oddi-samtímalistasafn-
inu í Piacenza á Ítalíu málverki eft-
ir austurríska málarann Gustav
Klimt. Málvekið, sem kallað er
Portrett af dömu, málaði Klimt árið
1917. Talið er að þjófarnir hafi
beitt girni og öngli þegar þeir
drógu það upp um þakglugga í
safninu, þar sem þeir tóku það úr
rammanum. Síðan hefur ekkert
spurst til þeirra eða málverksins
fyrr en í liðinni viku að garð-
yrkjumenn sem unnu við Ricci
Oddi-safnið ruddu runnaþykkni frá
einum útvegg safnsins, sáu þar stál-
hlera sem þeir opnuðu og þar inni í
einskonar skáp var böggull sem í
var málverk. Sérfræðingar telja
næsta víst að þar sé komið meist-
araverk Klimts, þótt það hafi enn
ekki verið staðfest. Safnstjórinn
hefur þó sagt að stimplar á bakhlið
verksins séu upprunalegir.
Málverkið hefur lengi verið núm-
er tvö á lista yfir þau listaverk sem
helst er leitað, á eftir málverki
Caravaggios sem var stolið úr
kirkju á Sikiley árið 1968.
Heimildir segja fund verksins í
veggnum hafa komið mjög á óvart,
því eftir að verkið hvarf hafi bygg-
ingin verið rannsökuð hátt og lágt
og það hafi ekki verið þarna þá.
AFP
Gersemi Í myndbandi sem ítalska lög-
reglan dreifði má sjá málverkið á trönum.
Málverk eftir Klimt
sem stolið var
1997 líklega fundið
» Karlakór Reykjavík-ur hélt sína árlegu
aðventutónleika í Hall-
grímskirkju um helgina,
eina á laugardegi og
tvenna á sunnudegi. Að-
algestur kórsins í ár var
Sigrún Pálmadóttir
sópran sem sungið hef-
ur fjölda óperuhlut-
verka bæði hér á landi
og erlendis. Friðrik S.
Kristinsson stjórnaði
kórnum en hann hefur
gegnt stöðu kórstjóra í
30 ár.
Hátíðlegt Fjöldi gesta safnaðist saman í Hallgrímskirkju þar sem karlakór-
inn flutti í þrígang hátíðlega tónlist rétt eins og hæfir á aðventunni.
Tónlistarunnendur Björg Haraldsdóttir og Ágústa Ragnars.
Stemning Friðrik S. Kristinsson stjórnaði kórnum á sívinsælum jólatónleikunum, rétt eins og undanfarin ár.
Gestir Gréta Ágústsdóttir, Grétar Jón Magnússon, Arndís Eva Bjarnadótt-
ir, Aleta Cerisano, Julia Parrack Cerisano og Rósa Maggý Grétarsdóttir.
Karlakór Reykjavíkur hélt þrenna tónleika í Hallgrímskirkju um helgina
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Reffilegir Kórfélagar tóku sig vel út í sparifötunum í Hallgrímskirkju.
ICQC 2020-2022
Nánari
upplýsingar um
sýningartíma
á sambíó.is