Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 6
að við matið hafi einkunnir umsækj- enda verið grófflokkaðar eftir áður- nefndum 12 matsþáttum. „Við ákváðum að styðjast ekki beinlínis við reiknilíkan. Ég hafði áður verið for- maður þessarar nefndar og þá var það ekki gert. Þannig að ég taldi það ekki rétt og meðnefndarmenn mínir voru því sammála. Hins vegar höfðum við það til hliðsjónar við mat á um- sækjendum. Við tókum líka sérstak- lega til skoðunar færni umsækjenda til að semja dóma. Það var eina atriðið sem Hæstiréttur gerði athugasemdir við í dómi sínum þegar hann fjallaði um dómnefndarálitið þar sem metnir voru umsækjendur um stöður 15 Landsréttardómara. Við tókum þann þátt sérstaklega til skoðunar, á grundvelli dóms Hæstaréttar, eins og kemur fram í umsögninni,“ segir Ei- ríkur. Starfar ekki vélrænt Spurður hvort dómnefndin hafi svigrúm til að ákveða við hvaða að- ferðafræði hún styðst segir Eiríkur að nefndin starfi ekki vélrænt. „Nefndinni er ætlað það hlutverk að meta hæfni umsækjenda. Það gilda um hana ákveðnar starfs- reglur sem henni er skylt að fylgja. Þar eru þessir matsþættir al- mennt orðaðir. Að öðru leyti eru nefndinni ekki settar neinar skorður í lögum eða settum reglum um það hvernig hún hagar sínum störfum. Það fer eftir atvikum. Til dæmis um hvaða dómaraembætti er að ræða, fjölda umsækjenda og mörgum öðrum atriðum sem hafa áhrif á matið,“ segir Eiríkur. Hæfnisröðinni breytt Gunnlaugur Claessen var formað- ur dómnefndarinnar vegna umsókna um stöðu dómara við Landsrétt. Skil- aði hún umsögn í maí 2017 og stað- festi Alþingi tillögu ráðherra um Landsréttardómara 31. maí sama ár. Rétturinn hóf störf 1. janúar 2018. Fram kom í Morgunblaðinu á Þor- láksmessu að Davíð Þór Björgvins- son, varaforseti Landsréttar, hefði gagnrýnt dómnefndina fyrir að víkja í síðustu umsögn sinni frá niðurstöðu dómefndar vegna Landsréttar 2017. Davíð Þór var metinn langhæfast- ur vegna dómaravalsins í Landsrétt árið 2017 og fékk m.a. hærri einkunn en Ingveldur Einarsdóttir sem metin var sjötti hæfasti umsækjandinn. Eins og fram hefur komið fékk Davíð Þór 7,35 stig en Ingveldur 6,3 stig. Þegar dómnefnd skilaði umsögn vegna stöðu dómara við Hæstarétt fyrr í þessum mánuði treysti hún sér hins vegar ekki til að gera upp á milli þriggja umsækjenda; Davíðs Þórs, Ingveldar og Sigurðar Tómasar Magnússonar. Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir dómsmálaráðherra gerði í kjölfarið tillögu til forseta Íslands um skipan Ingveldar og afhenti henni skipunarbréf í gær. Málið tilheyrir fortíðinni Spurður hvort vísan Davíðs Þórs til niðurstöðu dómnefndarinnar vegna Landsréttar í maí 2017 sé ekki viss viðurkenning á störfum hennar kveðst Gunnlaugur Claessen, formað- ur þeirrar nefndar, ekki vilja tjá sig um málið. Það tilheyri fortíðinni. Að sama skapi vildi hann ekki tjá sig um ósamræmi sem komið er upp milli niðurstöðu dómnefndar vegna Landsréttar og Hæstaréttar. Hins vegar vísaði Gunnlaugur til álits sem hann hefði lagt fyrir stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd í lok maí 2017. Virðist hann þar vísa til bréfs til Sigríðar Á. Andersen 28. maí. Rifjaði Gunnlaugur þar upp að hann hefði tekið við „svokölluðum „skorblöðum“ frá fyrri nefnd, sem notuð voru við samlagningu og út- reikninga á niðurstöðum um einstaka umsækjendur, en á þessum eyðublöð- um voru prentaðar nákvæmlega þær vægistölur í prósentum sem síðan hefur verið beitt. Nefnd „skorblöð“ hafa nú verið leyst af hólmi með þar til gerðu excel-skjali með sama vægi í einstökum þáttum og áður en það helgast af miklum fjölda umsækjenda nú … Að gefnu tilefni er einnig rétt að taka fram að þar til nú hefur varla gætt merkjanlegrar óánægju tals- manna dómara með vægi einstakra þátta þannig að nefndin yrði þess vör,“ skrifaði Gunnlaugur þá m.a. Áslaug Árnadóttir var formaður dómnefndarinnar vegna lausrar stöðu dómara við Hæstarétt í haust. Hún vildi aðspurð ekki tjá sig um gagnrýni Davíðs Þórs á niðurstöðu nefndarinnar. Hins vegar vísaði hún á 2. kafla í umsögninni, Sjónarmið sem nefndin byggir mat sitt á, en sá kafli er um 5 síður og verður ekki endur- sagður í fáeinum línum. Studdust ekki við reiknilíkanið Morgunblaðið/Sverrir Hæfnismat Átta lögmenn sóttu um dómarastöðu við Hæstarétt í haust.  Fyrrverandi formaður dómnefndar vegna dómaravals segir nefndina ekki bundna í störfum sínum  Nálgunin fari eftir atvikum  Formaður dómnefndar vegna Hæstaréttar tjáir sig ekki um gagnrýni Eiríkur Tómasson Áslaug Árnadóttir Gunnlaugur Claessen BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eiríkur Tómasson, fv. forseti laga- deildar Háskóla Íslands, segir dóm- nefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara ekki vera settar fastar skorður í störfum sínum. Nefndin starfar samkvæmt lögum um dómstóla. Störf hennar voru til umræðu í kjölfar Landsréttarmálsins en Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) felldi dóm gegn ríkinu. Hafði Hæstiréttur áður komist að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu við skipan í embætti 15 dómara við Landrétt. Málinu er ekki lokið en það fer fyrir yfirdeild MDE í febrúar. Sem kunnugt er vék ráðherra frá hæfnisröð dómnefndar og færði fjóra umsækjendur ofar á listann á kostnað annarra. Alls voru metnir 33 umsækj- endur um 15 dómarastöður og var þeim raðað niður á skorblaði út frá 12 matsþáttum. Munaði aðeins 0,03 á umsækjendum í 15. og 16. sæti hæfn- islistans. Notkun reiknilíkansins var gagnrýnd en nefndin hefur við síðari umsagnir vikið frá henni. Var tilnefndur af Hæstarétti Eiríkur Tómasson, fyrrverandi hæstaréttardómari, var formaður dómnefndarinnar 2011-2013. Hann var jafnframt formaður nefndarinnar síðastliðið sumar vegna umsagnar um umsækjendur um stöðu dómara við Landsrétt. Eiríkur var tilnefndur af Hæstarétti til að fara með það ein- staka mál. En formaður og varafor- maður viku þá sæti. Niðurstaða nefndarinnar var að Ei- ríkur Jónsson væri hæfastur um- sækjenda um stöðu dómara við Landsrétt. Var það rökstutt með al- mennum orðum um heildarmat á tólf matsþáttum sem lágu valinu til grundvallar. Ekki virtist gert upp á milli umsækjenda með stigagjöf. Eiríkur Tómasson segir aðspurður 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019 sp ör eh f. Skemmtileg hlaupahátíð með öllum vegalengdum í heillandi miðaldaborg. Tallinn í Eistlandi er spennandi borg sem lætur engan sem þangað kemur ósnortinn og Tallinn maraþonið hefur stimplaði sig inn sem stærsti íþróttaviðburður Eistlands. Á laugardeginum 12. september stendur til boða 10 km hlaup og hálfmaraþon en maraþon í fullri lengd sunnudaginn 13. september. Verð: 144.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Fararstjóri: Inga Dís Karlsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík 11. - 15. september Tallinn maraþon Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Innhringingum í Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, hefur farið sífjölg- andi á árinu og mikið álag hefur ver- ið á símalínur og netspjall hans í kringum hátíðarnar. Þetta staðfestir Berglind Guðjónsdóttir, ráðgjafi í Hjálparsíma Rauða krossins, í sam- tali við Morgunblaðið. „Það eru alltaf þessir tímar ársins sem álagið eykst hjá okkur. Það eru þessir gleðitímar,“ segir Berglind. „Jólin og áramótin og tíminn þar í kring er alltaf mikill álagstími hjá okkur og margir sem leita til okkar,“ segir hún. Berglind segir að margir hringi í Hjálparsímann vegna einmanaleika yfir hátíðarnar en einnig vegna fjár- hagsáhyggja. „Á þessum tíma finnur fólk meira fyrir einmanaleikanum. Svo eru þeir sem hafa minna milli handanna bæði stressaðir út af fjárhagsáhyggjum og langar að gefa betri gjafir,“ segir hún. Aðspurð hvers vegna hún telji að innhringingum hafi fjölgað á árinu segist Berglind telja ástæðuna margþætta. Telur hún bæði að fleiri viti af Hjálparsímanum núorðið vegna aukinnar umræðu og ábyrgari umfjöllunar um sjálfsvíg í fjöl- miðlum þar sem yfirleitt er vísað í úrræði sem standa fólki til boða, eins og Hjálparsímann. „Svo er líka bara meiri almenn umræða í samfélaginu. Fólk er lík- legra til að leita sér aðstoðar og hringja í okkur vegna sjálfsvígs- hugsana og svoleiðis. Það er opnari umræða. Ég held að þetta vinnist allt saman,“ segir Berglind. Ef einstaklingar glíma við sjálfs- vígshugsanir er bent á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf. Morgunblaðið/Heiddi Hjálp Mikið álag hefur verið á Hjálparsíma RKÍ yfir hátíðarnar. Aukið álag á 1717 yfir hátíðarnar  Hringingum fór fjölgandi á árinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.