Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019 Hún er fróðleg umræðan ámeginlandinu í kjölfar sig- urs Borisar Johnson. Útleggingar á slíkum atburðum fara út og suður. Fáum lánast þó að skrifa sig frá því að Bretar vildu út. Þeir ætla að hringja klukkum Big Ben þegar út er komið, eins og gert var í stríðs- lok. Fyrirmæli frá Brussel fara nú óopnuð í körfuna og gamla reglu- farganið skal grisjað frá fyrsta degi. Samkeppn- isstaðan gagnvart ESB styrkist samstundis. Páll Vilhjálmsson er með þennan vinkil:    Bretland er Íslandi mikilvæg-ara en meginland Evrópu, bæði í viðskiptalegu og menning- arlegu tilliti. Bretland er á leið úr félagsskap meginlandsríkj- anna, Evrópusambandinu, en sljó og seinfær íslensk yfirvöld binda sitt trúss við EES-samninginn.    Yfirlýsing forsætisráðherraBreta um að allt regluverk ESB fari á haugana eftir Brexit afhjúpar einfeldningslega og grunnhyggna utanríkispólitík Sjálfstæðisflokksins síðustu ár.    Forystu Sjálfstæðisflokksins erfyrirmunað að hugsa sjálf- stætt, samanber 3. orkupakkann, og lætur öll eggin í Brussel- körfuna. Í deilunni um 3. orku- pakkann var tækifæri til að senda skýr skilaboð um að hags- munir Íslands væru fríverslun en ekki yfirþjóðlegt samband við meginland Evrópu.    Brexit kippir fótunum undanEES-samningnum. Sjálfstæð- isflokkurinn situr uppi með Svarta-Pétur.“ Páll Vilhjálmsson Nýr vinkill? STAKSTEINAR Óskar Bergsson fasteignasali s. 893 2499 Hildur Harðardóttir lögfr. og lgfs. s. 897 1339 Elín G. Alfreðsdóttir nemi til lögg. s. 899 3090 Sveinbjörn Sveinbjörnsson lögmaður s. 892 2804 Rakel Árnadóttir fasteignasali s. 895 8497 Vilhjálmur Einarsson fasteignasali s. 864 1190 Eignaborg óskar lesendum Morgunblaðsins og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs, með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Pétur Sveinbjarnar- son lést aðfaranótt 23. desember, 74 ára að aldri. Hann fædd- istt 23. ágúst 1945. Hann lætur eftir sig tvo syni, þá Guðmund Ármann og Eggert. Pétur kom víða við í íslensku þjóðlífi og var sæmdur fálkaorðu árið 2007 fyrir starf sitt fyrir Sólheima í Grímsnesi. Þar gegndi hann stjórnar- formennsku í 38 ár. Pétur var kjörinn í stjórn Camphill Village Trust, sjóðs sem á og rekur fjölda byggða- hverfa og miðstöðva í Bretlandi sem veita fólki með sérþarfir þjón- ustu á sviði búsetu, atvinnu og fé- lagsstarfs, árið 2006. Var Pétur fyrsti erlendi ríkisborgarinn sem kosinn var inn í stjórn sjóðsins. Pétur lék knattspyrnu með yngri flokkum Vals, síðar varð hann for- maður Vals og sæmdur heiðurs- félaganafnbót Vals. „Þetta voru framkvæmdaár. Íþróttahús var byggt, þjónustu- miðstöð og félagsheimili og síðast en ekki síst voru malar- og knatt- spyrnuvellir endurgerðir. Á þessum árum voru gömlu húsin á Hlíðar- enda gerð upp, það er að segja íbúðarhúsið og fjósið. Þessi endursmíði var mikið fagnaðarefni, því segja má að hús- in séu í senn andlit og sálin í Val,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið þegar hann var sæmdur nafnbótinni árið 2011. Í formannstíð Pét- urs náðist samkomu- lag við Reykjavíkur- borg árið 1981 en með því skuldbatt borgin sig til að veita Val framtíðaraðstöðu á Hlíðarenda með viðbótarlandi við það land- svæði sem félagið hafði keypt árið 1939. Pétur var virkur í starfi Sjálf- stæðisflokksins og var um tíma for- maður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra nefndar- innar sem bar ábyrgð á upptöku hægri umferðar hérlendis árið 1968 og var framkvæmdastjóri Um- ferðarráðs í nokkur ár. Pétur var framkvæmdastjóri Þróunarfélags miðborgar Reykja- víkur á tíunda áratugnum. Hann átti og rak um árabil veitingastað- inn Ask, Veitingamanninn og fleiri fyrirtæki. Andlát Pétur Sveinbjarnarson Fjölmenni var við bænastund í gærkvöldi í Vík í Mýrdal, en þar bjó lengi Rima Grunskyté Feliks- asdóttir sem leitað hefur verið frá Þorláksmessu. Bíll hennar fannst við Dyrhólaey sem hefur því verið miðdepill leitar. Í gær var svipast um frá Þjórsá að Kúðafljóti; ekið, gengnar fjörur og leitað úr lofti með þyrlu. Leitin bar engan árangur og hefur viðameiri aðgerðum verið frestað uns veður leyfir. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fjölmenni við bænastund í Víkurkirkju

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.