Morgunblaðið - 28.12.2019, Side 10

Morgunblaðið - 28.12.2019, Side 10
Samdrátturinn væri tæp 9% fyrstu þrjá mánuði ársins. Hinn 26. júlí síðastliðinn fjallaði Morgunblaðið aftur um fækkun flugfarþega. Tilefnið var tölur Isavia um fjölda farþega á fyrri hluta ársins. Samkvæmt þeim hefðu um 3,47 milljónir farþega farið um BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Miklar breytingar hafa orðið á farþegaspám Isavia síðustu misseri. Spárnar hafa verið endurmetnar til lækkunar og munar orðið tugum prósenta á rauntölum og spám. Isavia spáði því í nóvember 2017 að 10,38 milljónir farþega myndu fara um Keflavíkurflugvöll á árinu 2018 sem hefði verið metfjöldi. En Isavia gerði ráð fyrir 14,5 millj- ónum farþega á ári um miðjan næsta áratug. Samkvæmt desemberskýrslu Isavia frá 2018 fóru þá hins vegar 9,8 milljónir farþega um völlinn. Munaði þar með um 600 þúsund farþegum frá nóvemberspánni 2017. Isavia lagði í maí 2018 fram endurskoðaða farþegaspá fyrir 2018. Gerði Isavia þá ráð fyrir 10,07 milljónum farþega 2018 eða um 300 færri farþegum en í spánni á undan. Þá má geta þess að Morgunblaðið fjallaði um það í ágúst 2018 að útlit væri fyrir að 10,046 milljónir far- þega færu um Keflavíkurflugvöll 2018 miðað við þróunina á árinu. Niðurstaðan var sem áður segir 9,8 milljónir farþega og bendir nú flest til að það met standi í mörg ár. Til upprifjunar rifaði WOW air seglin í desember 2018, fækkaði þotum og sagði upp hundruðum starfsmanna. Með því breyttust all- ar forsendur fyrir farþegaspám. Fé- lagið hætti starfsemi 28. mars sl. Endurmat í áföngum Eftir niðurskurðinn hjá WOW air kynnti Isavia nýja farþegaspá í jan- úar síðastliðnum fyrir árið 2019. Samkvæmt spánni myndi farþegum um völlinn fækka úr 9,8 milljónum í 8,95 milljónir. Eftir fall WOW air birtist frétta- skýring í Morgunblaðinu 17. apríl sl. um sviptingar í flugumferð. Sagði þar að um 13% færri farþeg- ar hefðu farið um Keflavíkurflugvöll í mars en í sama mánuði í fyrra. Keflavíkurflugvöll á fyrri hluta árs- ins, borið saman við 4,36 milljónir í fyrra. Það væri fækkun um 887 þúsund farþega milli ára – eða 20,3% fækkun – sem samsvaraði tæplega fimm þúsund farþegum á dag. Á Þorláksmessu birti Isavia svo endurskoðaða áætlun um fjölda far- þega í ár og jafnframt spá um fjölda farþega á næsta ári. Samkvæmt nýrri áætlun fara um 7,32 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll í ár, eða 2,5 milljónum færri en í fyrra. Þá gerir Isavia ráð fyrir að 6,68 milljón farþegar fari um völlinn á næsta ári, eða um 3,6 milljónum færri en Isavia áætlaði áður að myndu fara um völlinn árið 2018. Vaxandi bil Bilið milli áætlana og rauntalna hefur breikkað síðustu misseri. Fyrir vikið gæti árið 2018 sem áður segir lengi orðið metár í fluginu. Fram kom í Morgunblaðinu í nóvember 2018 að Keflavíkur- flugvöllur væri orðinn stærsti vinnustaður landsins. Þar störfuðu alls um 8.500 manns í fjölbreyttum störfum. Fulltrúi Isavia var stórhuga í samtali við blaðið og sagði Íslend- inga standa frammi fyrir því tæki- færi að Keflavíkurflugvöllur yrði miðstöð flugs á Norður-Atlantshafi. Með falli WOW air, vanda Ice- landair vegna Max-þotnanna og fleiri þáttum virðist það markmið vera orðið fjarlægara. Tugprósentum færri en spáð var  Í nóvember 2017 spáði Isavia því að 10,38 milljónir farþega færu um Keflavíkurflugvöll árið 2018  Spárnar hafa gjörbreyst  Nú spáir Isavia því að 6,68 milljónir farþega fari um völlinn á næsta ári 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Farþegaspá Isavia fyrir Kefl avíkurfl ugvöll 2020 Heildarfjöldi farþega 2010-2018 og spá fyrir 2019* og 2020** Milljónir farþega *Í áætlun fyrir 2019 liggja fyrir rauntölur um farþegafjölda fyrstu 11 mánuði ársins.**Spá fyrir 2020 byggist á gögnum úr kerfum Isavia og upplýsingum frá fl ugfélögum. 2,07 2,47 2,76 3,21 3,87 4,86 6,82 8,76 9,80 Spá Isavia frá nóv. 2017: 10,38 Spá Isavia frá maí 2018: 10,07 7,23 Spá Isavia frá jan. 2019: 8,95 Spá Isavia frá júní 2019: 7,24 6,68 7,6% fækkun frá 2019 eða um 550 þúsund færri farþegar samkvæmt nýrri farþegaspá Isavia Áætlun Isavia í desember 2019 gerir ráð fyrir 7,23 milljón farþegum á árinu sem er 26% fækkun frá 2018 og svarar til að nærri 2,6 milljón færri far- þegar fari um Kefl avíkurfl ugvöll Spá Isavia í des. 2019 Morgunblaðið/Eggert Á leið yfir hafið Farþegar ganga um borð í þotu WOW air í nóvember 2018. Fall félagsins hafði mikil áhrif. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019 Til skoðunar er hjá umhverfis- og samgöngusviði Kópavogsbæjar að leysa bílastæðavanda við Sundlaug Kópavogs með því að byggja hæð ofan á bílastæðin eða gera bílastæði í kjallara undir núverandi stæðum. Málið hefur komið til umræðu á fundum umhverfis- og samgöngu- nefndar Kópavogsbæjar á undan- förnum árum. Tillaga um varan- lega lausn var samþykkt á fundi ráðsins fyrr á árinu. Deildarstjóri gatnadeildar gerði grein fyrir stöðu mála í fundi fyrir jól. Andri Steinn Hilmarsson, for- maður umhverfis- og samgöngu- nefndar, segir að tekist hafi að fjölga bílastæðum um 12 á planinu við sundlaugina með fram- kvæmdum í sumar. Það var meðal annars gert með því að loka tveim- ur innkeyrslum og hagræða aðeins á planinu. Andri segir að betur megi ef duga skuli. Sundlaugin sé vinsæl og ekki nógu mörg stæði þar til að taka við gestum á álagstímum. Dæmi sé um að sundlaugargestir séu farnir að taka stæði af íbúum í nágrenninu. Segir Andri Steinn að reynt sé að benda fólki á nálæg bílastæði, til dæmis við menningar- húsin. Hugmyndir um að bæta við hæð eða kjallara undir bílastæðin eru að hans sögn á frumstigi hjá umhverf- is- og samgöngusviði bæjarins. helgi@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Sundlaug Kópvogs Ekki eru nógu mörg stæði fyrir sundlaugargesti. Byggt verði yfir eða undir bílastæðin HOLMEGAARD Kampavínsglös 32 cl Verð 2.190,- stk. + Kampavínsglösin fást hjá okkur ROSENDAHL GRAND CRU Kampavínsglös 24 cl Verð 3.490,- 2 stk. RITZENHOFF NATALIA YABLUNOVSKA Kampavínsglös 20 cl Verð 2.550,- stk. Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is + + ROBERT WELCH DRIFT Vínkælir 21cm Verð 14.890,- RITZENHOFF ASPERGO Kampavínsglös 32 cl Verð 4.900,- 6 stk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.