Morgunblaðið - 28.12.2019, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019
Morgundagurinn
verður betri með
After Party™
Amínósýrur, Rósepli, Cactus extract,
öflug blanda af B-vítamínum og Magnesíum.
Virkar vel gegn þynnku
2 töflur fyrir fyrsta drykk
2 töflur fyrir svefn
Fæst í apótekum og heilsuhillum verslana I www.artasan.is
Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur
saman, sýnir stuðning og samhug
eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
JÓLASÖFNUN
Karlakórinn Heimir í Skagafirði efn-
ir í kvöld til árlegrar áramótagleði í
Miðgarði. Hefst dagskráin kl. 20:30.
Stjórnandi kórsins sem fyrr er
Stefán R. Gíslason og Thomas R.
Higgerson undirleikari. Munu ungir
söngvarar í kórnum m.a. stíga á svið
og syngja nokkur vel valin lög.
Gísli Einarsson, fréttamaður og
„tengdasonur Skagafjarðar“, verður
ræðumaður kvöldsins. Í samtali við
Morgunblaðið sagðist Gísli m.a. ætla
að fjalla um „hina þekktu ferða-
menn“, Jósep og Maríu.
„Vandræði þeirra varðandi gisti-
húsapláss eru talandi dæmi um gildi
bókunarkerfa. Á móti kemur að kol-
efnisspor þeirra skötuhjúa var með
lægsta móti. Að öðru leyti verður
þetta á ljúfum og hátíðlegum nótum
enda fer maður ekki að bjóða Skag-
firðingum upp á neinn dónaskap.
Þetta er líka það hæsta sem ég get
náð á mínum ferli að vera þarna einn
í Heimi. Verður ekki toppað,“ sagði
Gísli um erindi sitt í kvöld, léttur í
bragði að vanda.
Gunnar Rögnvaldsson, staðar-
haldari á Löngumýri, skellti í bundið
mál um tónleika Heimis í kvöld og
hafði þetta að segja:
Þarna verður hlegið hátt,
hraustir menn á sveimi.
Gamla árið gengið brátt
og Gísli í eigin „heimi“.
Ljósmynd/Heimir
Heimir Ungir kórfélagar munu leika stórt hlutverk á tónleikunum í kvöld.
Gísli í eigin Heimi
Heimismenn verða með árlega ára-
mótatónleika í Miðgarði í kvöld
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þrátt fyrir að mjólkurkúm hafi
fækkað um 2% á þessu ári er útlit
fyrir að innvegin mjólk til mjólk-
ursamlaganna verði sú sama og á
síðasta ári, um 152,5 milljónir lítra.
Ástæðan er sú að nytin eykst að
meðaltali. Samtök afurðastöðva í
mjólkuriðnaði reikna með örlitlum
samdrætti í framleiðslunni á næsta
ári. Framkvæmdanefnd um bú-
vörusamninga leggur til að heild-
argreiðslumark næsta árs verði
það sama og í ár, 146 milljónir
lítra.
Mjólkurframleiðslan hefur auk-
ist verulega undanfarinn áratug.
Hún náði sögulegu hámarki á síð-
asta ári, þegar hún var 152,5 millj-
ónir lítra. Bjarni Ragnar Brynj-
ólfsson, skrifstofustjóri Samtaka
afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segir
að innvigtun fyrri hluta ársins hafi
verið nokkuð undir því sem var á
sama tíma árið áður. Þetta hafi
snúist við seinni hluta ársins, og þá
verið aukning miðað við sömu
mánuði árið á undan. Þegar litið er
á árið í heild hefur gripum fækkað
um 2%. Samt hefur innvigtun hald-
ist svipuð í heildina og árið áður.
Það þýðir að framleiðslan eftir
hverja kú að meðaltali hefur aukist
um 2%.
Vegna aukningarinnar síðari
hluta ársins varð ekki sú minnkun
í framleiðslu sem SAM hafði spáð.
Framleiðslan er því enn talsvert
yfir sölu á innanlandsmarkaði.
Hún var rúmlega 146 milljónir
lítra á fitugrunni á tólf mánaða
tímabili, miðað við lok október og
tæplega 127 milljónir lítra á pró-
teingrunni. Offramleiðslan sam-
svarar því 6 milljónum eða 26
milljónum lítra, eftir því við hvort
efnið er miðað.
Ástandið orðið stöðugt
SAM spáir því að gripum haldi
áfram að fækka og að nytin aukist
eitthvað á móti, þó þannig að fram-
leiðslan dragist aðeins saman,
verði 148 til 149 milljónir lítra.
Tekur Bjarni fram að litlu megi
skeika á áætlunum til að fram-
leiðslan verði einhverjum millj-
ónum lítra meiri eða minni.
„Stóru tíðindin í þessu eru þau
að við erum komin í stöðugt ástand
í stað þeirrar miklu aukningar í
framleiðslu og sölu á mjólk sem við
höfum séð undanfarin 10 til 15 ár,“
segir Bjarni.
Breytingar með kvótanum
Arnar Árnason, formaður
Landssambands kúabænda, hefur
góða tilfinningu fyrir komandi ári.
„Ég reikna með að framleiðslan
verði svipuð og verið hefur. Það er
hugur í mönnum. Búast má við
breytingu með endurvakningu
kvótakerfisins á næsta ári. Ein-
hverjir smáir framleiðendur hætta
og aðrir bæta við sig.“
Arnar á von á að framkvæmda-
gleðin haldi áfram, margir bændur
endurnýi fjós sín eða byggi ný. Þá
telur hann að margir séu að bæta
sig í ræktun og fóðuröflun. Það
skili betri afurðum þegar fram í
sæki. Bendir hann á að veðurfarið
hafi minni áhrif á gæði heyjanna
en áður var. Bændur séu orðnir
það vel tækjum búnir og hafi bætt
þekkingu sína, þannig að óþurrka-
sumur eða góð þurrkasumur hafi
ekki sömu áhrif á framleiðsluna og
áður var. Sala á mjólk samsvarar
nú 145-146 milljónum lítra, ef
reiknað er út frá fituinnihaldi. Á
þeim forsendum lagði SAM til að
heildargreiðslumark mjólkur á
næsta ári yrði aukið í 145,5 millj-
ónir lítra. Framkvæmdanefnd bú-
vörusamninga samþykkti hins veg-
ar tillögu búnaðarstofu Mast um
að kvótinn yrði óbreyttur á næsta
ári, 145 milljónir lítra. Búist er við
að landbúnaðarráðherra birti
ákvörðun sína fyrir áramót.
Salan minnkar
Jón Baldur Lorange, fram-
kvæmdastjóri búnaðarstofu, segir
áætlað að 3% samdráttur verði í
sölu mjólkur á fitugrunni til við-
bótar 2% samdrætti á árinu 2018.
Þá hafi birgðir aukist, miðað við
stöðuna í lok nóvember, en tekur
fram að þá hafi ekki verið búið að
ljúka útflutningi vegna umfram-
mjólkur á árinu 2018, samkvæmt
upplýsingum stjórnar SAM. Gert
hafi verið ráð fyrir að það mál yrði
í höfn fyrir lok þessa árs.
„Að öllu þessu samanlögðu var
það mat búnaðarstofu að skyn-
samlegt væri að leggja til óbreytt
greiðslumark mjólkur á næsta
verðlagsári, en ekki auka það eins
og stjórn SAM lagði til,“ segir Jón
Baldur.
Meira framleitt þótt gripum fækki
Útlit fyrir að innvegin mjólk til mjólkursamlaganna verði sú sama og á síðasta ári Framleiðslan
jókst á síðari hluta ársins og er meiri en nemur innanlandssölu Kvótinn verður 145 milljónir lítra
Morgunblaðið/Eggert
Á beit Kýrnar mjólkuðu vel á síðari hluta ársins. Góð beit átti þátt í því.
Mjólkurframleiðsla orðin stöðug
Innvegin mjólk, milljónir lítra
*Áætlun. Heimild: SAM.
150
125
100
75
50
25
0
152,5
125,6 123,2 124,8 125,1 122,9
133,5
146,0 150,2 151,1
*152,5
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019