Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu ÚR BÆJARLÍFINU Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Veðurfar hefur örugglega verið þó nokkuð til umræðu í nýliðnum jóla- boðum, enda umræðuefni sem nýtur vinsælda og gildir þá í raun einu hvaða árstíð er ríkjandi. Snjómagn norðan heiða er með mesta móti og endalaust hægt að finna fleti til að ræða um þegar að því kemur.    Og áfram gengur á með veður- viðvörunum, í gærdag þegar þessi pistill var skrifaður var í gildi gul við- vörun fyrir Norðurland eystra og allt eins gert ráð fyrir að vindhviður færu upp í 40 metra á sekúndu. Vegfar- endur því varaðir við að færð gæti spillst, enda viðbúið að leysingar gerðu að verkum að vegir á norðan- og austanverðu landinu yrðu flug- hálir. Ætli ekki sé best að búa sig undir að á gangi með þessum gulu og appelsínugulu viðvörunum fram eftir öllum vetri.    Skuggahlið gríðarlegrar snjó- komu er auðvitað sú að kostnaður við snjómokstur fer upp úr öllu valdi með tilheyrandi ama fyrir þá sem gæta bæjarsjóðs. Fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir 177 milljónum króna í snjómokstur á Akureyri en umfangsmikill mokstur í desember, sem þó er ekki alveg búinn, mun ef- laust fara langt yfir þá tölu. Stærstu snjómokstursdagana eru um 50 manns að störfum og tækin um 40 talsins. Þeir kosta sitt, eða um 12 milljónir króna hver. Það safnast fljótt saman. Tveggja metra jafnfall- inn snjór er víða í Kjarnaskógi. Snjór er enn mikill í trjákrónum og verður hann verulega þungur þegar hann blotnar, sver tré geta hæglega kubb- ast í tvennt undan slíku fargi að sögn Ingólfs Jóhannssonar, fram- kvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga.    Bogin og brotin tré eru úti um allan skóg og má gera ráð fyrir að þegar vorar verði mikil vinna að saga og snyrta. „Það er ljóst að mikil vinna er fram undan við grisjun, hreinsun og lagfæringar í Kjarnaskógi á komandi ári, bæði mikið verk og kostnaðar- samt þannig að það má alveg segja að óveðrið hafi valdið okkur umtals- verðu tjóni, segir hann.    Menningarlífið er að venju í blóma í höfuðstað Norðurlands og margt í boði þegar tónlist er annars vegar svo dæmi sé tekið. Einn við- burður verður í dag, laugardag, sannkölluð tónlistarveisla þar sem stórskotalið stígur á pall í Akureyrarkirkju. Um er að ræða tónleika til heiðurs þeim mæta manni Ingva Rafni Jóhannssyni, sem fagn- ar 90 ára afmæli sínu eftir fáeina daga. Ingvi Rafn hefur sett svip á bæjar- og tónlistarlífið um áratuga skeið. Þeir sem heiðra kappann með þátttöku sinni á tónleikunum í dag eru Kristján Jóhannsson, Óskar Pét- ursson, Alda Ingibergsdóttir, Gunn- ar Björn Jónsson, Michael Jón Clarke, Helena Guðlaug Bjarnadótt- ir, Jana Salóme Ingibjargar Jós- epsdóttir, Þóra Kristín Gunn- arsdóttir og Karlakór Akureyrar Geysir.    Björgunarsveitin Súlur opnar flugeldasölu sína í dag, laugardag, en félagar í björgunarsveitum um land allt voru heldur betur í sviðsljósinu í óveðurs- og rafmagnsleysistíð fyrr í þessum mánuði. Sveitarfélög víða um land hafa gaukað fé að sveitum í sinni heimabyggð í þakklætisskyni og er Akureyrarbær þar engin undantekn- ing. Bærinn færði Súlum fjórar millj- ónir króna fyrir framlagið en m.a. var fyrir þeirra tilstilli hægt að sinna lág- marksvelferðarþjónustu á svæðinu á vegum ríkis og sveitarfélags meðan óveður stóð. Súlur sjá um flugeldasýningu á áramótabrennu við Réttarhvamm við Hlíðarfjallsveg á gamlárskvöld og er margra ára hefð fyrir því að Akur- eyringar safnist þar saman nánast hvernig sem viðrar og fylgist með. Áramótabrennan er á sínum stað og hefst kl. 20.30. Einnig er áramóta- brenna í Hrísey og kveikt upp í henni kl. 17 á gamlársdag en í Grímsey hefst áramótabrenna kl. 20. Morgunblaðið/Margrét Þóra Akureyri Súlur sjá um flugeldasýningu á áramótabrennu við Réttarhvamm við Hlíðarfjallsveg á gamlárskvöld. Gengur á með gulu og appelsínugulu Sorpurðun Vesturlands ákvað fyrr í þessum mánuði að hækka gjaldskrá á móttöku heimilissorps um 29%. Þessu var harðlega mótmælt á síð- asta fundi bæjarráðs Akraness fyrir jól og ályktun samþykkt þess efnis. „Bæjarráð telur að ekki liggi fyrir nægjanleg gögn til rökstuðnings hækkuninni en þar sem um þjón- ustugjöld er að ræða þarf slíkt ávallt að liggja til grundvallar slíkri ákvörðun og er einnig í andstöðu við ákvæði lífskjarasamninganna,“ segir m.a. í bókun bæjarráðs. Bæjarráðið segist með þessu ekki vera að gera lítið úr þörf á auknum fjárfestingum í málaflokknum en horfa þurfi til forgangsröðunar og vinna áætlanir til lengri tíma sam- hliða því. Rakel Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram sér- staka bókun, þar sem hún tekur fram að hún standi heilshugar að baki bókun bæjarráðs. Fulltrúi flokksins í stjórn Sorpurðunar Vesturlands hafi greitt atkvæði gegn tillögunni þar, en fulltrúar Samfylk- ingarinnar og Framsóknar og frjálsra samþykkt hækkunina, þvert gegn vilja bæjarráðs. „Sjálfstæðisflokkurinn harmar að meirihluti stjórnar Sorpurðunar Vesturlands hafi ekki stuðst við for- sendur lífskjarasamninganna við af- greiðslu gjaldskrárinnar eins og bæjarstjórn Akraness hafði einsett sér í fjárhagsáætlunargerðinni fyrir árið 2020. Þessi ákvörðun kann að fela í sér þörf á endurskoðun gjald- skrár Akraneskaupstaðar varðandi sorphreinsun og sorpeyðingu,“ segir í sérbókun Rakelar. Mótmæla 29% hækkun á sorp- urðunargjaldi  Gagnrýna Sorpurðun Vesturlands Morgunblaðið/Árni Sæberg Akranes Bæjarráð mótmælir hækk- un sorpurðunargjalds harðlega. Heilsa ehf. af- henti á dög- unum Bleiku slaufunni, átaks- verkefni Krabbameins- félagsins, styrk upp á 700 þús- und krónur. Er þetta afrakstur styrktarátaks Heilsu ehf. en 200 krónur af hverju keyptu vítamínglasi frá Gula miðanum, sem að gefnu til- efni var merkt bleikum miða, voru látnar renna til Bleiku slauf- unnar. „Við erum ákaflega stolt af því að fá tækifæri til að styðja við þetta góða starf sem unnið er hjá Krabbameinsfélaginu og þakklát þeim viðskiptavinum sem keyptu Gula miðann á meðan söfnunin var í gangi,“ er haft eftir Báru Einarsdóttur, sölustjóra Heilsu, í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Guli miðinn styrkir Bleiku slaufuna Bleikt Styrkurinn var að upphæð 700 þúsund krónur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.