Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk Fjöldi Indverja mótmælti í gær umdeildri lög- gjöf er varðar hælisleitendur, sem þykir mis- muna múslimum. 27 manns hafa látist í mótmæl- unum, sem hafa að hluta til þróast út í almenn mótmæli gegn ríkisstjórn Indlands sem er undir stjórn forsætisráðherrans Narendra Modi. Ólgan vegna löggjafarinnar er líklega helsta áskorun í embættistíð Modi síðan hann varð for- sætisráðherra árið 2014. AFP Fjölmenn mótmæli í Mumbai og víðar á Indlandi Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Í það minnsta 12 eru látnir og yfir 50 særðir eftir brotlendingu vélar lág- gjaldaflugfélagsins Bek Air nálægt Almaty-flugvelli í Kasakstan í gær- morgun. Frá þessu greindi fréttaveit- an AFP. Hvarf af ratsjám stuttu eftir flugtak Hin 23 ára Fokker 100-vél lagði af stað frá Amlaty-flugvelli í gærmorg- un, á leið til borgarinnar Nur-Sultan. Hún hvarf af ratsjám stuttu eftir flug- tak, með 95 farþega um borð auk fimm starfsmanna, en flugstjórinn var meðal látinna. Athygli vekur þó hve margir lifðu slysið af, án þess að hljóta líkamlegan skaða af. Vélin brotlenti á mannlausri bygg- ingu sem féll að hluta til við árekst- urinn, en vélin liðaðist í sundur við brotlendinguna og hlutu farþegar sem sátu fremst mestan skaða. Tíu af 53 særðust alvarlega og voru níu hinna særðu börn. Flestir farþeg- ar vélarinnar voru heimamenn en særðir voru einnig frá Kína, Kirgist- an og Úkraínu. Kyrrsetja Fokker 100-vélar Á blaðamannafundi sagði varafor- sætisráðherra Kasakstans, Roman Sklyar, sagði að afturendi flugvélar- innar hefði tvisvar snert flugbrautina við flugtak. AFP hefur eftir honum: „Annaðhvort eru þetta mistök flug- mannsins eða tæknileg mistök.“ Forseti landsins, Kassym-Jomart Tokayev, sagði að refsing biði þeirra sem bæru ábyrgð á slysinu. Þá sagði hann að nefnd hefði verið sett á lagg- irnar til að rannsaka tildrög slyssins. Vélin var framleidd 1996 en stóðst þó öryggisathugun í maí síðastliðn- um. Í yfirlýsingu frá iðnaðarráðu- neyti Kasakstans segir að vélar í landinu af gerðinni Fokker 100 verði kyrrsettar þar til tildrög slyssins skýrast nánar. Í mars 2016 nauðlenti Fokker 100- vél frá Bek Air í borginni Nur-Sultan með 116 farþega vegna bilunar en engum varð meint af. Flúði út um neyðarútgang Á vef BBC er birt frásögn eins eft- irlifenda slyssins, Aslans Nazaral- iyevs, sem er þekktur frumkvöðull í Kasakstan. Í samtali við BBC lýsir hann slysinu: „Vélin byrjaði fyrst að vagga eins og bátur. Síðan byrjaði fremri hluti hennar að titra. Engin fyrirmæli bár- ust frá flugteyminu til farþega heldur heyrðust einungis öskur fólks í óða- goti. Ég sat við neyðarútgang við væng vélarinnar og flúði út um hann. Því næst hjálpuðust eftirlifendur að við að koma fólki úr vélinni, vegna talsverðrar eldhættu.“ Meðal látinna var einnig 35 ára blaðakona fréttastofunnar Inform- buro, Dana Kruglova, auk Rustams Kaidarovs, 79 ára herforingja sem kominn var á eftirlaun. Átta manns létust samstundis eftir brotlendinguna, tveir við aðhlynningu á flugvellinum og tveir á spítala. Þjóð- arleiðtogar Kasakstans lýstu í gær yf- ir þjóðarsorg í landinu. Margir lifðu af flug- slys í Kasakstan  12 létust þegar 100 farþega vél brotlenti skömmu eftir flugtak AFP Slys Hin 23 ára Fokker 100-vél brotlenti á mannlausu húsi í gærmorgun. Kanna tildrög slyssins » 12 létust í flugslysi við Almaty-flugvöll í Kasakstan. » 53 særðust, þar af 10 alvar- lega. » Flugvélin var 23 ára og af gerðinni Fokker 10. » Stóðst öryggismat í maí síðastliðnum. » Iðnaðarráðuneytið í Kas- akstan hefur fyrirskipað að Fokker 100-vélar í landinu skuli kyrrsettar þar til tildrög slyss- ins skýrast. Benjamín Net- anyahu, forsætis- ráðherra Ísraels, hlaut afgerandi meirihluta at- kvæða í for- mannskjöri Lik- ud-flokksins í gær, líkt og búist var við. Netanyahu hlaut 72,5% atkvæða og tryggði sér þar með formennsku í Likud- flokknum hægrisinnaða í lands- kosningum sem fram fara í mars næstkomandi. Mótframbjóðandi hans, Gideon Saar, hlaut 27,5% atkvæða. Net- anyahu hefur verið forsætisráð- herra landsins frá árinu 2009. ÍSRAEL Netanyahu sigraði með yfirburðum Benjamin Netanyahu Kanadíska sjónvarpsstöðin CBC segir að atriði Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í sígildu jóla- myndinni Home Alone 2: Lost in New York hafi verið klippt út til að rúma auglýsingatíma. Tilefni skýringanna er gagnrýni sem sjónvarpsstöðin hlaut í kjölfar- ið á sýningu myndarinnar nú um jólin. Talsmaður CBC, Chuck Thompson, bætir við að myndin hafi verið stytt árið 2014, áður en Trump hlaut forsetakjör. KANADA Svara fyrir klippingu Trumps úr jólamynd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.