Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 28

Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019 Stærðir eru breytilegar og hægt að innrétta að vild. Umhverfið er í miðju fjölbreyttu miðborgarlífinu með mikla nálægð við ferðamenn. Möguleikarnir eru endalausir en rýmin henta vel ýmiskonar rekstri s.s. gullsmiði, snyrtistofu, hárgreiðslustofu, kaffihús, heilsubúð, mörkuðum af ýmsu tagi, listamönnum, einnig sem skrifstofur s.s lögfræðistofur, auglýsingastofur og arkitektar svo fátt eitt sé nefnt. Einnig gefst kostur á að tengja saman rekstur og búsetu í sama húsnæðinu. Brynjureitur afmarkast af Laugavegi 27 a og b og Hverfisgötu 40-44 og á milli þeirra liggur ný og skemmtileg göngugata sem getur skapað sér sérstöðu í hringiðu miðbæjarins og hefur fengið nafnið Kasthúsastígur. Við Laugaveg 27 a og b eru stærði í boði á bilinu 31 m² til 239 m² en við Hverfisgötu frá 60 m² til 255 m². Nánari upplýsingar veitir Helgi Már Karlsson löggiltur fasteigna- sali í s. 897 7086 hmk@jofur.is eða Ólafur Jóhannsson löggiltur fasteignasali í s. 824 6703 olafur@jofur.is. Nýtt og spennandi verslunar- og þjónustuhúsnæði á Brynjureit TIL LEIGU Við áramót lítum við til liðins árs og á þessu ári hefur íslensk tunga svosannarlega verið í brennidepli. Ástæða er til að fagna stórum skref-um sem stigin voru til gera tungunni kleift að fóta sig í nýju alþjóð-legu og stafrænu umhverfi. Þar sætti þingsályktun mennta- og menningarmálaráðherra sem samþykkt var í júní og máltækniáætlunin mest- um tíðindum. Niðurstöður PISA-könnunarinnar hvað varðar lesskilning íslenskra barna voru vitaskuld mikil vonbrigði í lok árs og hnykktu á að allar aðgerðir hvað varðar læsi og kennslu í íslensku séu byggðar á vönduðum rannsóknum og traustri þekkingu á skólastarfi. Rétt fyrir jól varð á vegi mínum áhugaverður þáttur á BBC þar sem Zeinab Badawi ræddi við nóbelsverðlaunahafa ársins. Meðal þeirra var tríóið sem fékk verðlaunin í hagfræði, Abhi- jit Banerjee, Esther Duflo and Michael Kremer. Vett- vangsrannsóknir þeirra í fá- tækum löndum eru stór- merkilegar. Þegar leysa skal vandamál eru lausnir sem blasa við ekki endilega réttar. Það sem við höldum og trúum að sé rétt reynist nefnilega oft hið gagnstæða, eða eins og Esther Duflo orðaði það í þættinum: þegar þér finnst eitthvað augljóst þá skaltu sannreyna það‘ (when you think something is obvious, put it to the test‘). Og niðurstaðan væri þá oftar en ekki þveröfug. Dæmin sem hún tók snerust um menntun fátækra barna á Indlandi. Flestum finnst augljóst að menntun barna í fátækum samfélögum myndi stórbatna ef börn fái ókeypis skólabækur og kennurum sé fjölgað svo að kennt sé í smærri hópum. En hvorugt skiptir meginmáli. Það sem reyndist mikilvæg- ast var að gefa börnum tækifæri til að vinna upp það sem þau hefðu misst af í kennslunni svo að þau heltist ekki úr lestinni. Grundvallaratriði var að skipa þeim í hópa þar sem þau væru flokkuð eftir getu en ekki aldri. Ef þau fengju þennan gæðatíma, næðu þau tökum á námsefninu og gætu dafnað. Ég nefni þetta í pistli um tungutak vegna þess að nauðsynlegt er að vanda umræðu um PISA og hvernig við bætum lesskilning barna. Við höfum öll reynslu af skólastarfi, bæði sem nemendur og aðstandendur, og því finnst okk- ur við hafa innsýn inn í vandamálið sem við er að glíma. Okkur finnst við jafnvel sjá augljósar lausnir, en við skulum varast að hrapa að ályktunum. Stærsta lexían okkar ætti að vera að greina nákvæmlega þann vanda sem PISA-könnunin afhjúpar, lið fyrir lið, og skilja að aðstæður eru mjög mismun- andi í skólum landsins, bæði innan höfuðborgarsvæðisins og um allt land. Sömu aðferðir duga ekki í skólum þar sem meirihluti barna er af erlendum uppruna og þurfa á annars konar stuðningi að halda. Í litlu og fámennu landi ættum við að geta nýtt okkur vettvangsrannsóknir í anda nóbelsverðlaunahafanna til að komast nær rótum vandans. Á nýju ári skulum við leggja áherslu á slíkar menntarannsóknir og vísindalega þekkingu. Hið augljósa er ekki endilega rétt Tungutak Guðrún Nordal gnordal@hi.is Það er alkunna að áföll í lífi einstaklinga getahaft áhrif á líf þeirra það sem eftir er ævinn-ar. Slík áföll geta verið af margvíslegumtoga en sjálfsagt eru algengust veikindi ná- ins aðstandanda og ekki síður áhrif ofneyzlu áfengis í fjölskyldum, sem vitað er að setur mark sitt á líf barna, sem fyrir því verða nánast alla ævi þeirra. En úr því að áföll í lífi einstaklinga geta haft slík áhrif hvað þá um samfélög fólks, þar sem áföll, sem samfélög verða fyrir, verða í raun sameiginleg áföll þeirra einstaklinga, sem byggja þau upp? Bandarískur háskólaprófessor, Jared Diamond, hefur skrifað bók, sem út kom bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi á þessu ári, sem nefnist Upheaval, How nations cope with crises and change ( sem kannski má þýða á íslenzku sem Umrót, hvernig þjóðir takast á við krísur og breytingar), þar sem hann leitast við að heimfæra lífsreynslu einstaklinga að þessu leyti yfir á heil samfélög. Skýrasta dæmið um þetta á okkar dögum er auð- vitað Þýzkaland á dögum Hitlers og hans manna og hvernig Þjóðverjar hafa unnið úr þeirri sameiginlegu lífsreynslu að ekki bara gyðingar heldur geðveik- ir líka voru drepnir í gasklefum og líkin brennd í sérstökum ofnum, auk alls annars. En höfundur nefnir fleiri ríki til sögunnar svo sem Finnland, Japan, Chile, Indónesíu, Ástralíu og Bandaríkin. Þessar vangaveltur kalla fram hugleiðingar um okk- ar eigið samfélag að þessu leyti. Hvernig höfum við sem þjóð brugðizt við meiri háttar áföllum um aldir? Og hvernig erum við að bregðast við hruninu, sem telja verður mesta áfallið, sem þjóðin hefur orðið fyrir á lýðveldistímanum? Í sjálfu sér væri það verðugt viðfangsefni fyrir sagnfræðing að taka saman yfirlit yfir mestu áföll í lífi þjóðar okkar í rúmlega ellefu hundruð ára sögu okkar á þessari fallegu eyju norður í höfum og hvernig íslenzkt samfélag hefur brugðizt við þeim, hverju fyrir sig. Við gætum sennilega lært mikið af slíkri samantekt. En staðreynd er, að þrátt fyrir að hin efnahagslega endurreisn eftir hrun hafi gengið svo vel, sem raun ber vitni um, eru á ferðinni undirstraumar óánægju og reiði, sem telja má líklegt að brjótist fram á næstu árum með einhverjum hætti. Og þar er komin skýring á fyrirsögn þessarar greinar. Eigum við sem þjóð við sálarkreppu að stríða vegna þess sem á undan er gengið? Og mun sú sálarkreppa hafa langvarandi áhrif á líf þessarar þjóðar, alveg eins og áföll í lífi einstaklinga geta stundum markað líf þeirra alla ævi? Það er alveg ljóst að vel heppnuð efnahagsleg endurreisn leysir ekki vandann ein og sér. Hrunið varð ekki bara efnahagslegt áfall. Það var líka tilfinningalegt áfall fyrir samfélag okkar. Og það hefur algerlega farizt fyrir að vinna úr því tilfinn- ingalega áfalli, sennilega vegna þess að stjórnendur lands og þjóðar hafa ekki skilið að hrunið hafði dýpri áhrif en bara þau efnahagslegu. Og kannski hefur ekkert okkar skilið það til fullnustu. Traustið sem þrátt fyrir allt hafði orðið til í sam- félagi sundurlyndis hvarf og það hefur ekki tekizt að endurheimta það. Það er stutt í tortryggni, þegar eitthvað kemur upp. Ástæðan fyrir því er eins konar sambland af því sem gerðist á árunum fyrir hrun og eftir. Með hinu frjálsa framsali veiðiheimilda, sem tekið var upp í tíð vinstristjórnar Framsóknarflokks, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og leifanna af Borg- araflokknum árið 1990 án þess að taka upp auðlinda- gjald um leið, var framkvæmd gífurleg eignatilfærsla í landinu. Einkavæðing bankanna hafði svipuð áhrif. Síðustu misserin hefur eftirfarandi spurning heyrzt æ oftar: Hvers vegna fengu „þeir“ að halda öllum peningun- um, og jafnvel koma með þá heim á sérkjörum? Þessi spurning er ein af ástæðunum fyrir því að traustið er ekki til staðar. Fyrir nokkrum vikum var ég í hópi fólks að tala við einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem var upptekinn af „neikvæðri“ umfjöllun fjölmiðla. En getur verið að sú umfjöllun sé í raun endur- speglun á upplifun og tilfinningum fólksins í landinu? Að þingmennirnir hafi ekki áttað sig á eða haft skilning á að meira þurfi til að koma en efnahagsleg endurreisn ein og sér? Fyrrnefnd bók bandaríska háskólaprófessorsins er eins konar undirstrikun á því að meira þarf til að koma. Fyrir Þjóðverja var ekki nóg að losna við Hit- ler og hans menn. Þeir þurftu og þurfa enn að horfast í augu við glæpaverk samlanda þeirra. Hver og ein fjölskylda í Þýzkalandi þarf að horfast í augu við gerðir einstakra fjölskyldumeðlima. Og kannski kemur að því hér að fjölskyldur á Ís- landi þurfi að ræða í sínum hópi gerðir eða aðgerðar- leysi einstaklinga innan þeirra sem við sögu komu í hruninu. Sennilega hafa slíkar umræður staðið yfir seinni árin einhvers staðar. Í hinu pólitíska samhengi má leiða líkum að því að þeir flokkar og forystusveitir þeirra, sem átta sig ekki á því að hrunið var ekki bara efnahagslegt áfall, heldur líka tilfinningalegt, verði illa úti í því pólitíska uppgjöri sem enn hefur ekki farið fram en er á næsta leiti. Og jafnframt að þeir sem ná að skilja hvað er óupp- gert og haga sér í samræmi við það muni uppskera. Það mun hins vegar taka langan tíma fyrir sam- félag okkar sem heild að vinna úr því tilfinningalega áfalli og sennilega er sú vinna rétt að byrja. Þjóð í sálarkreppu? Vinnan við að takast á við hana er sennilega rétt að byrja. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Svo frægur var árekstur heim-spekinganna Karls R. Poppers og Ludwigs Wittgen- steins í Cambridge 25. október 1946 að um hann hefur verið skrif- uð heil bók, Eldskörungur Witt- gensteins (Wittgenstein’s Poker), sem ég hef minnst hér á. Sömu höfundar, David Edmonds og John Eidinow, hafa skrifað bók um annan frægan árekstur, að þessu sinni milli Rousseaus og Humes. Heitir hún Hundur Rousseaus (Rousseau’s Dog). Þótt sumir teldu Jean-Jacques Rousseau vitring má efast um það en hitt er rétt að hann var sérvitr- ingur. Hann skrifaði bók um upp- eldismál en sendi þau fimm börn sem hann gat með lagskonu sinni á munaðarleysingjahæli. Hann kom undantekningarlaust illa fram við þá sem veittu honum aðstoð í margvíslegum hrakningum hans og virðist hafa verið haldinn of- sóknaræði og vænisýki. Ég hef bent á það hér að hann vék að Ís- lendingum í ritum sínum. Sagði hann þá þeirra sem sendir væru í nám til Kaupmannahafnar sakna svo hins náttúrlega lífs ættjarðar- innar að ýmist vesluðust þeir upp þar ytra eða drukknuðu þegar þeir reyndu að synda heim! David Hume var hins vegar raunsær og glaðsinna, lét fátt raska heimspekilegri ró sinni og hrakti hátimbruð hugmyndakerfi með skarplegum rökum en naut um leið lífsins að spjalli með vin- um yfir glasi af víni. Hann var um nokkurt skeið sendiráðsritari í París og var þá hvers manns hug- ljúfi og kallaður „Le bon David“, sá góði Davíð. Í árslok 1765 var hann að tygja sig til heimferðar og þá birtist Rousseau í París en átti á hættu handtöku fyrir skrif sín. Hume aumkaði sig yfir Rouss- eau, tók hann með sér yfir Ermar- sund í janúar 1766 og kom honum fyrir uppi í sveit. Hafði d’Holbach barón þó varað Hume við því að hann væri að ala nöðru við brjóst sér. Í byrjun fór vel á með heim- spekingunum en síðan hljóp hund- ur í Rousseau. Honum þótti tefj- ast að Hume útvegaði sér lífeyri frá konungi sem hann taldi sig eiga skilið og komst hann loks að þeirri niðurstöðu að Hume væri höfuðpaur í samsæri gegn sér. Hume tók því fálega og skrifaði hvert bréfið af öðru sér til varnar. Rousseau flýði loks undan sam- særinu aftur yfir Ermarsund en upplýstir Evrópubúar, sem þekktu báða af bókum þeirra, stóðu á öndinni yfir þessum ósköpum. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hundur Rousseaus

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.