Morgunblaðið - 28.12.2019, Side 30

Morgunblaðið - 28.12.2019, Side 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019 ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is harpa.is Velkomin í húsið ykkar á nýju og viðburðaríku ári Táknrænt er að á sama tíma og sólin nær lágpunkti sínum á norðurhveli jarðar og svartnætti skamm- degis lætur undan síga birtast okkur enn einu sinni svartnættis- viðhorf úreltrar að- ferðafræði skipulags- mála: ákvörðun Skipulagsstofnunar 20. desember 2019 um að vísa bráðnauð- synlegum og eðlilegum endurbótum á kafla Kjalvegar í mat á umhverfis- áhrifum. Um er að ræða 17 km kafla milli Árbúða og Kerlingarfjallavegar sem Vegagerðin hyggst gera nútíma- legri, öruggari og orkuhagkvæmari með því að lyfta yfirborði vegarins upp fyrir umhverfi sitt og taka af skarpar beygjur líkt og hún gerði sunnan Árbúða 2016-2018. Upphaflega kærði Landvernd þá niðurstöðu Skipulagsstofnunar að tiltekin framkvæmd á Kjalvegi þyrfti ekki að sæta mati á umhverf- isáhrifum. Úrskurðarnefnd um- hverfis- og auðlindamála úrskurðaði í framhaldinu árið 2016 að fjalla skyldi um framkvæmdaáform á Kjalvegi í heild. Eftir að sá úrskurður var upp kveðinn settu stjórnvöld tímasett markmið í loftslagsmálum og segj- ast stefna að því að samgöngur inn- anlands verði kolefnishlutlausar. Kjalvegur er einn fjög- urra stofnvega á miðhálendinu og staða hans vel skilgreind í landsskipulagsstefnu. Fyrr á þessu ári lagði ríkisstjórnin fjármuni í lagningu rafstrengs meðfram Kjalvegi til að flýta fyrir orkuskipt- um. Á sama tíma berj- ast félagasamtök og einstaklingar þeim tengdir stöðugt gegn endurbótum á hálend- isvegunum, ef ekki beint þá með kröfum um matsferla og skrifræði. Þetta er sagt vera gert í nafni um- hyggju fyrir miðhálendinu en er beinlínis í andstöðu við orkuskipti í samgöngum á þessu svæði landsins! Það er nefnilega þannig að kolefn- ishlutlausar samgöngur kalla bein- línis á endurbætur á vegum og veg- slóðum á til dæmis Kjalvegi. Vegabætur eru sömuleiðis í þágu raunverulegrar umhverfisverndar. Á Kjalvegi norðan Árbúða skemmast bílar nánast daglega á sumrin vegna þess að þeir þola ekki hættulegan skurð sem menn kalla veg. Skurðurinn er ósléttur í botninn og grýttur til hliðanna. Þetta er ekki kjörleið fyrir rafmagnsbíla með raf- geyma í gólfi. Orkuskipti í samgöngum við slík- ar aðstæður eru merkingarlaus orð á blaði eða hreinir draumórar. Umbætur á vegum hálendisins jafngilda alls ekki lagningu hrað- brauta eða neinu nálægt því. Nær- tækast er að vísa á vel heppnaðar framkvæmdir Vegagerðarinnar sunnan Árbúða. Með endurbótum styttist ferðatími, eldsneyti sparast, bílar skemmast síður og skilja ekki eftir olíupolla eftir árekstur við grjót á ökuleiðinni með tilheyrandi afleið- ingum. Þegar snjór eða vatnspollar verða fyrir ökumönnum taka þeir oft upp á því að sveigja hjá hindrunum. And- staða við vegabætur stuðlar þannig að utanvegaakstri, takk fyrir! Kjalvegarframkvæmdir og fjöldi annarra mála undanfarin ár sýna og sanna að leyfisferli framkvæmda á Íslandi hefur leitt samfélagið í hrein- ar ógöngur enda er það mun lengra og flóknara en gerist í grannríkj- unum okkar. Ferlið virðist raunar engan enda ætla að taka þegar kærugleði ríkir eins og dæmin sanna. Sjö skilgreind stig stjórnvalds- ákvarðana gefa kærurétt hérlendis en eitt til tvö annars staðar á Norð- urlöndum. Ekki bara það. Hvergi nema á Íslandi er til staðar opin heimild til að kæra matsskylda ákvörðun efnislega! Afgreiðsla kæru á hverju stigi fyr- ir sig tekur tíma og ferlið er þvælið og flókið. Nærtækt er að nefna veg- spotta á Ströndum sem meiningin var að færa neðar í landið til að halda honum lengur opnum að vetr- arlagi. Framkvæmdin sætir mati á umhverfisáhrifum sem þýðir óskil- greindan frest á því að hefjast handa. Orkusparnaður fylgir aug- ljóslega slíkum breytingum en áformin kölluðu samt á mikið kæru- þras sem hefði komið spánskt fyrir sjónir í norrænum grannríkjum okk- ar og víðar. Flækjustig leyfisveitingaferlis framkvæmda hérlendis og viðmið í mati á umhverfisáhrifum samræm- ast ekki nútímakröfum um sjálf- bærni og standa reyndar beinlínis í vegi fyrir því að orkuskipti í sam- göngum nái þeim markmiðum sem að er stefnt, á þeim tíma sem að er stefnt. Það þjónar nefnilega lofts- lagsmarkmiðum að gera stofnvegi á hálendi Íslands akfæra. Svartnætti í skipulagsmálum Eftir Pál Gíslason » Viðmið í mati á umhverfisáhrifum standa beinlínis í vegi fyrir því að orkuskipti í samgöngum nái yfir- lýstum markmiðum sem að er stefnt. Páll Gíslason Höfundur er framkvæmdastjóri Fannborgar ehf. Hrós mitt fá þeir Matthías Sveinbjörns- son, forseti Flugmála- félags Íslands, og Þrá- inn Hafsteinsson, flugstjóri hjá Flug- félaginu Erni, sem við- urkenna þá staðreynd að Hvassahraun sé óraunhæfur kostur fyr- ir innanlandsflugið. Engin skynsemi felst í því að flugmenn Mý- flugs á Akureyri verði með dóms- úrskurði neyddir til að lenda þar með fárveikan mann, í 20 km fjarlægð frá sjúkrahúsum höfuðborgarinnar, sem býður strax hættunni heim. Helsta ógnin við allt flug til og frá flugvellinum í Vatnsmýri er meiri- hluti borgarstjórnar Reykjavíkur sem lýsir fyrirlitningu sinni á lífæð allra landsmanna, sjúkrafluginu og flugmönnum Mýflugs, sem hafa þvert á allar hrakspár sinnt þessari neyðarþjónustu með góðum árangri og eiga margt betra skilið en að sitja undir upphrópunum og tilefnis- lausum árásum vinstriflokkanna í Reykjavík. Fyrrverandi yfirmaður samgöngumála, Ögmundur Jón- asson, setti strax hnefann í borðið þegar Dagur B. tók húsnæði Flug- félags Íslands í leyfisleysi til að auð- velda Reykjavíkurborg að kaupa allt flugvallarsvæðið í Vatnsmýri, sem flokkssystkini hans vildu taka ófrjálsri hendi, undir íbúðabyggð. Samkomulagið sem borgarstjóri og samgönguráðherra undirrituðu síð- ustu vikuna í nóvember 2019 um að ráðist yrði í rannsóknir til að kanna möguleika á hugsanlegu flugvallar- stæði í Hvassahrauni breytir engu um framtíð Reykjavíkurflugvallar næstu áratugina og hefur tapað gildi sínu. Krafan um að loka aðalbrautinni í Vatnsmýri, sem liggur út og suður, eftir tvö ár snýst um að borgarstjóri fái fullt og ótakmarkað umboð til að stefna öryggi sjúkraflugsins í óþarfa hættu í þeim eina tilgangi að neyða flugmenn Mýflugs til að lenda með fárveikan mann á Keflavíkurflugvelli í 50 km fjarlægð frá sjúkrahúsum höfuðborgarsvæðisins. Starfandi læknar í Reykjavík sem vilja að öll sjúkrahús höfuðborgarinnar hafi gott aðgengi að sjúkrafluginu og líf- æð allra landsmanna í Vatnsmýri taka því aldrei þegjandi og hljóða- laust að fárveikur maður sé fluttur í hávaðaroki eftir Reykjanesbraut alla þessa vegalengd, frá Keflavíkur- flugvelli til Reykjavíkur, þegar eng- inn getur treyst veðurspánum. Allt tal um að besta lausnin sé að flytja miðstöð sjúkraflugsins frá Akureyri inn á höfuðborgar- svæðið eða til Keflavík- ur einkennist af fáfræði borgarstjórnarmeiri- hlutans í Reykjavík og er á skjön við raunveru- leikann. Svona umtal um þessa neyðarþjónustu allra landsmanna, sem andstæðingar sjúkra- flugsins og Reykjavík- urflugvallar fela sig á bak við að undirlagi borgarstjóra, dæmir sig sjálft og er tæplega svaravert. Áður hafa sjúkraflugmenn Mýflugs setið undir tilefnislausum árásum Dags B. Eggertssonar og forstjóra Landhelgisgæslunnar, sem hafa ár- angurslaust krafist þess að sjúkra- flugið sé haft á einni hendi fyrir allt landið. Þessi krafa snýst um að borg- arstjóri geti að eigin geðþótta rekið hornin í sjúkraflugið í þeim tilgangi að svipta íbúa landsbyggðarinnar öllu aðgengi að þessari neyðarþjón- ustu sem snertir alla landsmenn og er ekki einkamál borgarbúa. Þessa framkomu samþykkja starf- andi læknar á öllu höfuðborgar- svæðinu og landsbyggðinni aldrei án þess að rísa upp og setja hnefann í borðið og segja strax: Hingað og ekki lengra. Í Hvassahrauni er nýr flug- völlur óhugsandi án þess að stór hluti Reykjanesbrautar verði fyrst færður til suðurs. Komist hafa í blöðin öfga- kenndar og fjarstæðukenndar full- yrðingar um að hægt sé að taka ákvörðun um nýjan flugvöll í Hvassahrauni fyrir innanlandsflugið eftir tvö ár sem mun kosta 45-50 milljarða króna. Ég spyr: Hvað hækkar þessi kostnaður mikið, fari svo að framkvæmdir við þennan flug- völl taki minnst 20 ár eða meira? Áætlað er að framkvæmdir við nýjan innanlands- og millilandaflugvöll í Hvassahrauni, sem borgarstjóri vill strax ákveða á sínum forsendum, kosti samanlagt meira en 330 millj- arða króna. Önnur spurning: Vill Dagur B. sjálfur borga þessa upp- hæð úr eigin vasa í stað þess að skrifa þennan kostnað á reikning ís- lensku skattgreiðendanna, sem yrðu næstu aldirnar aldrei látnir í friði ef ríkissjóður fær skellinn? Engan flugvöll í Hvassahraun Eftir Guðmund Karl Jónsson » Í Hvassahrauni er nýr flugvöllur óhugsandi án þess að stór hluti Reykjanes- brautar verði fyrst færður til suðurs. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.