Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 34

Morgunblaðið - 28.12.2019, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019 ✝ KristmundurBjarnason, rit- höfundur, fræði- maður og bóndi á Sjávarborg, fædd- ist á Reykjum í Tungusveit, Skaga- firði 10. janúar 1919. Hann lést á Dvalarheimili aldr- aðra á Sauðár- króki 4. desember 2019. Foreldrar hans voru Kristín Sveinsdóttir og Bjarni Krist- mundsson. Kristmundur ólst upp á Mælifelli hjá sr. Tryggva Kvaran og Önnu Gr. Kvaran, frá ungaaldri. Eiginkona hans var Hlíf Ragnheiður Árnadótt- ir, foreldrar hennar voru Heið- björt Björnsdóttir og Árni Daníelsson á Sjávarborg, Hlíf lést 16. apríl 2013. Kristmundur og Hlíf áttu þrjár dætur, þær eru Heiðbjört, f. 1949, Guðrún Björg, f. 1953, og Bryndís Helga, f. 1958. Kristmundur var þjóðþekktur fyrir ritstörf sín, samdi m.a. Sögu Sauðár- króks, Sögu Dal- víkur, Jón Ósmann, Þorsteinn á Skipalóni, Einbúinn á Amt- mannssetrinu og Lífsþorsti og leyndar ástir. Þau Hlíf bjuggu á Sjávar- borg. Í apríl 2013 fluttu þau á Dvalarheimili aldraðra á Sauð- árkróki. Útför Kristmundar fór fram í kyrrþey. Nú er Dændi allur. Krist- mundur Bjarnason, fósturbróð- ir móður minnar, var aldrei kallaður annað en Dændi í fjöl- skyldunni minni. Fyrstu minningarnar um Dænda eru frá heimsóknum hans til foreldra minna þegar ég var stelpa. Ég fann alltaf svo sterkt hvað var kært milli hans og mömmu og ég man hvað mér fannst hann alltaf skemmtilegur. Mamma lést snögglega árið 1985, aðeins 61 árs gömul, og pabbi í mars 1987. Þarna var ég rétt þrítug. Það var upp úr þessu sem Dændi fór að hafa samband við mig með reglulegu millibili. Enginn vafi er í mínum huga að hann hefur viljað vera mér stoð og stytta eftir lát foreldra minna. Mér þótti afskaplega vænt um þessi samskipti og þau rofnuðu aldrei eftir það. Við skrifuðumst á nokkrum sinn- um, ég heimsótti hann og Hlíf á Sjávarborg, og seinna heimsótti ég hann á Dvalarheimilið á Króknum. Vinátta og umhyggja Dænda var mér ólýsanlega dýr- mæt. Minnisstæðust er mér heimsóknin til hans sumarið 2005. Það var á fimmtugsaf- mælisdaginn minn. Ég hafði ákveðið að ganga upp á Mæli- fellshnjúk þennan dag, nokkurs konar pílagrímsför. Ég var í sveit á Starrastöðum sem stelpa og Hnjúkurinn hefur alltaf átt stóran stað í hjartanu síðan. Ég hafði aftur á móti aldrei gengið á hann og þetta var nú aldeilis dagurinn til að láta verða af því. Til þess kom þó ekki því að þegar ég var komin þangað sem ég ætlaði að hefja gönguna var komin svartaþoka og ekkert fjall- gönguveður. Þá datt mér í hug að halda bara í staðinn upp á afmælið með Dænda á Sjáv- arborg. Til að gera langa sögu stutta er þetta eftirminnilegasti og besti afmælisdagur sem ég hef átt. Þarna sátum við Dændi og töluðum um lífið á Mælifelli, Starrastaði, afa (Tryggva) og ömmu (Önnu), mömmu (Ninnu) og Hjördísi systur hennar (Lælu). Dændi var orðinn tölu- vert heyrnarskertur þegar hér var komið sögu en hann gaf mér í upphafi ráð sem hann sagði myndu hjálpa honum að heyra. Þau ráð dugðu til þess að við áttum ekki í neinum vandræðum með samtalið. Með- al þess sem Dændi sagði mér var að hann væri byrjaður að skrá niður minningar frá bernskunni sem hugsanlega yrðu einhvern tímann bók. Eitt af því sem hann væri þegar bú- inn að skrá niður væri saga af mömmu sem hann langaði að fá að senda mér. Sagan Sleðaferð niður í Mælifellslæk kom svo í pósti til mín stuttu síðar og er að finna í bók hans Í barnsminni sem var gefin út nú í upphafi árs í til- efni af hundrað ára afmæli Dænda. Bókin er mikilvæg heimild um bernsku mikils merkismanns, rithöfundar og fræðimanns, en hún hefur sér- stakt persónulegt gildi fyrir mig því að í gegnum hana hef ég kynnst móðurforeldrum mínum sem bæði voru löngu látin þegar ég fæddist. Hún svarar líka mörgum spurning- um um æsku mömmu sem ég náði ekki að spyrja hana um áð- ur en hún lést. Fyrir þessi skráðu „minn- ingaslitur“, eins og Kristmund- ur kallaði þau í undirtitli bókar- innar, verð ég ævarandi þakklát. Ég kveð Dænda, móðurbróður minn og vin, með söknuði og þakklæti og votta dætrum hans og fjölskyldum innilega samúð mína. Anna Ólafsdóttir. Kristmundur er horfinn af þessum heimi tæplega hundrað og eins árs gamall. Hér er ekki ætlunin að rekja æviferil hans eða telja upp rit- verk hans en okkur hjónum er ljúft að minnast hans vegna óbrigðullar vináttu til nær sex áratuga. Margra góðra stunda er að minnast og miklar umræður áttum við uppi í bókaherberg- inu í Borgarhúsinu. Þar var einatt seilst í forn skagfirsk fræði. Við töluðum um sveit- unga okkar Konráð og Gísla föður hans, Brynjólf og séra Pétur á Víðivöllum og Espólín eins og þeir væru kunningjar okkar. Stundum bar norðurreiðina frægu á góma. Þar höfðum við lesið á milli lína að ekki væri allt til fyrirmyndar hjá Skag- firðingum. En því efni átti Kristmundur eftir að gera skil í síðasta stórverki sínu „Amt- maðurinn á einbúasetrinu“. Þar rétti hann hlut hins merka manns Gríms Jónssonar amt- manns. Kristmundur var um langt skeið forstöðumaður Héraðs- skjalasafnsins á Sauðárkróki og vann þar frábærlega gott starf. Varla er á annarra hlut gengið þó að því sé haldið fram að veg- ur Héraðsskjalasafnsins sé að miklu leyti Kristmundi að þakka. Hann var óþreytandi að skrá og flokka. Sendimenn hafði hann sem urðu fengsælir og kom þar margt í leitirnar, t.a.m. fjöldi bréfa frá Vestur- förum – dagbækur, ýmiss kon- ar smáskrif, ættartölur og jafn- vel vísnakver sem fáir vissu um. Öllu tók Kristmundur tveimur höndum og gerði góð skil. Hann var líka ólatur við að gauka fróðleiksmolum að þeim vina sinna sem fengust eitthvað við grúsk. Þegar að því er hugað hversu mikla vinnu Kristmund- ur gaf safninu gegnir furðu hversu mikilvirkur höfundur hann var. Frumsamdar bækur hans eru ekki færri en tveir tugir og sumar ærið langar. Þar við bætast margar bækur og rit- raðir sem hann bjó til útgáfu og ritstýrði einn eða ásamt öðrum. Varla skakkar miklu að segja að hann hafi verið einna fyrstur til að skrifa ýtarlegar sögur héraða og kaupstaða sem síðar urðu svo algengar. Fyrsta má nefna Sögu Sauðárkróks, sem kom á prent í þremur bindum á árunum 1969-1973. Sú saga varð fyrirmynd annarra um skemmtilega og vel gerða frá- sögn. Á yngri árum fékkst Krist- mundur mikið við þýðingar barna- og unglingabóka. Allar voru þýðingar hans á hreinu og fallegu mál og hefur það haft góð áhrif á málsmekk og orða- forða fjölmargra barna og ung- menna. Sá sem hér heldur um penna þekkti Kristmund framar öðru sem traustan og góðan vin sem margt var að læra af. Stundir hjá honum voru alltaf skemmti- legar og innihaldsríkar. Hann var barmafullur af fróðleik og óvæntum uppákomum í frá- sögnum og spurningum, sumum smáskrítnum og alltaf var stutt í húmorinn. Kristmundur var allra manna yfirlætislausastur og hógværastur en hann var óspar á lof um aðra þætti hon- um vel gert. Gagnrýni hans gat líka orðið hressileg þótt yfir- leitt væri hann umtalsgóður. Það var alltaf gaman að heimsækja Kristmund og ekki dró úr þegar hin ágæta kona hans Hlíf bauð til kaffidrykkju. Við hugsum til Kristmundar með þakklæti og söknuði og að- standendum sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Sigurjón Björnsson, Margrét Margeirsdóttir. Látinn er í hárri elli Krist- mundur Bjarnason rithöfundur og bóndi á Sjávarborg í Skaga- firði. Hann fæddist á Reykjum í Tungusveit 10. janúar 1919 en lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki aðfaranótt 4. des- ember 2019. Hann var stórvirk- ur rithöfundur og meistari hins ritaða máls, héraðsskjalavörður Skagfirðinga um langt árabil og lét til sín taka við söfnun og rit- un sagnfræði og sögulegs fróð- leiks jafnt innan héraðs sem utan. Kristmundur Bjarnason var í senn heimsborgari og sveita- maður. Þrátt fyrir að hafa búið í sveit nær allt sitt líf var hann í miklum tengslum við rit- höfunda og fræðimenn. Hann skrifaðist á við fjölda fólks, enda hentaði honum betur að beita ritvélinni en nýta sér símatækni þar sem heyrnin var mjög skert allt frá unglings- árum. Kristmundur var fjölfróður og hafði vítt áhugasvið. Bók- menntir, málfræði, náttúru- fræði og síðast en ekki síst tón- list voru Kristmundi hugleikin viðfangsefni. Þó vildi það svo til að stóran hluta ævistarfsins nýtti hann við ritun þjóðlegs fróðleiks og sagnfræði. Þar var Kristmundur á heimavelli. Þekking hans á sögu, sérstak- lega á stjórnsýslusögu á 18. og 19. öld, var afar víðtæk og hann nánast eins og alfræðiorðabók í því efni. Einstök tök hans á ís- lensku máli birtast í öllum hans fjölmörgu ritverkum, en hann var einnig vel heima í öðrum tungumálum. Kristmundur varð fyrsti skjalavörður Héraðsskjalasafns Skagfirðinga sem stofnað var árið 1947. Árið 1951 var hann fenginn til að gera eins konar aðfangaskrá yfir handrit og skjöl í eigu safnsins. Næstu ár- in sinnti hann þar afgreiðslu í ígripum enda enginn fastur af- greiðslutími. Það var ekki fyrr en árið 1971 að hann var ráðinn héraðsskjalavörður í hlutastarfi og gegndi því til 1990. Hann byggði upp safnkostinn af kost- gæfni og lagði einkum áherslu á söfnun einkagagna, enda varðveitir Héraðsskjalasafn Skagfirðinga mikið magn skjala og ljósmynda frá einstaklingum á 19. og 20. öld. Óhætt er að segja að Kristmundur hafi ver- ið í fararbroddi í ritun skag- firskrar sögu um árabil. Hann gerði sér því vel grein fyrir því hvað söfnun heimilda um liðna tíð var mikilvæg héraðinu og lagði sig mjög fram um að leita upplýsinga sem víðast. Við sem starfað höfum á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga leituðum margoft til Krist- mundar vegna margvíslegra spurninga og álitamála og alltaf reyndi hann að leysa úr vanda okkar og leiðbeina um það sem betur mátti fara. En fyrst og fremst var Krist- mundur einstakur persónuleiki og ógleymanlegur, lét stundum vaða á súðum en hlýr og hjálp- samur undir yfirborðinu. Það er okkur heiður og happ að hafa fengið að kynnast þessum merkilega manni og njóta þekkingar hans, manni sem vissulega mundi tímana tvenna og kunni að lýsa fortíðinni bet- ur en flestir. Við sendum fjölskyldu Krist- mundar hugheilar kveðjur og þakkir fyrir kynnin. Hjalti Pálsson, Sólborg Una Pálsdóttir, Unnar Rafn Ingvarsson. Kristmundur Bjarnason Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Sigurður Bjarni Jónsson umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR SVEINBJARNARSON, lést mánudaginn 23. desember. Guðm. Ármann Pétursson Birna Ásbjörnsdóttir Eggert Pétursson Malin Svensson Auðbjörg Helga Guðmundsd. Freyja Christine Eggertsdóttir Embla Líf Guðmundsdóttir Einar Pétur Lars Eggertsson Nói Sær Guðmundsson Elsku mamma okkar, amma, langamma og tengdó, UNNUR KONRÁÐSDÓTTIR, Úffa Konn, Hlíðarhúsum 3-5, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 25. desember. Konráð Eyjólfsson Helga Óladóttir Herdís Eyjólfsdóttir Ægir Bjarnason Unnar Eyjólfsson Hildur Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi laugardaginn 21. desember. Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 10. janúar klukkan 13. Jóhanna Björnsdóttir Óskar Bergsson María Björnsdóttir Þór Bjarkar Lopez Björn Leví Óskarsson Sigurður Darri Óskarsson Þóra Björk Þórsdóttir Jóhann Bjarkar Þórsson Okkar yndislegi, heittelskaði sonur, bróðir, mágur og frændi, PÁLL ÞORSTEINSSON tónlistarmaður Guli drekinn, varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðjudaginn 24. desember. Útför verður auglýst síðar. Kristín Árnadóttir Þorsteinn Pálsson Eva Þorsteinsdóttir Hulda Sif Þorsteinsdóttir Erlendur Þór Gunnarsson Selma Rut Þorsteinsdóttir Árni Davíð Skúlason Fanný Hrund Þorsteinsdóttir Magni Kristjánsson og systrabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.