Morgunblaðið - 28.12.2019, Side 35

Morgunblaðið - 28.12.2019, Side 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019 Þegar ég loka aug- unum og hugsa um Gyðu get ég næstum því heyrt hláturinn og fundið lyktina af pelsinum henn- ar. Hún átti líka dásamleg brún handaskjól úr einhverju skinni og ég vissi ekkert dásamlegra en að stinga köldum höndunum í þau. Í minningunni er hún alltaf flott og vel tilhöfð, helst í heimasaumaðri dragt og með rauðan varalit. Kær- leikurinn og virðingin fyrir þessari einstöku konu er af minni hálfu skil- yrðislaus og eftir því sem ég verð eldri átta ég mig betur á hversu mikið ég á þessari stórkostlegu manneskju í raun og veru að þakka. Gyða kenndi Mána bróður mín- um þegar hann var lítill. Hann átti erfitt með lesturinn og Gyða tók hann undir verndarvæng sinn. Ég hef ekki verið nema kannski fjög- urra ára þegar ég var farin að heimta að fara með Mána í heim- sókn til Gyðu og man óljóst eftir því þegar ég þrammaði inn Miðtúnið með „Gagn og gaman“ undir hand- leggnum til að sanna mig fyrir kennaranum. Á milli okkar tókst mikil vinátta og Gyða varð eins kon- ar fósturamma mín þann tíma sem þau Sigurður bjuggu á Seyðisfirði. Það var ekki alltaf auðveldur róð- urinn heima hjá okkur og það vissu þau hjónin. Þau voru afskaplega dugleg að sinna okkur systkinunum og við eyddum ófáum klukkutím- unum í að spila Trivial Pursuit í sjónvarpsherberginu á Miðtúni 13. Máni og Sigurður gegn mér og Gyðu. Þeir unnu allar íþróttaspurn- ingarnar en við Gyða landafræðina. Gyða kenndi mínum árgangi eft- ir að ég hóf mína skólagöngu og ég Gyða Stefánsdóttir ✝ Gyða Stef-ánsdóttir fædd- ist 5. september 1932. Hún lést 24. nóvember 2019. Útför Gyðu fór fram 19. desember 2019. leyfi mér að fullyrða að ’78-árgangurinn í Seyðisfjarðarskóla á Gyðu mikið að þakka. Ekki að það hafi alltaf verið fjör í tímunum hjá Gyðu því hún gat alveg orðið reið og barið með kennaraprikinu af fullum þunga í borðið svo menn þorðu varla að draga andann. En það stóð aldrei lengi. Hún elskaði starfið sitt og ég eyddi einhverjum kvöldum í framsætinu á rauða súbbanum á meðan hún rúntaði á milli heimila bekkjar- systkina minna og fór yfir náms- efnið með foreldrunum. Ég held líka að hún hafi ekki farið út aftur fyrr en hún var þess fullviss að menn myndu fylgja fyrirmælun- um. Að minnsta kosti voru heim- sóknirnar mjög mislangar. Svo kom að því að þau Sigurður fluttu aftur suður. Ég hafði oft heyrt um húsið á Þinghólsbraut- inni og ekki síður drauginn sem þar bjó. Hvernig gat þeim dottið í hug að flytja þangað aftur? Sorgin á mínu heimili var mikil, enda vorum við þá orðin þrjú systkinin sem vöndum komur okkar til þeirra hjóna. Þótt samband okkar Gyðu hafi slitnað hélt hún sambandi við mömmu og fékk reglulega fréttir af okkur systkinunum. Ég lofaði þeim hjónum sem barn að verða lög- fræðingur og þegar ég fermdist gáfu þau mér forláta blekpenna að gjöf - „fyrir verðandi lögfræðing- inn“ stóð í kortinu. Ég tók þetta lof- orð alvarlega og velti því enn fyrir mér þegar ég hugsa til þeirra hvort þau hefðu ekki örugglega fyrirgef- ið að ég valdi að fara í aðra átt en í lögfræði. Svo heyri ég hláturinn í Gyðu; „eeelskan mín“, og þá brosi ég. Takk fyrir allt! Harpa Hrönn Stefánsdóttir. Á föstudaginn fylgdi ég góðum vini og frænda, Gunnari Vilmundarsyni, til grafar. Ég var heimagangur hjá Gunnari og Jónu í Dalseli mest- alla menntaskólagönguna þar sem við Gestur sonur þeirra vor- um bekkjarfélagar og bestu vinir. Þar var alltaf tekið vel á móti mér og síðan þá hefur haldist góður vinskapur við alla fjölskylduna. Stundum var líka glatt á hjalla þegar Jóna og Gunnar brugðu sér af bæ en óþarfi er að rekja það hér. Ég man eftir Gunnari sem ör- um, greiðviknum dugnaðarforki sem fór hratt yfir. Hvort sem hann var á fjórum hjólum (sem stundum urðu tvö í beygjunum) eða á tveimur jafnfljótum. Ég sá hann sjaldan ganga en þeim mun oftar hlaupandi. Hann kom brun- andi heim af verkstæðinu, gleypti í sig smá bita og kaffibolla og spólaði svo aftur af stað í vinn- una. Gunnar var einstaklega glaðlyndur og alltaf var stutt í húmorinn. Aldrei sá ég hann reiðan, þótt einstaka sinnum gæti ég greint vonbrigði í augum hans. T.d. þeg- ar við Gestur fórum í pottinn og fengum okkur bjór þegar við höfðum fengið afnot af gistiheim- ilinu til að læra fyrir stúdents- próf. Enda var honum mikið í mun að styðja syni sína og koma þeim til manns. Mörgum árum síðar var ég samferða Gunnari og sonum í mótorhjólaferð um Perú. Það segir mikið um fallegt og náið samband þeirra feðga að strák- arnir vildu endilega bjóða pabba sínum að koma með. Gunnar hafði orðið sextugur fyrr á árinu og var að jafna sig eftir slæmt fótbrot. Hann gaf okkur ungu Gunnar Vilmundarson ✝ Gunnar Vil-mundarson fæddist 29. júlí 1953. Hann lést 5. desember 2019. Útför hans fór fram 13. desember 2019. mönnunum þó ekk- ert eftir, hvorki í hreysti né fífla- gangi. Að vanda fór Gunnar hratt yfir og ekkert beit á hann. Meðan við hinir lögðumst í háfjalla- veiki hafði þunna loftið engin áhrif á Gunnar. Oftar en ekki var það Gunnar sem hélt uppi gleðinni og léttleikan- um. Aldrei var langt í grallara- skapinn og hann gat séð kómík- ina í litlu hlutunum sem á vegi okkar urðu. Hann hló sig t.d. máttlausan þegar við keyrðum fram á bensínstöð, sem saman- stóð af miðaldra perúskum kon- um, bensínbrúsa og trekt, og að „sturtunni“, sem var opið plast- rör í veggnum á hótelinu okkar sem var líka byggingarvöru- verslun. Við ókum um Andesfjöllin, heimsóttum fljótandi eyjur Titi- caca-vatns og rerum árabát inn í frumskóginn þar sem við gistum í kofa innan um tarantúlur og skordýrafjölskyldur. Við flugum yfir Nazca-línurnar og sáum kon- dóra fljúga yfir Colca-gljúfrið. Ég man þegar Gunnar klökknaði yfir mikilfengleiknum við Machu Picchu. Hann hafði ekki grunað að hann ætti eftir að upplifa þetta á lífsleiðinni. Hvað þá með öllum sonum sínum. Þegar frá leið sá ég sífellt bet- ur hversu dýrmæt þessi ferð var fyrir Gunnar. Síðan þá hitti ég Gunnar aldrei án þess að einhver uppátæki úr Perúferðinni væru rifjuð upp. Mér þykir vænt um að hafa fengið að vera hluti af þessu ævintýri. Einhverju sem Gunnar ætlaði sér að gera meira af á efri árunum. Efri árin urðu þó færri en hann bjóst við og Gunnar ferð- aðist yfir á næsta tilverustig skömmu á eftir móður sinni sem lést 100 ára gömul fyrr á þessu ári. Hugur minn er hjá Jónu, börn- um og fjölskyldum. Hvíldu í friði, elsku Gunnar. Takk fyrir mig og góða ferð. Einar Rúnar Magnússon. Elskuleg frænka mín Nanna Þór- hallsdóttir er látin í hárri elli. Hún skil- ur eftir sig hafsjó af skemmti- legum og yndislegum minning- um. Nanna var skarpgreind kona og maður kom aldrei að tómum kofunum hjá henni. Hún fylgdist mjög vel með öllum fjöl- skyldumeðlimum og vissi upp hár hvað var gangi á hverju tíma hjá þeim. Eftir að foreldrar hennar, Þórhallur Sigtryggsson og Kristbjörg Sveinsdóttir, fluttu frá Húsavík til Reykjavíkur bjó Nanna með þeim ásamt systur sinni Önnu Siggu. Eftir lát foreldranna bjuggu þær systur saman á Langholts- veginum. Anna Sigga lést árið 2010. Í fjöldamörg ár safnaðist stórfjölskyldan saman á Lang- holtsveginum og fagnaði ára- mótunum saman. Nanna Þórhallsdóttir ✝ Nanna Þór-hallsdóttir fæddist 16. júní 1924. Hún lést 2. desember 2019. Útför Nönnu fór fram 9. desember 2019. Eftir að ég stofn- aði heimili og fjöl- skyldu þá leyfðist mér að halda áfram mínum fasta sið og fórum við alltaf til Önnu Siggu og Nönnu á gamlárs- kvöld. Og að sjálf- sögðu var öllum fagnað vel. Systkini frá Húsavík voru 8 talsins og því er ættbogi Þórhellinga stór. Það voru orðnar ansi fjölmennar samkomur – en alltaf var nóg pláss fyrir alla. Þær voru oft nefndar í saman sem Anna Sigga og Nanna í einu orði. Nanna giftist aldrei og var barnlaus, en elskusemi og um- hyggja hennar gagnvart okkur öllum í fjölskyldunni var ein- stök. Við vorum öll „börnin“ hennar. Orðheppni og spaugsemi hennar var afbragðsgóð og það var alltaf gaman að hlæja með henni. Hún sagði daginn áður en hún lést við Silvíu systur mína: „Ég vil bara segja það að ég er mjög sátt við lífið sem ég hef átt.“ Hún var greinilega tilbúin til brottfarar. Anna Sigríður (Anna Sigga). Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG HELGA JÚLÍUSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést fimmtudaginn 12. desember. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 3. janúar klukkan 11. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjálparstarf kirkjunnar. Ólafur Helgi Samúelsson Elín Ragnhildur Jónsdóttir Þóra Guðrún Samúelsdóttir Stefán Jónsson Kolbrún Gyða Samúelsdóttir Hodge, Donald Eugene Hodge Samúel Jón Samúelsson Berglind Ýr Gylfadóttir barnabörn og barnabarnabörn Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, JÓRUNN LINDA JÓNSDÓTTIR íþróttakennari, lést á heimili sínu 13. desember. Útförin fer fram frá Grensáskirkju mánudaginn 6. janúar klukkan 13. Aldís Buzgò Valmir Qeleposhi Heiðdís Buzgò Eggert Orri Hermannsson Dagný Lára Stefánsdóttir Ólafur Ólafsson Alda Konráðsdóttir Svala Haukdal Jónsdóttir Kjartan Oddur Þorbergsson Þórdís Elva Jónsdóttir Hafsteinn Ágústsson Guðríður Erna Jónsdóttir Ólafur Ágúst Gíslason Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR HALLDÓR TORFASON, fv. vegaverkstjóri, lést á Þorláksmessu 23. desember á hjúkrunarheimilinu Eir. Jarðsungið verður frá Háteigskirkju þriðjudaginn 7. janúar klukkan 13. Ragnheiður Þórarinsdóttir Þórarinn Th. Ólafsson Ingjaldur Ásmundsson Ólína Margrét Ólafsdóttir Ásgeir Þorkelsson Torfi Jóhann Ólafsson Ásdís Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir ANGANTÝR EINARSSON fyrrverandi kennari og skólastjóri lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 24. desember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 6. janúar klukkan 10.30. Auður Ásgrímsdóttir Halla Angantýsdóttir Hlynur Angantýsson AlmaDís Kristinsdóttir Ásgrímur Angantýsson Elskulegur faðir okkar, PÁLL GEIR MÖLLER Brekatúni 2, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. janúar klukkan 13.30. Friðný, Arna og Alfreð Möller Okkar ástkæri sambýlismaður og faðir, HILMAR HAFSTEIN SVAVARSSON, loftskeyta- og verslunarmaður, Hagaseli 12, lést 18. desember á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 6. janúar klukkan 13. Elín Sigurjónsdóttir Kristján Már Hilmarsson og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.