Morgunblaðið - 28.12.2019, Page 50

Morgunblaðið - 28.12.2019, Page 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2019 Ritið skiptist í fjóra kaflaauk inngangs þar semkemur fram að bókinbyggist á gögnum „úr gagnagrunni Alþingis frá 1991-2018 (9). Í fyrsta kafla er fjallað um störf alþingis með hliðsjón af stjórnarskrá, fagmennsku, stöðu minnihlutans hverju sinni og tæpt á hættum sem gætu skaðað lýð- ræði; mér er tamt að rita alþingi með litlum upphafsstaf eins og tíðkast hefur um aldir. Í öðrum kafla er fjallað um þingmenn, tengsl þeirra, menntun, reynslu o.fl. Í þriðja hluta er sjónum beint að þingkonum og fjallað um kynja- mismunun, kyn- bundið ofbeldi o.fl. í ljósi jafn- réttisbaráttu. Í lokakaflanum er hnykkt á völdum og aðstöðu til valda, vikið að ýms- um vanköntum á stjórnmálum og hvað varast ber, lýst einkennum þingflokka og dregnar upp and- stæður milli höfuðborgar og lands- byggðar. Þetta er skemmtilegur lestur fyrir áhugamenn um pólitík, ekki síst samanburðurinn við Folke- tinget danska. Þar er eins og á al- þingi kveðið á um frest til að leggja fram frumvörp og athygli vekur hvað mörg frumvörp eru flutt á alþingi með afbrigðum af því að frestir eru ekki virtir; af- brigði eru líka oft veitt milli um- ræðna. Þá er sláandi hvað nefndir alþingis semja mörg frumvörp þótt þau komi síðan til sömu nefnda til álits og skoðunar. Í Folketinget eru ákvæði um tíma sem mál taka. Þar eru allir frestir til umfjöllunar og kynningar rýmri en hér tíðkast til þess að þingmenn geti kynnt sér mál, bæði fyrir 1. umræðu og milli umræðna. Þá er minnihluta einnig gefið svigrúm til þess að fresta af- greiðslu um allt að 14 daga. Hér- lendis er málþóf viðhaft til þess að tefja mál. Á Folketinget getur til- tekinn minnihluti komið málum í þjóðaratkvæði. Því ákvæði hefur einungis verið beitt einu sinni, væntanlega vegna þess að það kall- ar á að samráð sé haft um niður- stöðu mála áður en þau eru lögð fram; samráðsgátt stjórnvalda hér er til þess fallin en hún er ný af nálinni. Á alþingi er enn og aftur beitt málþófi til þess að stöðva mál eða svæfa en nokkuð rík krafa er frá almenningi um að málskot verði fest hér í stjórnarskrá. Eftir- tektarvert er að allir íslenskir stjórnmálaflokkar virðast vilja halda opnum dyrum fyrir málþóf við endurskoðun þingskapa en tregðast við að tryggja skil- greindum minnihluta málskotsrétt. Trúin á „sterkan meirihluta“ er enn fjallgrimm vissa margra stjórnmálamanna, en Danir og Sví- ar virða hinn „knáa minnihluta“ sem stjórnar með samningum út og austur. Algengt er að þingmenn eigi skyldmenni eða tengdafólk í röðum fyrri þingmanna og er í rauninni ekki óeðlilegt. Þeir hafa alist upp við pólitískar heimilisaðstæður ef svo má segja. Þessi tengsl eru fremur áberandi í efri lögum sam- félagsins. Í þessum kafla er saman- burður á menntun þingmanna ann- ars vegar og hins vegar þjóðarinnar í heild og blasir þá við að hlutfall háskólamenntaðra manna er hærra en meðal almenn- ings og að sama skapi eru sárfáir þingmenn sem hafa einungis lokið grunnskólaprófi og einhverju fram- haldsskólanámi til viðbótar. Það er í raun eðlileg þróun. Þingmennska er sérhæft starf og krefst mennt- unar og sérhæfingar. Tímabilið sem um ræðir höfðu karlkyns framsóknarmenn úr landsbyggða- kjördæmum minnsta menntun. Þingkonur eru betur menntaðar en karlarnir, þær eru yngri og hafa því minni þingreynslu og virðast vinna meira en þeir; þær eru síður í ræðustól en karlarnir og þingmál þeirra fá rýrari afgreiðslu en karl- anna. Fremur en karlar sitja kon- urnar í velferðar- og mennta- málanefndum; höfuðnefndavígi karla eru fjárlaga- og atvinnumála- nefndir auk utanríkismálanefndar. Hins vegar er konum skipað jafnt sem körlum í valdastöður alþingis. Hlutfall kvenna á alþingi hefur hækkað umtalsvert frá 1991 þegar þær voru 23,8% þingmanna í 42,9 1917 en árinu fyrr voru þær 48,4%. Sjálfstæðismenn eru eftirbátar hinna í þessum efnum. Evrópskar kannanir og íslenskar sýna að kon- ur sæta ýmiss konar kynbundnu ofbeldi innan þings. Hér sæta kon- ur hliðstæðu sálfræðilegu og kyn- ferðislegu ofbeldi og stallsystur þeirra, en umtalsvert meira líkam- legu og efnahagslegu ofbeldi megi marka þessar kannanir og hlýtur það að valda áhyggjum og er í raun sérstakt rannsóknarefni. „Hugtakið elíta er notað yfir hóp eða hópa einstaklinga sem hafa hlutfallslega meiri völd en fjöldi þeirra segir til um“ (87) og má vissulega heimfæra á alþingismenn. Mér finnst elíta hins vegar ótækt hugtak í fræðilegri umræðu því að í huga almennings er það samheiti við klíku; það er einungis háttvís- ara að tala um elítu. „Dómarak- líkan“, „dómaraelítan“ eru kunnug- leg orð sömu merkingar í samfélagsumræðunni. Dugir ekki bara hópur? Stjórnmálahópur í staðinn fyrir stjórnmálaelítu? Sama máli finnst mér gilda um hugtakið rentusókn, „ásókn aðila eftir sér- aðstöðu af einhverju tagi í skjóli ríkisvaldsins“ (188-9). Orðið varpar allt að því jákvæðu ljósi á þrýsti- hópa, lobbýista (ganglera) sem beita áhrifum sínum á einstaka þingmenn eða flokka; hérlendis má nefna hagsmunasamtök á borð við SFS, samtök fjármálafyrirtækja, Félag atvinnurekenda og bænda- samtökin; fyrr á tíð var Alþýðu- flokkurinn beinlínis pólitískur arm- ur ASÍ. Öflug hagsmunasamtök með greiðan aðgang að valdamönn- um eru varhugaverð, jafnvel hættuleg lýðræði, sem og fjár- stuðningur hagsmunasamtaka og fyrirtækja við einstaklinga og flokka, hvort sem er í prófkjörum eða kosningum. Lýðræðinu er einnig háski búinn af misvægi at- kvæða. Eftirtektarvert er að þing- menn af landsbyggðinni hafa löngum sóst eftir setu í samgöngu- nefnd og fjárlaganefnd enda veitir sú nefndarseta tækifæri til kjör- dæmapots; muna menn eftir því að sú nefnd hét áratugum saman fjár- veitinganefnd og bar nafn með réttu? Hver er sinnar gæfu smiður, segir máltækið, og ógæfa alþingis verður að mínu mati einkum rakin til þingmanna sjálfra og ríkis- stjórnar hverju sinni. Sífelld af- brigði vegna síðbúins flutnings frumvarpa bera vott um metnaðar- og agaleysi. Það er líka virðingar- leysi við þingsköp og kannski ólög- legt að þingnefndir semji og flytji frumvörp sem þær eiga síðan að ræða ítarlega; það virðist vera skemmri skírn og málamynda- spjall. Málþóf er beinlínis ögrun við alla skynsemi og þátttakendum til minnkunar sem og furðulegar uppákomur um fundarstjórn for- seta; þar hefði margur betur þag- að. Oft taka þingmenn miklu meira upp í sig en efni standa til, jaska út orðum vegna minni háttar at- vika þannig að þau verða merking- arlaus. Hvað geta þeir sagt þegar raunveruleg ógn blasir við? Með- ferð nýlegra siðareglna bætti sann- arlega ekki úr skák þegar Klaust- urbræðrum tókst að sigla sínu fleyi í höfn, talsvert löskuðu (og vissu- lega vill enginn mynda með þeim ríkisstjórn), en einn þingmaður sætti ákúrum fyrir að segja upp- hátt það sem flestir hugsuðu, orða- valið þó klaufalegt. Þar voru þing- menn úti að aka í ýmsum skilningi. Hér er tæpt á nokkrum atriðum í bókinni en efni eru til í miklu fleiri hugleiðingar. Áhugamenn um pólitík ættu endilega að lesa þessa kilju og þingmenn skilyrðislaust. Hér eru prýðilegar ábendingar um hvernig megi auka veg og virðingu þingsins. Eru þingmenn úti að aka? Morgunblaðið/Hari Þingið Forsætisráðherra ávarpar alþingi. „Áhugamenn um pólitík ættu endilega að lesa þessa kilju og þingmenn skilyrðislaust. Hér eru prýðilegar ábendingar um hvernig megi auka veg og virðingu þingsins,“ segir rýnir. Um Alþingi. Hver kennir kennaranum? bbbmn Eftir Hauk Arnþórsson. Reykjavík, 2019. Kilja, 238 bls. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Morgunblaðið/Ernir Höfundurinn Haukur Arnþórsson. Spennusagan Keðjan stendurvel undir nafni sem slík, enenn einu sinni er ansi langtseilst í hryllingnum. Nóg er um misþyrmingu á börnum í raun- verulegum heimi og ástæðulaust að halda grimmdarverkum gagnvart þeim á lofti í skáldsögum. Fólk stendur frammi fyrir ýmsum vandamálum á lífsleiðinni, en þær ógnir, sem helsta sögupersónan Rachel, og aðrir í sömu sporum, stendur frammi fyrir eru áskoranir, sem enginn vill þurfa að takast á við. Að fá upplýsingar um að eigin barni hafi verið rænt er ekki leggjandi á nokkra manneskju. Almennt talað eru börnin auga- steinar allra foreldra og ekkert er þeim kærara en afkomendurnir. Þeir eru yfirleitt tilbúnir að vaða eld og brennistein til þess að verja börn- in og það er einmitt það sem Rachel stendur frammi fyrir. Sagan skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum snýst mál foreldra um að endurheimta fjársjóðinn mesta gegn hvaða gjaldi sem sett er upp. Í seinni hlutanum er skrímslið í aðal- hlutverki. Lesandinn er markvisst minntur á að ekki eru allir þar sem þeir eru séðir, þegar á reynir, og ekki er auðvelt að losna við mátt illskunnar eftir að hún hefur náð fót- festu. Bókin er vel skrifuð og sagan er spennandi sem fyrr segir. Ýmsum mikilvægum steinum er velt við og spurningar vakna um hvernig bregðast eigi við voðaverkum, eins og hér eru til umræðu. Þrátt fyrir að glæpir séu víða viðurstyggilegir verður því samt seint trúað að illska, eins og býr í sumum börnum sög- unnar, sé raunveruleg, þegar grannt er skoðað. Hvað þá að þau séu fær um að framkvæma ýmislegt sem ungar sögupersónur framkvæma án þess að blikna. Illskan verður ekki mikið verri Spennusaga Keðjan bbbnn Eftir Adrian McKinty. Þýðendur: Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassell. Björt 2019. Kilja, 378 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Adrian McCintey HÁDEGIS- TILBOÐ Mánudaga-föstudaga kl. 11.00-14.30 Borðapantanir í síma 562 3232 Verð frá 990 til 1.990 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.