Morgunblaðið - 31.12.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2019
Langmest lesna frétt ársins ámbl.is er ein af fréttunum um
ofsaveðrið sem gekk yfir landið
fyrr í þessum mánuði. Fleiri frétt-
ir af sama atburði voru einnig á
meðal þeirra
sem vöktu
mestan áhuga
landsmanna.
Engum þarf
svo sem að
koma þetta á
óvart. Áhugi
Íslendinga á veðri er mikill og
veðrið sem um ræðir sést sjaldan
– sem betur fer. En það er svo
sem ekki bara hér á landi sem
fólk hefur áhuga á mjög óvenju-
legu veðri. Veðrið fyllir forsíður
og fréttatíma víðast hvar þegar
það lætur virkilega til sín taka. Þá
víkur flest annað enda virkar þá
flest það sem maðurinn er að fást
við og framkvæma svo smátt í
samanburðinum.
Maðurinn á lítið í náttúruna.
Veðrið er þó almennt meira um-fjöllunarefni hér en víðast,
enda ekki algengt að skin og
skúrir skiptist jafn oft á og hér og
ekki heldur að veðrið hafi al-
mennt þau áhrif sem það hefur
hér.
Veðurofsinn á dögunum varð þólíka mjög til umræðu hér og
vakti aukinn áhuga vegna þess að
hann dró fram veikleika sem
landsmenn höfðu líklega ekki átt-
að sig á að væri að finna í inn-
viðum landsins.
Nú dyljast þessir veikleikarhins vegar engum og gríðar-
lega mikilvægt er að á nýju ári
verði strax hafist handa við að
leggja drög að því hvernig styrkja
megi innviðina. Næsta ofsaveður
má ekki valda þeim óþægindum
og því tjóni sem þetta gerði.
Maðurinn, veðrið
og veikleikarnir
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Stjórn Strætó bs. hefur samþykkt að
fara í nafnasamkeppni um nýtt
greiðslukerfi. Þetta kemur fram í
fundargerð stjórnarinnar frá því fyr-
ir jól, en þar kemur einnig fram að
fyrirmyndin sé þekkt kort eða kerfi
utan úr heimi, svo sem Oyster-kortið
í Lundúnum, Rejsekort í Kaup-
mannahöfn og Octopus-kortið í Hong
Kong.
Spurður um málið segir Jóhannes
Svavar Rúnarsson, framkvæmda-
stjóri Strætó: „Við höfum verið að
undirbúa í þó nokkuð langan tíma að
taka upp greiðslukerfi þar sem hægt
er að bera kort upp að skynjurum og
jafnvel greiða fyrir farið fyrir fram
o.s.frv. Svo verður jafnvel hægt að
nota símann þegar fram líða stundir.“
Útskýrir hann að munurinn á slíku
kerfi og þeim kortum sem nú eru til
sölu, svo sem skólakortum, sé að
staðfesting á greiðslunni sé rafræn í
stað þess að vagnstjóri þurfi að skoða
kortið. Spurður hvenær nýja kerfið
verði tekið í gagnið segir hann að inn-
leiðing hefjist á nýju ári, og muni að
vonum taka tíu til fjórtán mánuði. Þá
segir hann að ekki hafi verið ákveðið
hvenær nafnasamkeppnin hefjist, en
það verði tilkynnt síðar.
Strætó tekur upp ígildi Ostrukorts
Nafnasamkeppni um nýtt greiðslu-
kerfi Stjórinn skoðar ekki kortið
Morgunblaðið/Hari
Strætó Þessi skólabörn verða brátt
öll með eins kort í vasanum.
HOLMEGAARD
Kampavínsglös 32 cl
Verð 2.190,- stk.
+
ROSENDAHL
GRAND CRU
Kampavínsglös 24 cl
Verð 3.490,- 2 stk.
RITZENHOFF
NATALIA YABLUNOVSKA
Kampavínsglös 20 cl
Verð 2.550,- stk.
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
+
+
ROBERT WELCH DRIFT
Vínkælir 21cm
Verð 14.890,-
RITZENHOFF ASPERGO
Kampavínsglös 32 cl
Verð 4.900,- 6 stk.
Gleðilegt nýtt ár
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Íslenskir ríkisborgarar geta
ferðast til 180 landa án þess að
þurfa til þess fyrirframfengna
vegabréfsáritun. Situr íslenska
vegabréfið því í tíunda sæti á svo-
kallaðri vegabréfsvísitölu Henleys
fyrir árið 2019. Vísitalan, eða list-
inn, heldur utan um lönd sem
borgarar komast til með vegabréf-
um landa sinna án sérstakrar
vegabréfsáritunar, en sem stendur
sitja Asíuríkin Japan og Singapúr
saman í efsta sæti listans. Þeir
sem ráða yfir vegabréfi frá Japan
eða Singapúr komast til 190 landa,
tíu fleiri en Íslendingar, án þess að
þurfa sérstaka áritun.
Rússland sér á báti
Suður-Kórea, Þýskaland og
Finnland sitja saman í öðru sæti
listans, með 188 lönd undir sér, og
Danmörk, Ítalía og Lúxemborg
eru í þriðja sæti. Á meðal annarra
landa sem eru ofar en Ísland á
listanum eru Tékkland, Malta,
Slóvakía og Litháen.
Á vefsíðu vegabréfsvísitölunnar
er bæði tiltekið fyrir hvert vega-
bréf til hvaða landa borgarar kom-
ast án áritunar, og hverra ekki. 46
lönd eru utan seilingar fyrir Ís-
lendinga í þessum skilningi, en
meðal þeirra landa þar sem ís-
lenskir ríkisborgarar þurfa vega-
bréfsáritun fyrir komu sína eru
Asíuríkin Kína og Indland, Afr-
íkuríkin Alsír og Eþíópía, Kúba og
mörg ríki Miðausturlanda, svo sem
Óman, Jemen, Sádi-Arabía og Sýr-
land. Eina Evrópulandið á listan-
um er Rússland.
Íslensk vegabréf
í 10. sæti listans
180 lönd án sérstakrar áritunar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Passinn Íslensk vegabréf eru nokk-
uð ofarlega á vegabréfsvísitölunni.