Morgunblaðið - 31.12.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2019
ER BROTIÐ Á ÞÉR?
Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan
skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur.
Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst.
Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin
ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn.
HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT.
botarettur.is
Söfnum í neyðarmatar-
sjóð fyrir jólin til matarkaupa
hjá Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í matarsjóðinn
Guð blessi ykkur öll
Gleðilegt nýtt ár
kæru landsmenn
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
Útsalan
hefst 2. jan.
kl. 13
Þökkum
viðskiptin
á liðnu ári
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Nýjar íbúðir við Hörpu, nánar til-
tekið í Austurhöfn í Reykjavík,
komu í sölu fyrir jól. Alls eru 70
íbúðir í Austurhöfn.
Samkvæmt fasteignavef Morgun-
blaðsins hafa sjö íbúðir verið aug-
lýstar með ásettu verði.
Í fyrsta lagi fimm íbúðir á Reykja-
stræti. Þrjár eru 2ja herbergja og
kosta tæplega 70 milljónir króna.
Fermetraverðið er frá 870 þúsund
krónum til 905 þúsund króna. Íbúð-
irnar þrjár eru með forstofu, svefn-
herbergi, baðherbergi og stofu sem
jafnframt er eldhús og borðstofa.
Verðið vekur athygli en fá dæmi
eru um að tveggja herbergja íbúðir
kosti um 70 milljónir króna á Íslandi.
Á Reykjastræti er líka til sölu 110
fermetra íbúð sem kostar um 107
milljónir. Íbúðin er skráð 97,8 fm og
til viðbótar er 12,4 fm geymsla. Tvö
svefnherbergi eru í íbúðinni og er
annað þeirra með sér bað- og fata-
herbergi. Þá eru 10 fermetra svalir.
Þrjú salerni í íbúðinni
Loks er til sölu 145 fermetra íbúð
á Reykjastræti sem kostar 121 millj-
ón. Samkvæmt söluvef Austur-
hafnar eru þrjú svefnherbergi í
íbúðinni, eitt salerni og tvö baðher-
bergi. Þá er þvottaherbergi inn af
forstofu og bæði verönd og svalir.
Hönnunin vekur athygli en í gegn-
um tíðina hafa ekki verið teiknuð svo
mörg salerni í íbúðir af þessari
stærð á Íslandi. Má geta þess að á
Hafnartorgi eru líka jafnan fleiri en
eitt salerni í hverri íbúð.
Íbúðirnar í Austurhöfn eru mark-
aðssettar sem lúxusíbúðir.
Fasteignasali sem Morgunblaðið
ræddi við sagði meira lagt í íbúð-
irnar en hann hefði áður séð á Ís-
landi. Íburðurinn væri meiri.
Síðustu ár hefur Morgunblaðið
fjallað um uppbyggingu lúxusíbúða í
miðborginni. Lesandi blaðsins, sem
þekkir til markaðar með lúxusíbúðir
í Bandaríkjunum, taldi hugtakið of-
notað um íbúðir í miðborginni.
Teikningar og skilalýsing íbúða í
Austurhöfn bera hins vegar með sér
að þar séu til sölu lúxusíbúðir.
Stærsta íbúðin í Austurhöfn, íbúð
601, er horníbúð sem snýr út að sjó,
að fyrirhuguðu Marriott-hóteli og að
inngarði til austurs. Hún er rúmlega
350 fermetrar og afhendist fokheld.
Gæti kostað um 300 milljónir
Miðað við fermetraverð auglýstra
íbúða gæti sú íbúð kostað hátt í þrjú
hundruð milljónir króna fokheld.
Það kann að vera hátt í íslensku
samhengi en þætti ekki mikið verð
fyrir hliðstæða íbúð í stórborg. Til
dæmis er algengt að þakíbúðir við
Miðgarð í New York kosti milljarða
króna. Í janúar á árinu sem er að
líða seldist ein á 29 milljarða.
Teikning/T.ark Arkitektar/K2/Austurhöfn
Komnar í sölu Svona gæti borðstofa í einni íbúðinni í Austurhöfn litið út. Mikið er lagt í hönnun íbúðanna.
Fermetraverðið er allt
að 970 þúsund krónur
Lúxusíbúðir eru komnar í sölu í Austurhöfn við Hörpu
Dæmi um nýjar íbúðir við Hörpu
Íbúðir í Austurhöfn koma í sölu
Gata Nr. Íbúð nr. m2 Verð (m.kr.) Þús. kr./m2 Herb. Bílast.
Reykjastræti 7 316 75,7 68,5 905 2 nei
Reykjastræti 7 315 78,7 68,5 870 2 nei
Reykjastræti 7 415 80,0 69,5 869 2 nei
Reykjastræti 5 410 110,2 107,0 971 3 1
Reykjastræti 5 212 144,9 121,0 835 4 1
Bryggjugata 4 203 169,3 159,0 939 3 1
Geirsgata 17 209 143,0 129,0 902 3 1
Mynd: T.ark Arkitektar
Heimild: Fasteigna-
vefur Mbl.is.
Atvinna