Morgunblaðið - 31.12.2019, Page 16

Morgunblaðið - 31.12.2019, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2019 Kaupfélag Skagfirðinga óskar starfsfólki, félagsmönnum, viðskiptavinum svo og landsmönnum öllum velfarnaðar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Kaupfélag Skagfirðinga VARSJÁ – Árið 2004 skrifaði banda- ríski hagfræðing- urinn Jeremy Rifkin metsölubókina The European Dream, þar sem hann lýsti því yfir að tuttugasta og fyrsta öldin myndi tilheyra Evrópu – og myndi jafnvel reiða sig á hana. Að mati Rifkins yrði Evrópa sem bundin væri saman af hugmyndinni um „einingu í fjölbreytileika“ áhrifa- ríkasta svarið við hnattvæðingu. Evrópa átti að vera fulltrúi nýrr- ar „alheimsvitundar“ og „frelsis frá þrælahaldi efnishyggjunnar“, sem yrði „skipt út fyrir sam- kennd“. Við vitum öll hvernig fór um sjóferð þá. Efnishyggju- samfélagið Bandaríkin, sem Rif- kin bjóst við að Evrópa myndi taka fram úr, var betur í stakk búið til að mæta efnahagskrepp- unni. Brexit, kreppurnar í Grikk- landi og Katalóníu og innleiðing frjálslynds lýðræðis í Mið- og Austur-Evrópu hafa dregið fram galla einingar í fjölbreyti- leika. Og óvinveitt viðbrögð Evr- ópuþjóða við öldu farandfólks sem flýr stríð og hungur hafa sýnt að samkennd hefur ekki yfirbugað efnishyggju. Villan lá ekki hjá Evrópu, heldur hjá Rifkin. Hvorki þá né nú er það fyrir fram gefið að Evrópu muni vegna vel. Í raun er staðan sú, nú við lok ársins 2019, að Evrópusambandið virðist máttvana gagnvart mestu áskorunum sínum, sem eru að ljúka efnahagslegri og pólitískri samþættingu sambandsins, móta sameiginlega stefnu í varn- armálum og jafnvel að standa vörð um grunnstaðla réttarrík- isins. Pólska ríkisstjórnin er sem dæmi að bregðast við ákvörðun Dómstóls Evrópusambandsins varðandi brot gagnvart sjálfstæði dómstóla með því að setja lög sem gera það mögulegt að víkja dómurum í Póllandi úr starfi fyr- ir að gagnrýna brot gegn pólsku stjórnarskránni. Hvað getur Evr- ópusambandið gert þegar leiðtog- ar pólska stjórnarflokksins Lög og réttlæti (PiS) lýsa því yfir að það þurfi að „aga þessa stétt“? Greining Rifkins snýst aðeins að litlu leyti um Kína, sem er ekki að taka fram úr Bandaríkj- unum sem veldi á heimsvísu, heldur Evrópu. Kína er nú stærsti útflytjandi heims og sem umsvifamesti framleiðandi rafbíla gæti landið fljótlega náð Þýska- landi og orðið fremsti bílafram- leiðandi heims. Staða Bandaríkj- anna sem fremsta her-, fjármála- og nýsköpunarveldi heims er trygg um sinn. Bandaríkin hafa staðist atlögur Þýskalands og Japan í þeim geirum og munu líklega einnig standa af sér sam- keppni Kínverja. Það mun Evr- ópa hins vegar líklega ekki gera. Í raun á sér nú stað mikill við- snúningur hlutverka milli Evrópu og Kína miðað við nítjándu öld. Fyrir Kína var sá tími „öld nið- urlægingar“, þegar landið mátti þola ágang heimsveldanna Frakklands, Bretlands og Þýska- lands, svo og Rússlands og Bandaríkjanna. Þessi erlendu stórveldi settu á niðurlægjandi viðskiptasamninga, mergsugu Kína efnahagslega og beittu þar pólitísku valdi. Nú á dögum líkist Evrópusam- bandið æ meir Kína á nítjándu öld – stórveldi sem enn býr að ríkidæmi og aðrir geta ekki her- numið, en sem er nægilega veik- burða til að önnur veldi geti beitt þar áhrifum sínum. Kína hefur hins vegar tekið við fyrra hlut- verki Evrópu og eru kínversk fyrirtæki og fjárfestar sífellt að ná meira tangarhaldi í viðskipta- lífi Evrópu. Kínverskir fjárfestar eru að kaupa bestu verksmiðjur Evrópu (þar á meðal perlu þýsks vél- menna-iðnaðar, KUKA) og stærstu hafnirnar (þar á meðal Duisburg í Þýskalandi, stærstu höfn heims sem ekki liggur að sjó, og Píreus í Grikklandi). Þeir eru að skrifa undir ójafna við- skiptasamninga, leggja ESB und- ir sig smám saman og byrja á veikustu hlekkjunum, þ.e. Aust- ur- og Suður-Evrópu, einkum Ungverjalandi, Grikklandi og Portúgal. Það gerir illt verra að engin viðbrögð koma frá Brussel. Til staðar er óstöðug áætlun um að byggja upp framúrskarandi iðn- veldi í Evrópu, en vegna ótta um að brjóta gegn samkeppn- isreglum ESB mætir hún höml- um. ESB veit ekki sitt rjúkandi ráð, og á það einnig við um 5G- innviði sem kínversk fyrirtæki eru að byggja. Enn fremur er þögn evrópskra leiðtoga ærandi varðandi spurn- ingar um mannréttindi. Mótmælt er í Hong Kong og Bandaríkja- þing setur lög um mögulegar refsiaðgerðir gegn embætt- ismönnum í Kína og Hong Kong fyrir mannréttindabrot en á með- an belgir Evrópa sig út og „hvet- ur báða aðila til að forðast of- beldi“. Evrópa getur einungis fylgst með af hliðarlínunni, vegna þess að hún hefur ekkert til málanna að leggja. Samband Evrópu og Norður-Ameríku er að grotna niður og ekkert er að koma í stað þess. Jafnvel samvinna evrópskra leyniþjónusta er í molum; blaða- menn vissu hverjir myrtu fyrr- verandi yfirmann í skæruliða- hreyfingu Téténa í Tier- garten-almenningsgarðinum í Berlín í ágúst áður en þýskir stjórnmálamenn vissu það. Ef þessi stöðnun heldur áfram er eina spurningin hvort Evrópa verður fylgiríki Bandaríkjanna eða Kína. Og að lokum verður það ákveðið utan ESB. Ef ein- angrunarhyggja verður ofan á í Bandaríkjunum verður Evrópa að fylgiríki Kína. Og ef Bandaríkin halda harðlínustefnu gagnvart Kína verður Evrópa áfram háð Bandaríkjunum. Þar til nýlega hefði Evrópa getað vonast til að vera sam- starfsaðili Bandaríkjanna. En það virðist nú sífellt ólíklegra – ekki aðeins vegna áherslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á að beina sjónum inn á við, heldur einnig vegna mistaka ESB. Í ljósi uppgangs Kína er aðgerðaleysi Evrópu engu minna vandamál en ófyrirsjáanleiki Trumps. Eftir Sławomir Sierakowski »Nú á dögum líkist Evrópusambandið æ meir Kína á nítjándu öld – stórveldi sem enn býr að ríkidæmi og aðrir geta ekki hernumið, en sem er nægilega veik- burða til að önnur veldi geti beitt þar áhrifum sínum.Sławomir Sierakowski Höfundur er stofnandi Krytyka Poli- tyczna-hreyfingarinnar, fram- kvæmdastjóri Stofnunar þróaðra fræða í Varsjá og fræðimaður hjá Þýska ráðinu um erlend samskipti. Niðurlægingaröld Evrópu Niðurlag vantaði í grein Kjartans Eggertssonar með yfirskriftinni „Sveitarfélögin virði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna“ sem birtist í blaðinu í gær. Niðurlagið er svohljóðandi: „Hvort sveitarfélögin muni nokk- urn tíma taka á þessum málum veit enginn. Þetta óréttlæti hefur verið ljóst í áratugi. En við höfum Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna sem lög frá Alþingi frá árinu 2013 og það má höfða mál fyrir dómstólum á þeim grunni. Spurn- ing er hvort það sé svo í íslensku samfélagi að hið opinbera breyti aldrei neinu nema með hótunum um málsókn?“ LEIÐRÉTT Niðurlag greinar vantaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.