Morgunblaðið - 31.12.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 31.12.2019, Qupperneq 17
Mikilvægasti dagur ársins! Í dag er mikilvægasti dagur ársins í starfi björgunarsveita landsins því að nú seljum við flugelda sem fjármagna megnið af okkar starfi á komandi ári. Án flugeldasölunnar getum við ekki sinnt þeim verkefnum sem okkur eru falin, svo einfalt er það. Flugeldar eru um margt áhugaverðir. Vinsæl og skemmtileg vara sem er orðin mikilvæg hefð um allan heim og við höfum selt í yfir 50 ár. Stöðugt er unnið að því að gera flugeldana umhverfisvænni m.a. með því að taka úr þeim óæskileg efni en í logni getur skapast af þeim svifryk, sérstaklega á meðan mesta skothríðin gengur yfir. Við hvetjum fólk til þess að fagna áramótum með því að kaupa flugelda. Við skorum á alla landsmenn að versla við björgunarsveitirnar því þannig tryggir þú áfram öflugt starf þeirra og um leið eigið öryggi. Gleðilegt nýtt ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.