Morgunblaðið - 31.12.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 31.12.2019, Síða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2019 Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. ww.mbl.is/andlát Minningargreinar Hægt er að lesa minningargreinar, skrifa minningargrein ogæviágrip. Þjónustuskrá Listi yfir aðila og fyrirtæki sem aðstoða þegar andlár ber að höndum. Gagnlegar upplýsingar Upplýsingar og gátlisti fyrir aðstandendum við fráfall ástvina Minningarvefur á mbl.is Sæll nafni minn, sagði alþingismað- urinn við unglings- pilt sem vann við að sendast fyrir eða tefla við þingmenn. Kveðj- an var í senn hlý og glettin, eins og þessi maður átti eftir að reynast mér í áratugi. Talaði við mig eins og fullorðna mann- eskju og mátti lítið vera að því að tefla nema í gustukaskyni við mig, enda starfsamur með afbrigðum. Man eftir samræð- um starfsfólks um þá óvenju- legu samviskusemi, dugnað og málafylgju sem einkenndu störf hans fyrir þing og þjóð. Starfsemi Helga Seljan kynntist ég enn betur seinna sem forseti borgarstjórnar. Þangað leitaði hann nánast í hverri viku með erindi fyrir fólk sem þurfti hjálparhönd í lífsbaráttunni. Handskrifuð er- indi hans skipta eflaust hundr- Helgi Seljan ✝ Helgi Seljanfæddist 15. jan- úar 1934. Hann lést 10. desember 2019. Útför hans fór fram 20. desember 2019. uðum. Ótrúlegur fjöldi fólks fann stuðning og leið- sögn hjá honum þegar þess þurfti mest við. Því Helgi lét sér ekki nægja að tala um velferð heldur vann að henni í daglegu lífi fólks af ótrúlegri elju óslitið alla ævi. Helgi var því mikill happafengur fyrir hags- munabaráttu okkar öryrkja þegar hann varð framkvæmda- stjóri ÖBÍ. Hin mikla stjórn- málareynsla og eðlislæg sam- kennd með fólki naut sín þar vel, róttækur og raunsær í senn. Í þeirri erfiðu og átaka- sömu baráttu var gott að hafa lífsgleði hans með í för og lagni við að miðla málum, skilja ólík sjónarmið og leita lausna. Lífs- gleðin var oft í bundnu máli hjá Helga og ekki leiddist okkur að kvæðin nýttust í hagsmunabar- áttunni til að brýna fólk til dáða. Fjölskyldunni sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Vertu sæll nafni minn. Helgi Hjörvar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, Ingibjörg G. Gunnlaugsdóttir ✝ Ingibjörg Guð-rún Gunn- laugsdóttir fæddist 6. september 1923. Hún lést 7. desem- ber 2019. Úför hennar fór fram 18. desember 2019. margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Blessuð sé minning þín, kæra Inga frænka. Við vottum syni hennar Har- aldi og öðrum ástvinum innileg- ustu samúð. Gunnhildur, Bryndís og Harpa María Gunnlaugsdætur. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt SANDBLÁSTUR www.blastur.is Sími 555 6005 Helluhrauni 6, 220 Hf. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, afa og langafa, JÓNS BRAGA GUNNARSSONAR. Unnur Þórðardóttir Kristín Bragadóttir Bjarni Jónsson Gunnar Bragason Helga Sigurðardóttir Þórir Bragason Sigríður Jónsdóttir Guðjón Bragason Guðný Ásta Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og vinur, ÓLAFUR RAGNARSSON sjómaður og skipstjóri, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum 19. desember. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 11. janúar klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda og vina, Ragnhildur Halldóra Ólafsdóttir Rósa Ólafsdóttir Okkar ástkæri, BENEDIKT GEIR EGGERTSSON húsasmíðameistari og fyrrverandi sauðfjárbóndi í Ísafjarðardjúpi, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 14. desember. Útförin fer fram frá Kotstrandarkirkju föstudaginn 3. janúar klukkan 13:30. Anna María Jónsdóttir Benedikt S. Benediktsson Guðrún Einarsdóttir Jón Arnar Benediktsson Þórdís Viborg Unnur Benediktsdóttir Páll Heiðar Jónsson og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn, SVERRIR GUNNARSSON frá Hrosshaga, lést 23. desember á heimili sínu Bröttuhlíð 15 í Hveragerði. Útförin fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 4. janúar klukkan 14. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Ólöf Fríða Gísladóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA Þ. GÍSLADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Grund laugar- daginn 28. desember. Útförin fer fram frá Neskirkju 8. janúar klukkan 13. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grundar fyrir hlýhug og góða umönnun. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Ólafur Davíðsson Helga Einarsdóttir Sigrún Davíðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, PÁLL KRISTINN PÁLSSON, Hólmasundi 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugar- daginn 28. desember. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 10. janúar klukkan 15. Páll Kristinn Pálsson Elsa María Ólafsdóttir Tryggvi Þór Pálsson Ólafur Sölvi Pálsson Margrét Kristín Pálsdóttir og fjölskyldur þeirra Faðir okkar, afi og langafi, JÓHANNES RAGNARSSON bóndi frá Jörfa í Víðidal, verður jarðsunginn frá Vìðidalstungukirkju föstudaginn 3. janúar klukkan 14. Aðstandendur Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ val- inn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.