Morgunblaðið - 31.12.2019, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 31.12.2019, Qupperneq 40
Hátíðarhljómar við áramót nefnast tónleikar sem haldnir verða í dag kl. 16 í Hallgrímskirkju. Þá verður leik- in hátíðartónlist fyrir tvö trompet og orgel. Flytjendur eru trompet- leikararnir Baldvin Oddsson og Jó- hann Nardeau og Björn Steinar Sól- bergsson orgelleikari. Á efnis- skránni verða hátíðarverk frá barokktímanum, m.a. eftir J.S. Bach, Vivaldi og fleiri. Er þetta í 27. sinn sem Listvinafélag Hallgríms- kirkju býður upp á tónleika með þessari yfirskrift. Hátíðartónlist fyrir tvö trompet og orgel hann. Bandið hefur spilað á helstu prog-hátíðum og var til dæmis á há- tíðinni „Cruise to the Edge“ í Kar- íbahafinu í febrúar sem leið. Tón- leikaferðin á skipinu Brilliance of the Seas stóð yfir í fimm daga og fór fram í sjötta sinn. Yfir 2.000 manns voru í ferðinni til að hlusta á goðin og vakti Eiki sérstaka athygli þegar skipið kom til Cozumel-eyju og var þar við hliðina á öðru skipi. Farþegar á því skipi þyrptust að borðstokknum til að sjá og heyra í Magic Pie og Eiki benti þeim á að þeir væru á röngu skipi, en hélt síðan áfram eins og ekk- ert hefði í skorist og skemmti farþeg- um á tveimur skipum í einu. „Þarna voru til dæmis Yes, Steve Hackett úr Genesis og fleiri úr gamla geiranum,“ upplýsir hann ábúðarmikill og minnir á að hann hafi sungið með bandinu á þremur plötum, en sú nýjasta kom út síðsumars. Bítlasýningin „It Was 50 Years Ago Today“ með Eika sem söngvara hefur verið í gangi í Noregi síðan 2013 og hefur tónlist Bítlanna mark- visst verið tekin fyrir. Nú eru lögin á plötunum „Abbey Road“ og „Let It Be“ á dagskrá. „Þetta er veigamikið verkefni,“ segir Eiki, sem hefur nóg fyrir stafni í tónlistinni. Auk fyrrnefndra eru Óttar Felix Hauksson, Jón Ólafsson og Ásgeir Óskarsson í Gullkistunni. Skemmt- unin hefst klukkan 23 og henni lýkur um klukkan tvö eftir miðnætti. „Ég fæ að syngja meira en „Gull“ og „Gaggó Vest“,“ segir Eiki. „Ég kann þessi lög og gaman verður að glíma við nokkur önnur. Ég skemmti mér með tónlistinni og er í góðu stuði.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Rokkarinn Eiríkur Hauksson, Eiki Hauks, verður sérstakur heiðurs- gestur á Þrettándagleði Kringlu- kráarinnar næstkomandi laug- ardagskvöld, 4. janúar, og syngur með hljómsveitinni Gullkistunni, sem leikur fyrir dansi sem fyrr. Söngvarinn hárprúði hefur búið í Noregi í yfir 30 ár og var síðast á ferðinni á Íslandi fyrir jólin í fyrra, fór meðal annars um Austfirði með öðru tónlistarfólki og hélt uppi fjör- inu á hverjum staðnum á eftir öðrum. Þegar hann söng á Þrettándagleðinni fyrir tveimur árum var lagið Gaggó Vest eftir Gunnar Þórðarson við texta Ólafs Hauks Símonarsonar á dagskrá. Það var í fyrsta sinn sem Gunni og Eiki tóku lagið saman á sviði, en sá síðarnefndi gerði það ódauðlegt þegar það kom út á plötu 1985. „Þetta er skemmtun upp á gamla móðinn, eins og sveitaböllin voru í gamla daga, mikið stuð sem minnir líka á nýársfagnaðinn á Sögu á árum áður,“ segir Eiki. „Það sem hefur breyst frá því fyrir tveimur ár- um er að Maggi Kjartans, ein af fyrirmyndum mínum í gamla daga, hefur bæst í hópinn og ég hef eigin- lega ekkert spilað með honum. Þetta verður mjög gaman.“ Undanfarin fjögur ár hefur Eiki verið í fullri stöðu í sérskóla fyrir nemendur sem eiga við ámóta vanda- mál að stríða og þeir sem eru á barna- og unglingageðdeild Land- spítalans, BUGL. „Þetta er drauma- staða, ég er með einn nemanda í einu og kennslan felst í uppeldi frekar en að kenna margföldunartöfluna,“ segir hann. Sló í gegn í Karíbahafinu Eiki réð sig við skólann með því skilyrði að hann gæti farið í launa- laust frí þegar á þyrfti að halda vegna tónlistarinnar. „Skólastjórinn tók því vel og sagði að ef Paul McCartney hringdi mætti ég fara á mínútunni, en dekurbarnið mitt er prog-rokk- bandið Magic Pie, sem hefur skapað sér heilmikið nafn erlendis,“ segir Eiríkur Hauksson er í góðum hópi  Heiðursgestur á Þrettándagleði Kringlukráarinnar Morgunblaðið/Eggert Gleði Eiríkur Hauksson syngur gamla og góða smelli á laugardag. Morgunblaðið kemur næst út fimmtudaginn 2. janúar. Að venju verður öflug fréttaþjón- usta á fréttavef Morgunblaðs- ins, mbl.is, yfir áramótin. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskriftar- deildar er opið í dag, gamlárs- dag, frá kl. 8-12. Lokað er á nýársdag. Þjón- ustuverið verður opnað aftur fimmtudaginn 2. janúar kl. 7. Auglýsingadeildin er lokuð. Netfang þjónustuvers er askrift@mbl.is. Hægt er að bóka dánartilkynningar á mbl.is. Fréttaþjónusta mbl.is um áramót ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 365. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. ÍÞRÓTTIR MENNING Elísabet Gunnarsdóttir er að hefja tólfta tímabil sitt sem þjálfari sænska knattspyrnuliðsins Kristi- anstad, en enginn íslenskur knatt- spyrnuþjálfari hefur stýrt sama lið- inu erlendis jafnlengi og hún. Elísabet hefur alltaf verið með ís- lenskan leikmann eða leikmenn í liði sínu og Sif Atla- dóttir er að hefja tí- unda tímabil sitt undir stjórn hennar með Kristianstad. Alls hafa tíu ís- lenskar knatt- spyrnukonur spilað með liðinu á þess- um tíma. »34 Tólfta árið fram undan hjá Elísabetu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.