Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 7

Morgunblaðið - 11.12.2019, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019 7FRÉTTIR Fjarskiptafélagið Sýn kynnti á dög- unum þá nýjung í sjónvarpsþjón- ustu sinni að nú geta viðskiptavinir keypt bíómyndir í gegnum mynd- lykilinn heima í stofu. Áður var ein- göngu hægt að leigja myndir. „Þetta er framlenging af Leig- unni, þar sem þú getur horft á myndina í tvo sólarhringa. Með því að kaupa myndina vistast hún óend- anlega lengi á myndlyklinum,“ seg- ir Þóra Björg Clausen, rekstr- arstjóri nýmiðla hjá Sýn, í samtali við ViðskiptaMoggann. Magnús Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri sölu hjá Símanum, segir að Síminn hyggist hleypa samskonar þjónustu af stokkunum í janúar. Þóra segir að eftir að mynd er keypt sé hægt að horfa á hana hve- nær sem er en einungis sé greitt eitt gjald í upphafi. Aðspurð segir hún að kaupverð hverrar myndar verði mismunandi. „Þetta fer eftir því hvaða verð við fáum frá okkar birgjum, en verðflokkarnir eru frá 990 kr. upp í 2.990 kr.“ Einn sjötti hluti í boði Í dag eru að sögn Þóru um 500 kvikmyndir Leigunnar aðgengileg- ar til kaups einnig. „Við erum að semja við fleiri birgja. Við vildum fara rólega af stað, meðan við vær- um að hanna virknina, en við eigum von á að titlum fjölgi mjög ört.“ Hægt verður einnig að horfa á keyptar myndir í Stöð 2 appinu, og á netinu, er fram líða stundir, að sögn Þóru. Hún segir að erlendis hafi sam- bærileg þjónusta verið í boði í nokk- ur ár og þetta hafi lengi verið á verkefnalista Sýnar. „Fyrr á þessu ári kom tilkynning frá Elko um að fyrirtækið væri hætt að selja DVD- diska. Þessi þjónusta okkar er þá svarið við því. Ég held að þetta muni koma sér sérstaklega vel fyrir barnafólk, því ákveðnar barna- myndir eru mjög vinsælar, og börn- in vilja horfa á þær aftur og aftur.“ Einungis er í boði að kaupa kvik- myndir eins og er en ekki sjón- varpsþætti. Hún segir að viðtökur hafi verið mjög góðar og engin vandamál hafi komið upp. En hvað verður um myndirnar ef viðskiptavinur hættir í viðskiptum við fyrirtækið? „Þá muntu samt geta nálgast þær í gegnum appið. Myndin fylgir þér, og streymið verður alltaf til stað- ar.“ Línulegt áhorf ekki á útleið Þóra Björg segir aðspurð að við- skiptavinir kjósi mismunandi leiðir til að horfa á sjónvarpsefnið sem í boði er hjá Sýn. „Ákveðinn mark- hópur vill bara horfa á línulega dag- skrá, en aðrir vilja geta nálgast efn- ið eftir sínum þörfum, og sá hópur er að stækka, mest á kostnað línu- legs áhorfs. „Við sjáum líka mikla notkun í Stöð 2 appinu og vefvið- mótinu okkar.“ Hún segir mikla samkeppni ríkja á markaðnum, enda noti margir Netflix, Amazon Prime eða aðrar streymisveitur. „Okkar stefna fram á við er að styrkja okkar innlenda vöruframboð. Við erum með mjög sterka innlenda dagskrárgerð. Leikið íslenskt efni er leiðin fram á við og talsett barnaefni.“ Spurð að því hvort línuleg dag- skrá verði aflögð með tímanum, segir Þóra að forsvarsmenn Sýnar séu engan veginn á því að línulegt sjónvarp sé búið að vera. Stór og dyggur hópur viðskiptavina velji þá leið, og línulegt og ólínulegt áhorf styðji vel við hvert annað hjá Sýn. VOD-leigur bjóða kaup á bíómyndum Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Vinsælt er að leigja kvik- myndir og sjónvarpsþætti á VOD-leigum Sýnar og Símans, en nú hafa kaup einnig verið gerð möguleg. AFP Teiknimyndin Frozen 2, sem fjallar um systurnar Elsu og Önnu, nýtur nú mikilla vinsælda í kvikmyndahúsum lands- ins. Verður myndin vafalaust ein þeirra kvikmynda sem margir vilja kaupa og eiga um alla framtíð. Þóra Björg Clausen Magnús Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.