Morgunblaðið - 11.12.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.12.2019, Blaðsíða 8
stýrihópi um mótun nýsköpunarstefnu Íslands, sömu hugsun um mikilvægi tengslanetsins á kjarn- yrtan hátt, en hann starfaði einnig sem yfirmaður vöruþróunar hjá Google Assistant. „Það er munur á því að fá pening með þekkingu sem vísisjóðir hafa eða það að fá bara pening. Ég þekki það af eigin reynslu þegar ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki í Bandaríkjunum í Kísildalnum. Þar var ég með öfluga fjárfesta sem gátu í raun fengið fund með hvaða fyrirtæki í heiminum sem var með einu símtali. Þetta skiptir rosalega miklu máli,“ seg- ir Guðmundur. Eftir að alþjóðlega fjármálakreppan árið 2008 skall af fullum þunga á Ísland hafa einkum tveir geirar sótt í sig veðrið. Annars vegar ferðaþjón- ustan og hins vegar hátækni- og hugvitsgeirinn. Slíkum hugvitsfyrirtækjum hefur fjölgað um 20% frá hruni og er hlutdeild þeirra af landsframleiðslu orðin um 7%; sem er á pari við sjávarútvegsgeirann. Líkt og Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs og starfsmaður í stýrihópi stjórnvalda um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland, benti á í nýlegri grein í Morgunblaðinu, er íslenska hagkerfið ein- hæft auðlindahagkerfi og hefur uppgangur ferða- þjónustunnar á síðustu árum flutt það enn frekar í þá átt. Í eðli sínu hefur hugvitsgeirinn það umfram þá geira sem hafa í gegnum tíðina drifið áfram hag- vöxt á Íslandi að hann er ekki háður tæmanlegum náttúruauðlindum. Hugvitsgeirinn virkar í raun sem sveiflujafnandi kraftur á hagkerfi þar sem hann þrífst vel. Og það stendur til að styrkja hann hér á landi. En þegar rætt er við fólk úr frumkvöðla- samfélaginu kemur í ljós að hér á landi sé margt gott gert til þess að koma fyrirtækjum á laggirnar. Undir það tekur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra, en þegar fyrirtæki þurfa að taka næsta skref, og vaxa frá upphaflegum stofnendahópi upp í 20 til 30 starfsmenn hafa þau mætt flöskuhálsi. Það er meðal annars þetta vandamál sem Kríu frumkvöðla- sjóði er ætlað að leysa, sem ráðherra kynnti í lok síðasta mánaðar sem hluta af aðgerðum fyrir nýja nýsköpunarstefnu Íslands. Ísrael er augljóst dæmi Kríu er ætlað að festa í sessi og efla fjár- mögnunarumhverfi frumkvöðla- og nýsköpunar- fyrirtækja en fjárfestingar frá svokölluðum vísi- Þær raddir hafa orðið sífellt háværari undanfarin ár að hérlendis sé skortur á fjármagni sem aftrar því að fyrirtæki sprottin upp úr tækni- og hug- verkaiðnaðinum komist á flug. Þrjár megináskor- anir sem nýsköpunarfyrirtæki á vaxtarstigi standa frammi fyrir voru nefndar í skýrslu starfshóps um stöðu og rekstur Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins frá árinu 2018. Skortur á tengslaneti til þess að ná árangri við að laða að vísifjármögnun og öðlast sér- fræðiþekkingu erlendis frá. Erfiðleikar við að að- laga vörur að stærri mörkuðum og markaðssetja og dreifa utan heimalandsins, og síðast en ekki síst sú staðreynd að sprotafyrirtæki vanti fjármagn á seinni stigum þegar kemur að auknum vexti þeirra. Eitt besta nýsköpunarumhverfi í heimi Í skýrslu sem unnin var fyrir fjármálaráðuneytið árið 2016 er farið ítarlega yfir það hvernig önnur lönd hafa náð árangri á þessu sviði. Besta dæmið er Ísrael sem hefur með Yozma-kerfi sínu (sem þýðir frumkvæði á hebresku) og komið var á laggirnar á 10. áratug síðustu aldar, tekist að gera landið að öfl- ugustu útungunarstöð nýsköpunarfyrirtækja í heiminum. Í skýrslunni kemur fram að Ísrael sé með hæsta hlutfall af nýsköpunar- og sprotafyrir- tækjum í heiminum miðað við höfðatölu. Þá átti landið einnig á þeim tíma sex fleiri fyrirtæki sem skráð voru á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum en öll Evrópa samanlagt og næstflest í heiminum á eftir Bandaríkjunum. Á árunum 1992 til 1997 var 10 Yozma-sjóðum komið á laggirnar og fjárfesti ísraelska ríkið fyrir 100 milljónir bandaríkjadala í þeim. En til þess að uppfylla kröfur ríkisins varð hver vísisjóður að hafa fulltrúa frá þremur sviðum. Frá ísraelskum vísi- fjárfestum í þjálfun (þar sem markmiðið var að miðla þekkingu reyndari erlendra fjárfesta til hinna ísraelsku), erlendum vísisjóði og ísraelsku fjárfestingarfélagi eða banka. Hvatinn var á þá leið að ef ísraelsku samstarfsaðilarnir gátu útvegað sem dæmi 16 milljónir bandaríkjadala myndi ríkið leggja fram 8 milljónir dala sem mótframlag. Fyrir hina erlendu vísisjóði var mikið aðdráttarafl fólgið í mögulegri afkomu sjóðanna. Ísraelska ríkið tók 40% eignarhlut í sjóðnum en bauð hluthöfum jafn- framt að kaupa hluti þess á hagstæðum kjörum ásamt árlegum vöxtum í fimm ár að því gefnu að sjóðurinn skilaði hagnaði. Voru þetta talin mjög góð kjör fyrir fjárfesta en í skýrslunni segir að margir hafi talið að lykillinn að árangri verkefnisins hafi verið sá kostur Yozma að í því voru innbyggðir valkostir þess að komast auðveldlega inn og út úr fjárfestingum. Markmið stjórnvalda var raunar ekki að hámarka peningalega ávöxtun sína heldur að láta vísissjóðakerfi landsins vaxa líkt og snjó- bolta á leið niður brekku og fá um leið dýrmæta þekkingu og öflugt tengslanet inn í landið. Peningar með þekkingu Í samtali við ViðskiptaMoggann orðar Guð- mundur Hafsteinsson, sem gegndi formennsku í sjóðum (e. venture capital) eru mikilvægasta fjármögnunarleið slíkra félaga. Slíkum sérhæfðum fjárfestingasjóðum stýra fjárfestar með reynslu og þekkingu af sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. En í samanburði við önnur lönd er umhverfi þessara fjárfesta á Íslandi einsleitt og fáir hafa tekið þátt og á síðustu árum hafa einungis lífeyrissjóðir, bankar og einstaklingar tekið þátt í fjármögnun sjóða af þessu tagi. Kría hefur þann tilgang að styðja við vísifjárfestingar og stórauka fjármagn í umferð fyr- ir nýsköpunarfyrirtæki en í fjármálaáætlun ríkis- sjóðs er gert ráð fyrir samtals 2,5 milljörðum króna á næstu þremur árum til þess að fjármagna sjóðinn. „Í þessari vinnu litum við til fyrirmynda af sam- bærilegum sjóðum erlendis þar sem hlutirnir hafa gengið vel. Ísrael er augljóst dæmi þar um en við litum einnig til annarra landa. Útfærslan á sjóðnum er eftir en markmiðið er alveg skýrt. Einka- fjárfestar sem eru ekki áhættufælnir taka að sér að auka úthald nýsköpunarfyrirtækja sem eru komin af stað en eru ekki orðin nógu stór og sterk til þess að eiga kost á hefðbundinni fjármögnun. Hug- myndin er að að uppfylltum ákveðnum skilyrðum elti fjármunir úr þessum sjóði slíkar fjárfestingar. Ríkið er ekki að fara að fjárfesta í einstaka fyr- irtækjum beint heldur í sjóðum sem síðan fjárfesta áfram. Og ríkið er ekki að fara að ákveða í hverju er fjárfest heldur er það einkafjármagnið sem sér um það,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali vi skiptaMoggann. Yozma-sjóðirnir 10 s anlagt 200 milljónum bandríkjadala m isins og voru keyptir út og einkavædd ára. Árið 2009 stýrðu þeir yfir 3 milljö ríkjadala í eignasöfnum sínum og stud uð ísraelskra fyrirtækja. Í dag eru á fi starfandi vísisjóðir í Ísarel og hafa mö Íslandi horft til verkefnisins sem mögu til þess að koma fjármagni og erlendu í gang á sínum heimasvæðum en Yozm er talið meginástæða þess að Ísrael tó inn í vísifjárfestingarumhverfið í Band Flýta ferlinu „Markmiðið er að reyna að flýta því verðum með öflugt sjóðakerfi hér. Fra hefur það verið fremur tilviljanakennt einhver sjóður og svo klárast hann og kemur gat. Okkur vantar þroskaðra u erum í raun að fara í þessar aðgerðir t því að flýta fyrir því ferli af því að það lega mikilvægt fyrir þetta umhverfi og fyrirtæki. Við vitum að frekari verðmæ mun að verulegu leyti byggjast á hugv vaxtamöguleikarnir fyrir utan það að vitað líka verkefni sem munu finna lau konar samfélaglegum áskorunum sem frammi fyrir til framtíðar. Þetta eru n en af öllum þeim verkefnum sem við h þessum málaflokki þá forgangsröðum og þess vegna erum við að koma þessu Við viljum að sjálfsögðu fá frekari fjár hingað til lands. Og það er líka eitt leið sköpunarstefnunni sem segir eitthvað við horfum út í heim þá eru meiri líkur urinn horfi til okkar. Þetta gengur í bá Markmiðið með að fá erlent fjármagn fyrirtæki hér snýst svo ekki bara um f heldur ekki síður um þekkinguna, rey tengslanetið sem þessir aðilar hafa sem vantar hér. Það þarf ekki nema örfáa í sem hafa gert mjög góða hluti til að gj hverfinu hérna. Ef við næðum fleirum Fjármagn- inu fylgir þekking Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Við mótun nýrrar nýsköpunarstefnu var meðal annars litið til ísraelska módelsins Yozma sem hefur gert landið að einni öflugustu útungunarstöð í heiminum með uppbyggingu vísisjóðakerfis (e. venture capital) landsins. Markmið íslenskra stjórnvalda er að fá samfellu í sjóðaumhverfið hér á landi og að auka þátttöku erlendra vísisjóða sem koma ekki aðeins með fjármagn hingað til lands heldur dýrmæta þekkingu og öflugt tengslanet. Stofnun frumkvöðlasjóðsins Kríu er lykilaðgerð í framkvæmd stefnunnar. ” Ríkið er ekki að fara að fjár- festa í einstaka fyrirtækjum beint heldur í sjóðum sem síðan fjárfesta áfram. Og ríkið er ekki að fara að ákveða í hverju er fjárfest heldur er það einkafjár- magnið sem sér um það. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Guðmundur Hafsteinsson 8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019FRÉTTASKÝRING Hátæknibúnaður frá Össuri hf., sem er eitt af öflugustu nýsköpunarfyrirtækjum landsins og var stofnað árið 1971.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.