Morgunblaðið - 11.12.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.12.2019, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019 13SJÓNARHÓLL BÓKIN Það er alltaf gaman að lesa um langa og krefjandi leið stórlaxa á toppinn og enn betra ef hægt er að læra eitthvað af sögunni. Nýtt verk var að bætast við þennan flokk við- skiptabóka og í þetta skiptið er það sjálfur Marc Benioff sem leyfir lesendum að skyggnast á bak við tjöldin hjá Salesforce. Bókin heitir Trail- blazer: The Power of Business as the Greatest Platform for Change. Benioff skrif- aði ekki bókina einn og er Monica Langley meðhöfundur verksins. Hún er einn af æðstu stjórnendum Sales- force og starfaði áður í nærri þrjá áratugi hjá Wall Street Journal. Salesforce er áhugavert fyrir- tæki fyrir margra hluta sakir og er í dag metið á um 140 milljarða dala. Eins og það sé ekki nógu mikið afrek út af fyrir sig að byggja svona verðmætan rekstur upp frá grunni, á aðeins tveimur áratugum, þá hefur Benioff einnig gert alls kyns áhugaverðar til- raunir í daglegri starfsemi fyrir- tækisins og þorað að fara ótroðnar slóðir. Meðal þess sem hann hefur verið óragur við að gera er að snúa verkferlum á haus og leyfa starfsfólki sínu að hugsa langt út fyrir rammann. Þá er Salesforce löngu orðið þekkt fyr- ir að vera manneskju- vænn vinnustaður og má þar t.d. nefna „1- 1-1“-regluna sem felur í sér að fyrirtækið gefur 1% af vörum sínum, eigin fé og tíma starfsmanna til góðgerðarmála ár hvert. Vilji starfsfólkið leggja góðu málefni lið getur það fengið launað frí frá störfum á meðan. En Benioff gerir meira en að hreykja sér af eigin snilli í bókinni og deilir líka mistökum sínum með lesendum. Salesforce glímir við ýmis vandamál, rétt eins og öll önnur fyrirtæki, og oftar en einu sinni hefur Benioff misreiknað sig. ai@mbl.is Marc Benioff leysir ögn frá skjóðunni Ýmsar ástæður kunna að ráða því hvaða félagaformverður fyrir valinu þegar tekin er ákvörðun umstofnun félags í tengslum við atvinnurekstur. Ástæðurnar geta tengst fjölda stofnenda, því hvað aðilar eru reiðubúnir að leggja nýju félagi til mikið fé í upphafi, sveigjanleika hvers rekstrarforms eða tengst kröfum fjármögnunaraðila. Mikilvægt er að ráðast í tiltekna undirbúningsvinnu til að valið sé rekstrarform við hæfi, sem meðal annars tekur mið af umfangi rekstrar, þar sem ábyrgð og skattlagning geta verið breytileg eftir rekstrarformi. Meðal þeirra valmöguleika sem aðilum standa til boða eru einkahlutafélög, og eru þau líkast til algengasta rekstrarformið hér á landi. Einkahlutafélög eru einfald- ari útgáfa hlutafélagaformsins en í grunninn gilda um þessi tvö félagaform sambærilegar reglur. Reglurnar um einkahlutafélög eru þó að mörgu leyti einfaldari en þær sem gilda um hlutafélög. Stofn- hlutafé einkahlutafélaga er til að mynda lægra en hlutafélaga, og þá hafa ákvæði laga um einkahluta- félög ekki að geyma kröfur um lág- marksfjölda hluthafa, líkt og lög um hlutafélög. Einfaldari reglur og umgjörð um einkahlutafélög kunna að vera heillandi, en í tveim- ur tilvikum geta þessar einfaldari reglur takmarkað svigrúm aðila til að sækja fjármagn eða tryggja að- komu fleiri fjárfesta að rekstri og uppbyggingu einkahlutafélags. Fyrra atriðið snýr að sveigjan- leikanum til að sækja fjármagn vegna rekstrar félags, til viðbótar við hefðbundna lánsfjármögnun. Lög um hlutafélög gera ráð fyrir þeim möguleika hlutafélags að afla viðbótarfjár með útgáfu áskriftarréttinda (e. warrants), auk þess sem lögin heimila hlutafélögum að gefa út skuldabréf með breytirétti, þ.e. töku skuldabréfaláns, er veita rétt til þess að breyta kröfu á hendur félaginu í hlut í því. Áskriftarréttindi eru annars eðlis en skuldabréfalán með breytirétti, þar sem áskriftarrétturinn í fyrrnefnda til- vikinu getur staðið einn og sér. Ekki er gert ráð fyrir sambærilegum möguleika um útgáfu áskriftarréttinda í lögum um einkahlutafélög. Í framkvæmd virðist þó þekkjast að boðin séu áskriftarréttindi í einkahluta- félögum, og stuðst sé við ákvæði laga um hlutafélög í slík- um tilvikum. Í athugasemdum með frumvarpi til laga um einkahlutafélög var hins vegar með beinum hætti tekið fram að í lögunum væri ekki gert ráð fyrir ákvæðum um áskriftarréttindi eins og í lögum um hlutafélög. Ekki hafa verið gerðar breytingar á þessari tilhögun mála á þeim tæpa aldarfjórðungi sem liðinn er síðan lög um einkahlutafélög tóku gildi. Vafi kann því að vera fyrir hendi ef upp kemur ágreiningur um efndir skuldbindinga á grundvelli meintra áskriftarréttinda. Seinna atriðið sem nefnt verður stuttlega snýr einnig að hlutafé félags, en með öðrum hætti þó. Ólíkt því sem gildir um hlutafélög er ekki skylt að gefa út hlutabréf í einkahlutafélögum, og er eignarhald hluthafa í einka- hlutafélagi yfirleitt staðfest með útgáfu hlutaskrár sem undirrituð er af stjórn viðkomandi félags. Þessi einfald- ari regla getur leitt til þess að erfitt getur verið að bjóða hlutafé einkahlutafélags til tryggingar skuldbindingum við lánveitendur þannig að réttar- vernd slíkrar veðsetningar sé tryggð samkvæmt lögum um samningsveð. Rétt eins og í til- viki áskriftarréttinda þekkist þó að hlutir í einkahlutafélagi séu veðsettir, enda er oft um að ræða verðmæti sem lánveitendur vilja eiga tilkall til verði vanefndir á skuldbindingum, jafnvel þótt til- tekinnar óvissu kunni að gæta um réttarvernd slíks veðréttar. Með vísan til framangreinds, og sér í lagi þegar horft er til þess að einkahlutafélög kunna í tilteknum tilvikum að standa frammi fyrir takmarkaðri aðgangi að lánsfjármögnun, mætti skoða hvort tilefni sé til að uppfæra ákvæði laga um einkahlutafélög, þannig að gert sé ráð fyrir útgáfu áskriftarréttinda, líkt og lög um hlutafélög gera, svo og hvort ráðlagt sé að gera breyt- ingar á lögum um samningsveð til að liðka fyrir veðsetn- ingu hluta í einkahlutafélagi þannig að óvissa um réttar- vernd slíkrar veðsetningar sé takmörkuð. Framangreindar breytingar kæmu til móts við þann fjölda sem velur einkahlutafélagaformið umfram önnur rekstrarform og hefðu í för með sér aukinn sveigjanleika þeim til handa. Um sveigjanleika félagaforma LÖGFRÆÐI Bjarney Anna Bjarnadóttir lögmaður á BBA//Fjeldco ” Ólíkt því sem gildir um hlutafélög er ekki skylt að gefa út hlutabréf í einkahlutafélögum, og er eignarhald hluthafa í einkahlutafélagi yfirleitt staðfest með útgáfu hlutaskrár sem undir- rituð er af stjórn við- komandi félags. Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is GLUGGA- TJÖLD alnabaer.is Úrval af gluggatjaldaefnum, þykk, þunn, blúndur, kappar og allt þar á milli. Við erum sérhæfð í gluggatjöldum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.