Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 2
Þ egar kom að því að vinna jólamatarblaðið ákvað ég að prófa fremur óhefðbundna aðferð. Mig langaði að búa til blað sem innihéldi nánast eingöngu uppskriftir og væri svo sneisafullt af girnilegum rréttum að úr yrði eigulegt blað sem væri þess virði að geyma. Þar sem mig langaði í eins mikið pláss undir efnið og kostur var ákvað ég að leita til helsta samstarfs- aðila Matarvefjarins, sem er Hagkaup, og spurði hvort þau vildu ekki kaupa allar auglýsingarnar í blaðið og sleppa því svo að birta þær. Eins galið og það kann að virðast fannst þeim þetta frábær hugmynd og úr varð blað sem inniheldur merkilega lítið af auglýsingum og fáránlega mikið af frábærum uppskriftum. Ég vann nokkuð mikið með hráefni frá Hagkaup enda fáar búðir skemmtilegri að versla í – hvað þá fyrir gourmet-nagga eins og sjálfa mig sem veit fátt betra en að borða góð- an mat. Ég þakka Hagkaup kærlega fyrir að leyfa mér að fara mína eigin leið í blaðinu og vona að allir finni eitthvað við sitt hæfi í því. Þ.K.S É g elska jólamat heitar en flest. Uppáhalds- jólamaturinn minn hefur alltaf verið hangikjöt og kartöflusalat með Pik-nik. Svo staðfast er dálæti mitt að fáir fá skilið. Uppskriftin er al- veg dásamlega einföld. Bara sjóða hangikjötið og kæla það. Skera það svo niður í 4-5 mm þykkar sneiðar. Kartöflusalatið er síðan gert úr soðnum kartöflum, hvítum lauk (alls ekki rauðlauk!), soðnum eggjum, alvör majónesi (ekkert léttfóður hér) og ungversku paprikukryddi. Hvert hráefni er jafn mikilvægt og þá ekki síst paprikukryddið sem er sáldrað yfir rétt áður en salatið er borið fram. Þið getið rétt ímyndað ykkur háðið og spottið sem ég hef orðið fyrir meðal vina minna sem keppast við að flambera fasana með drekaeldi innfluttum frá Úsbekistan… eða því sem næst. Ég er hins vegar bara einföld og vil bara mitt. Allt annað get ég borðað með. Víkur nú sögunni til Bahamaeyja þar sem ég bjó í fjölda ára. Rétt fyrir jólin höfðum við sent konu að nafni Liz, sem vann hjá okkur, til Íslands til að vinna á nokkrum veit- ingastöðum (þetta er gert reglulega í heimi matreiðslunnar til að stækka sjóndeildarhringinn og læra nýja hluti). Ég nefni það við eiginmanninn að ég ætli að biðja foreldra mína um að koma hangilæri á hana til að færa mér því annars verði nú jólin hálf döpur. Hann tekur vel í það og ég taldi málið afgreitt enda var hann þekktur fyrir að leggja töluvert á sig til að gleðja mig. Hann talaði samt ekkert um það og þegar ég innti hann eftir því hvort hangikjötið væri ekki á leiðinni með Liz gerði hann lítið úr því. Ég vissi samt betur þar sem ég þekki kauða – minnug þess þegar hann lét færa mér humarsúpu af veitingastað heim að dyrum þegar ég lá með flensu rétt eftir að við byrjuðum sam- an og bjuggum hvort í sínu landinu. Ég taldi fullvíst að nú ætti að leika sama leikinn og var því alveg slök. Liz kom til eyjanna rétt fyrir jól og færði mér nákvæmlega ekki neitt. Ég brosti innra með mér og vissi fyrir víst að tengdaforeldrar mínir höfðu sent hana með fulla Mack- intosh-dós af nýsteiktu sérútskornu laufabrauði úr Að- aldalnum. Ekki skilaði það sér og þá vissi ég hvað verið var að bralla. Á aðfangadag þurfti eiginmaðurinn að skjótast í vinnuna í tvo tíma eða svo um morguninn og þegar hann kom til baka fann ég bókstaflega hangikjötslyktina af honum og það hlakkaði í mér. Allan daginn iðaði ég af spenningi enda var alveg að koma að hápunkti dagsins: hangikjötsveislunni. Klukkan sló sex og ekkert bólaði á hangikjötinu. Ég nennti ekki lengur að þykjast ekki vita neitt og gekk því á manninn og spurði hvar hangikjötið mitt væri. Maðurinn leit á mig eins og ég væri gengin af göflunum. „Hvaða hangikjöt?“ spurði hann og ég hélt að hann væri að grínast. „Nú, hangikjötið sem Liz kom með ásamt laufabrauðinu sem mamma þín sendi.“ Maðurinn starði á mig í forundran og sagðist ekki hafa haft neina milligöngu um hangikjöts- kaup og að laufabrauðið hefði aldrei skilað sér. Hann hefði talið að ég væri að grínast með ást mína á hangikjöti og mikilvægi þess á jólunum. Eins og þið getið rétt ímyndað ykkur var stemning fremur slöpp við matarborðið eftir þetta. Hringt var í Liz, sem sagð- ist hafa borðað allt laufabrauðið og fundist það nokkuð gott á bragðið en taldi ekki líklegt að hún þyrfti á uppskriftinni að halda. Döpur í bragði hélt ég jólin og huggað mig á hum- arhölum og öðru sælkera-fíneríi. Það kom þó ekki í staðinn fyrir hangikjötið og kartöflusalatið með paprikukryddinu. Síðan eru mörg ár liðin og hef ég glöð í bragði borðað hangikjöt með kartöflusalati á hverjum jólum. Það er nefni- lega þannig með jólahefðirnar. Hverjar sem þær kunna að vera eiga þær bólstað í hjartanu og þótt þær séu plebbalegar eru jólin snautleg án þeirra. Hangikjöt og kartöflusalat 2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Útgefandi Árvakur Umsjón Þóra Sigurðardóttir Blaðamenn Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is, Auglýsingar Jón Kristinn Jónsson jonkr@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Kristinn Magnússon Það er ekkert við það að galdra fram marg- rétta jólamáltíð en það höfum við gert hér á Matarvefnum undanfarnar vikur við undir- búning þessa blaðs. Meistarinn á bak við matinn er Aníta Ösp Ingólfsdóttir, matreiðslumeistari með meiru. Við Aníta höfum starfað lengi sam- an og með fáum er betra að vinna. Það var líka skemmtilegt að fá skoð- un hennar á hráefnunum sem við vorum að leika okkur með enda var margt sem kom á óvart. Meistarinn á bak við matinn Hagkaup og Matarvefur mbl.is R eynið að klára að kaupa allar jólagjafir áður en des- ember gengur í garð. Gerið lista og merkið við hvað þið eruð búin að kaupa, reynið að nýta öll jólakvöldin og tilboðs- kvöldin sem eru í október og nóvember því í desember er lítið um slíkt. Síðan er gott að kaupa jólapappír og slíkt í tíma og dúlla við að pakka inn gjöfunum, nokkrum í senn til að enda ekki í maraþoni á Þor- láksmessu og hafa ekkert gaman af þessu. Ákveðið í tíma hvort þið ætlið að senda jólakort eða ekki. Klárið undirbúning á þeim og dúllið við að skrifa kveðjur í kortin á aðventunni og skutlist á pósthúsið fyrir síðasta séns því það er algjör klikkun ann- ars. Byrjið að baka í upphafi aðventunnar (ef ekki fyrr) og ekki spara og geyma kök- urnar. Þær eru bestar nýjar og allir hafa mun meiri lyst á þeim í aðdraganda jólanna heldur en akkúrat um hátíðirnar sjálfar þegar nóg er af þungum mat á boð- stólum. Ef þið eruð ekki mikið fyrir að baka, sleppið því bara og kaupið tilbúnar smákökur! Setjið upp jólaseríur helst í nóvember og kveikið á nóg af kertum. Það lífgar upp á skammdegið og gleður hjartað. Reynið að skipuleggja ekki of mikið í desember. Það þurfa ekki allir hittingar að vera fyrir eða um hátíðirnar. Reynið frekar að njóta með fólkinu ykkar og hafa það huggulegt, geymið frekar hittinga fram á nýtt ár í mesta skammdeginu og fagnið þannig nýju ári með þeim sem ykkur þykir vænt um. Ákveðið hvað á að vera í matinn um há- tíðirnar með fyrirvara og undirbúið vel. Kaupið líka matinn með smá fyrirvara því þið getið lent í því að ákveðinn matur selj- ist upp. Nostrið síðan aðeins meira við matinn en á öðrum tíma ársins og ekki gleyma því að hafa eftirrétt og helst líka forrétt, það er svo hátíðlegt. Á að- fangadag höfum við alltaf forrétt, aðalrétt og síðan léttan eftirrétt strax á eftir matn- um (yfirleitt súkkulaðimús) og síðan er eft- irréttur númer tvö tekinn eftir pakkaflóðið. Við borðum alltaf klukkan sex og því eru margir orðnir svangir aftur þegar líða tekur á kvöldið, þá er gott að hafa köku, konfekt og kaffi til dæmis. Ef þið eigið börn er gaman að festa eina stund í viku í desember til að gera eitthvað jólalegt saman. Það getur verið að baka/ skreyta piparkökur, föndra eitthvað einfalt, fara út í vasaljósagöngutúr og gera heitt kakó þegar þið komið heim eða annað krúttlegt. Þetta þarf alls ekki að kosta mik- ið ef eitthvað en gerir ótrúlega mikið. Stundum hef ég útbúið pakkadagatal fyrir stelpurnar mínar með smágjöfum og þá hef ég svona samverustundir á upprúll- uðum miðum suma dagana. Hlustið á jólalög, setjið jólatréð upp snemma og skreytið það því það er svo fallegt að það er synd að setja það bara upp fyrir nokkra daga. Takið bara til í janúar … eða þegar nær dregur vori og birtan fer að skína inn um gluggana og benda okkur á hvað betur má fara. Jólin verða alveg jafn dásamleg þó það sé ekki búið að þrífa alla skápa og slíkt. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Berglind Hreiðarsdóttir er einn allra flinkasti veisluhaldari landsins og gaf á dögunum út sína fyrstu bók sem heitir því viðeigandi nafni Veislubókin. Í bókinni er farið yfir allt það sem þarf að gera og græja þegar halda á veislu og við fengum hana því til að taka saman nokkur góð ráð í aðdraganda jóla sem gott er að fara eftir til að hámarka aðventugleðina og forðast jólastressið. Jólaráð Berglindar Þóra Kolbrá Sigurðardóttir Umsjónarmaður Matarvefs mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.