Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 9
Tveir fasanar 1 dl olía 75 g smjör 8 sneiðar serrano-skinka timjan salt pipar Fasaninn þerraður, saltaður og pipraður. Þá er olían og smjörið hitað í djúpri pönnu þar til byrjar að freyða aðeins, þá er fasaninn steiktur í olíunni/smjörinu á öllum hliðum. Þegar hann er orðinn gull- inbrúnn þá er hann settur í eldfast mót ásamt öllu smjörinu. Bring- urnar þerraðar örlítið og sýrða rjómanum smurt yfir og 4 sneiðar af skinku lagðar þar ofan á. Nokkrar timjangreinar eru settar inn í fuglinn og hann settur inn í heitan ofn á 180°C í um það bil 45 mínútur. Tvisvar á þeim tíma er gott að taka fasanann út og ausa yfir hann smjörinu úr fatinu. Hann þarf þá að hvíla í allavega 10 mín- útur áður en hann er skorinn og borðaður. Sýrði rjóminn 1 dós 36% sýrður rjómi 2 hvítlauksgeirar 3 greinar timjan salt Öllu hrært saman. Fasani nýtur mikilla vinsælda um heim allan og þykir herramannsmatur. Í útliti minnir kjötið á kjúkling en það er að öllu leyti bragðmeira og safa- ríkara. Það er sakir þess að fasani er villtur fugl og alinn upp við allt aðrar aðstæður en kjúklingur á hænsnabúi. Þegar fasaninn á myndinni var eldaður í höfuð- stöðvum Árvakurs ríkti töluverð eftirvænting enda hafa ekki allir smakkað þetta frábæra kjöt. Var það mál manna að þarna væri hin fullkomna jólasteik loks fundin. Fasani Kjötið er tekið út úr kæli svona 3-4 tímum fyrir eldun svo það sé ekki kalt þegar það fer á pönnuna. Kryddað með salti og pipar. Þá er það sett á mjög heita pönnu, og steikt þar til góð húð myndast á kjötinu, snúið við og smjöri bætt á pönnuna, gott er að setja hvítlauk og timjan út í smjörið líka, en ekki nauðsynlegt. Sósan er síðan gerð á sömu pönnu svo ekki þrífa hana á milli. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Krón- hjörtur FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 MORGUNBLAÐIÐ 9 Smjörsprautað kalkúnaskip Þennan hamborgarhrygg þarf ekki að sjóða. En hann er settur í eldfast mót eða ofnskúffu ásamt 5-6 dl af köldu vatni. Settur í ofn á 160°C í 90 mín- útur, þá tekinn út, penslaður með gljáanum og settur aftur inn í ofn í 15 mínútur, en þá á 220°C. Gljái 150 g púðursykur 5 msk. sætt sinnep 3 msk. appelsínumarmelaði Brætt saman í potti og penslað yfir hrygginn, geymdu smá fyrir sós- una. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hagkaups hamborgar- hryggur 1 rúlla Hagkaups-hangikjöt saltminna 2 msk. sykur Ef á að bera hangikjötið fram heitt er það sett í pott með köldu vatni og hit- að upp að suðu, þá er bætt 2 msk. af sykri út í vatnið og síðan soðið í 45 mínútur á hvert kg. Tekið upp úr og skorið niður í sneiðar. Ef á að bera hangikjötið fram kalt er það sett í pott með köldu vatni og hitað upp að suðu, þá er 2 msk. af sykri bætt út í vatnið og síðan soðið í 40 mín- útur á hvert kg. Þá slökkt undir og hangikjötið látið kólna í soðinu. Morgunblaðið/Hari Hangikjöt Morgunblaðið/Hari Hangikjötið kom skemmtilega á óvart því það var ekki nokkur leið að finna að það væri saltminna þannig að þessi bragarbót bitnaði ekki á bragðgæðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.