Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Jólamatur Hrefnu Sætran Hvað hljómar betur en lakkríshreindýr og hvítsúkkulaðiostakökubrownietrifli? Það er hin eina sanna Hrefna Sætran sem galdrar hér fram heimsklassa jólamáltíð eins og henni einni er lagið. Fyrir 4 800 g hreindýrakjöt 8 msk. hrásykur 2 msk. fennelfræ 3 msk. svartur pipar 2 anísstjörnur 4 msk. sjávarsalt Smjörklípa 2 greinar rósmarín Merjið fennelfræin, pip- arinn og anísstjörnurnar í mortéli eða á þann hátt sem þið kjósið. Blandið öll- um kryddunum saman í skál. Snyrtið kjötið og skerið það í 4 steikur. Þerr- ið kjötið og veltið því upp úr kryddblöndunni. Hitið pönnu við miðlungshita og hellið olíu út á. Steikið kjöt- ið í 2 mínútur á annarri hlið- inni, snúið því við og steik- ið áfram í 1 mínútu. Slökkvið undir pönnunni og setjið smjörið út á ásamt rósmaríninu. Setjið kjötið í eldfast mót og inn í 180°C heitan ofn í 5 mín- útur. Leyfið kjötinu að standa vel áður en það er skorið. Lakkrís- kryddað hreindýr Peru og bláberja waldorf-salat 2 perur 200 g bláber 150 g mæjónes 6 msk. flórsykur 100 g þurrkuð kirsuber 100 g heslihnetur, muldar Smá þeyttur rjómi Skerið perurnar í litla bita og bláberin i tvennt ef þau eru það stór að það sé hægt. Blandið mæjónesinu og flórsykrinum saman í skál og blandið öllu út í nema þeytta rjómanum. Blandið svo þeytta rjómanum varlega saman við í lokin. *Það þarf ekki að fylgja þessari uppskrift nákvæmlega – ef það fer meira eða minna af einhverju eða þið finnið ekki kirsuber heldur bara þurrkuð trönuber þá er það alveg í lagi og alveg jafn gott. Einiberjasósa 4 skalottlaukar 2 rif hvítlaukur 8 einiber 2 msk. púðursykur 2 msk. balsamedik 150 ml rauðvín (eða berjasafi) 500 ml nautasoð (500 ml vatn + 2 teningar) 50 g smjör Skerið laukana gróft og brúnið þá upp úr olíu í potti ásamt einiberjunum. Bætið púðursykri og balsamikediki út í og karamellið laukinn. Hellið svo víninu út í og sjóðið aðeins niður. Svo fer soðið út í og sjóðið alveg niður um helming. Sigtið sósuna og pískið svo smjörið saman við. * Hægt að bæta rjóma út í ef þið viljið hafa hana rjómalagaða og líka hægt að bæta smá sultu út í ef þið viljið hafa hana sætari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.