Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Veisludrottningin Berglind Hreiðars, sem gaf okkur einmitt góðu jólaráðin hér framar í þessu blaði, er hér mætt með kryddköku sem hún hefur sett í ægifagran jólabúning. Kakan er einföld og á flestra færi. Kökubotnar 3 bréf Toro-kryddkökumix 3 egg 6 dl vatn 300 g brætt smjör 1 pk. Royal-vanillubúðingur 2 tsk. kanill 1. Hitið ofninn í 170°C. 2. Hrærið saman egg, vatn og brætt smjör. 3. Bætið kökuduftinu saman við ásamt kanil og skafið niður á milli þar til blandan er slétt og fín. 4. Að lokum fer Royal-búðingsduftið saman við og aftur er blandað vel. 5. Úðið 3x20 cm form með matarolíu og skiptið deiginu niður á milli formanna. 6. Bakið í um 30 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út. 7. Kælið botnana vel og skerið þá ofan af þeim með kökuskera til að hafa þá alla jafna og slétta. Krem 200 g smjör við stofuhita 150 g rjómaostur við stofuhita 250 g Mascarpone-ostur við stofuhita 750 g flórsykur 2 msk. mjólk 2 tsk. vanilludropar ¼ tsk. salt 1. Þeytið saman smjör, rjómaost og Masc- arpone-ost þar til létt og ljóst. 2. Setjið flórsykurinn saman við í nokkrum skömmtum ásamt mjólk, vanilludropum og salti. 3. Hrærið þar til slétt og fallegt krem hefur myndast. 4. Smyrjið um 1 cm þykku lagi á milli botn- anna og á toppinn og rétt þekið hlið- arnar með kremi svo sjáist vel í botnana í gegn. 5. Skreytið og kælið þar til bera á kökuna fram. Skraut 120 ml vatn 100 g sykur + 200 g til að rúlla upp úr (samtals 300 g) 7 stilkar ferskt rósmarín 50-70 g fersk trönuber 1. Hitið saman sykur og vatn að suðu og hrærið þar til sykurinn er uppleystur, tak- ið þá af hellunni. 2. Dýfið rósmaríngreinum í sykurlöginn, hristið hann aðeins af og leggið þær á bökunarpappír í um 15 mínútur. 3. Því næst má setja trönuberin í pottinn og setjið lok/viskastykki yfir og leyfið þeim að liggja í pottinum í um 15 mínútur. 4. Takið trönuberin upp úr, hristið eins mik- ið af sykurleginum af þeim og þið getið og leggið á bökunarpappír í um 30 mín- útur. 5. Á meðan trönuberin hvíla má setja 200 g af sykri í grunna og víða skál og rúlla rósmaríngreinunum upp úr sykrinum og setja á nýjan hreinan bökunarpappír til þess að leyfa þeim að þorna. 6. Þegar trönuberin hafa fengið að þorna í um 30 mínútur má einnig velta þeim upp úr sykrinum og færa yfir á nýjan bökunarpappír til að þorna. 7. Það ætti að duga að leyfa þessu að liggja í 15-30 mínútur og síðan nota til þess að skreyta kökuna eftir hentug- leika. Kryddkaka í jólabúningi Jólabakstur Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Berglind Sigmarsdóttir, höfundur metsölu- bókanna Heilsuréttir fjölskyldunnar og eig- andi GOTT í Vestmannaeyjum, deilir hér upp- skrift að rúllutertu sem hún segist bjóða upp á í hádeginu á aðfangadag. Þá komi stór- fjölskyldan saman í aðfangadagskaffi eða dögurð og hefur sú hefð haldist í mörg ár. Berglind segist afskaplega hrifin af þessari hefð þar sem hún dragi aðeins úr spennu barnanna og brjóti daginn skemmtilega upp með samverustund áður en sjálf hátíðin hefst. Jólarúlluterta 3 egg 2 dl sykur 1 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft 2 msk. rauður matarlitur ½ dl kartöflumjöl 1. Hitið ofn í 250°C, yfir- og undirhita. 2. Hrærið egg og sykur mjög vel saman. 3. Blandið á aðra skál saman hveiti, kart- öflumjöli og lyftidufti. Sigtið þessi þurrefni saman við smátt og smátt og hrærið með sleikju. 4. Bætið matarlitnum varlega saman við. 5. Setjið smjörpappír ofan í ofnskúffu, gott að setja smá olíu undir svo pappírinn límist niður. Smyrjið svo pappírinn með því að setja olíu í pappír og bera létt á hann. 6. Hellið deiginu í skúffuna og jafnið út. 7. Fylgist vel með ofninum því kakan þarf bara 4-5 mín. Takið hana þá út. Breiðið viskastykki á borðið og stráið hveiti eða flórsykri yfir það. 8. Hvolfið kökunni á viskastykkið og dragið bökunarpappír af. Rúllið kökunni upp með viskastykkinu og setjið inn í ísskáp á með- an þið gerið kremið. Ég gerði hvítsúkkulaðismjörkrem á tertuna. Persónulega finnst mér það í sætara lagi og spurning hvort hefðbundið smjörkrem væri betra. Læt hér hvort tveggja fylgja. Hefðbundið smjörkrem 200 g smjör (við stofuhita) 5 dl flórsykur 1 eggjarauða 2 tsk. vanilludropar matarlitur ef fólk vill Setjið smjör, eggjarauðu, flórsykur og van- illudropa í hrærivélarskál og hrærið vel. Bætið við örfáum dropum af matarlit þar til réttum lit er náð. Hvítsúkkulaðismjörkrem 300 g smjör (við stofuhita) 450 g flórsykur 1 msk. vanilla 3 msk. rjómi 200 g hvítt súkkulaði – brætt yfir vatns- baði 1. Hrærið smjörið þar til vel mjúkt. Bætið þá flórsykrinum saman við. Bætið rjóma við og þeytið vel. 2. Bræðið hvíta súkkulaðið þar til alveg kekkjalaust og takið af hita. 3. Bætið súkkulaði smám saman út í ásamt vanillu. 4. Þeytið þar til kekkjalaust og mjúkt. Peruterturúlla Í þessa nota ég sama grunn í rúlluna og áður en set vatn í staðinn fyrir matarlit. Krem 50 g suðusúkkulaði (brætt yfir vatns- baði) 3 eggjarauður 1 msk. flórsykur ¼ l rjómi 1 dós perur 1. Þeytið rjómann og setjið til hliðar. 2. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og setjið til hliðar til að kæla aðeins. 3. Þeytið eggjarauður og flórsykur vel í annarri skál. 4. Blandið súkkulaði saman við, hellið út í í smá bunu meðan þið hrærið. 5. Blandið saman við rjóma með sleikju. Þeg- ar blandað, skiptið þá kreminu í tvær skálar 6. Skerið þrjá peruhelminga í litla bita og bæt- ið út í aðra skálina, ath. að geyma safann. 7. Hellið aðeins af safanum yfir botninn. 8. Setjið kremið með perunum í á botninn og rúllið. 9. Setjið kremið úr hinni skálinni á rúlluna og skreytið með þeyttum rjóma, perum eða því sem þið viljið. Jólarúlluterta að hætti Berglindar Sigmars Ljósmynd/Berglind Sigmarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.