Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 5
Ljósmyndir/Björn Árnason Hunangs chili-kartöflur 400 g litlar kartöflur (ef þær eru ekki til er hægt að skera stórar í bita) 60 ml sojasósa 100 ml hunang 1 msk. chili-flögur Skerið kartöflurnar í báta og veltið þeim upp úr olíu. Setjið í eldfast mót og bak- ið í 25 mínútur við 180 °C. Takið kartöflurnar úr ofninum. Hitið pönnu með olíu á og steikið kartöflurnar. Bætið sojasósunni og hunanginu út á og leyfið þessu að karamellast utan um kartöflurnar. Slökkvið undir pönnunni og bætið svo chili- flögunum út á. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 MORGUNBLAÐIÐ 5 Hvítsúkkulaðiostakakan 680 g rjómaostur 75 g sykur 150 g hvítt súkkulaði 320 ml rjómi Bræðið hvíta súkkulaðið. Þeytið rjómaostinn og sykurinn saman. Hellið hvíta súkkulaðinu saman við. Blandið svo varlega saman hvít- súkkulaðiblöndunni og þeytta rjóm- anum. Passið að hafa allt hráefnið vel kalt og geymið í kæli þangað til þið setjið trifle-ið svo saman. Karamellu-brownie 250 g smjör, mjúkt 250 g sykur 4 egg 65 g kakó 175 g hveiti 3 rúllur Rolo-nammi, skerið hverja karamellu í tvennt Þeytið smjör og sykur mjög vel saman í hrærivél. Bætið eggjunum, einu í einu, út í og blandið vel sam- an. Bætið svo kakóinu og hveitinu saman við og loks Rolo-inu eða þeirri karamellu sem þið kjósið (Dumley er líka fínt). Bakið við 170°C í 25 mínútur. Kælið kökuna. Annað sem þarf í trifle-ið er: Karamellusósa Piparkökur Fullt af berjum Brjótið nokkrar piparkökur og setjið í botninn á skálinni sem þið viljið bera þetta fram í. Setjið svo helm- inginn af hvítsúkkulaðiostakökunni þar ofan á og sléttið vel úr. Setjið svo helling af berjum þar ofan á og karamellusósu. Raðið piparkökum í kantinn á skálinni. Skerið brownie- kökuna í bita og raðið þeim ofan á berin. Setjið svo aftur ber þar ofan á. Hvítsúkkulaðiostakakan fer svo þar ofan á og það er efsta lagið. Skreytið svo með piparkökum, brownie-bitum, Rolo og berjum. Það er gott að gera trifle-ið fyrr um daginn og leyfa því að linast dálítið upp en skreyta bara rétt áður en þið berið þetta fram. Truflað trifle með piparkökum, karamellu- brownie og hvítsúkkulaðiostaköku Balsamrauðkál 1 haus rauðkál 2 rauð epli 2 laukar 8 negulnaglar 1 kanilstöng 2 anísstjörnur 100 g smjör 50 g púðursykur 100 ml balsamikedik 100 ml vatn 150 g berjasulta Skerið rauðkálið, eplin og laukana gróft. Setjið í pott með smjörinu og krydd- unum og steikið vel sam- an. Bætið púðursykrinum út í og svo balsamikedik- inu og vatninu. Sjóðið við vægan hita í svona 50 mínútur. Bætið svo sult- unni út í og sjóðið áfram í smástund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.