Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 MORGUNBLAÐIÐ 19 Eftirréttir eins og á bestu veitingastöðum Fyrir ís og ístertur Fyrir Creme Brulée Berglind Guðmundsdóttir á þessa uppskrift sem er sneisafull af alls kyns sælgæti sem saman myndar eina bragðbestu köku sem bökuð hefur verið. 75 g döðlur, steinlausar 50 g marsipan 50 g púðursykur 50 g möndlur 50 g kókosmjöl 100 g haframjöl 1 tsk. engiferkrydd 1 tsk. kanill ½ tsk. sjávarsalt ½ tsk. lyftiduft 100 g smjör, brætt 400 g karamellusósa * 75 g dökkt súkkulaði 25 g hvítt súkkulaði Látið döðlur og marsipan í matvinnsluvél og blandið saman. Bætið púðursykri, möndlum, kókosmjöli, haframjöli, engifer, kanil, salti og lyftidufti saman við og setjið matvinnsluvélina á hæstu stillingu þar til möndl- urnar eru smátt saxaðar. Bræðið smjörið og hrærið vel saman við. Setjið smjörpappír á 15x30 cm form og látið deigið í og þrýstið niður. Látið í 180 °C heitan ofn og bakið í 10 mínútur. Takið úr ofni og hellið karamellunni yfir og bakið í ofni í 12 mínútur eða þar til karamellan er farin að brúnast. Takið úr ofni. Hitið dökka súkkulaðið yfir vatnsbaði og dreifið yfir kökuna. Bræðið hvíta súkkulaðið og notið til að skreyta með fíngerðum línum. Kælið kökuna og skerið svo í litla bita. Ég gerði karamellusósu með því að bræða 100g af smjöri og bæta 100 g af púðursykri saman við. Þegar þetta er bráðnað bæti ég hálfri dós af niðursoðinni mjólk sem fæst orðið í flestum matvöruverslunum. Læt þetta malla við vægan hita í nokkrar mínútur þar til þetta er orðið að karamellu. Rosalega góð. En einnig er hægt að kaupa þykka karamellu í matvöruverslunum, t.d. með sjávarsalti. Morgunblaðið/Eggert Konfektkaka með karamellu Fyrrverandi Bocuse d’Or-keppand- inn og landsliðskokkurinn Bjarni Siguróli Jakobsson er þessa dag- ana á fullu við að sinna veisluþjón- ustunni Nomy sem hann rekur ásamt félögum sínum. Hann gaf sér þó tíma til að gefa okkur þessa keppnisuppskrift að súkkulaðimús. Mjólkursúkkulaðimús með estragon sýrópi, vanilluís, íslenskum aðalbláberjum, skógarsúrum frá Ártanga og kristölluðum kakóbaunum Mjólkursúkkulaðimús 150 g rjómi 1 25 g glúkósasýróp 25 g hunang 375 g 33% mjólkursúkkulaði 400 g rjómi 2 1. Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. 2. Sjóðið rjóma 1, hunang og glúk- ósasýróp saman og hellið í skömmtum yfir súkkulaðið og vinnið saman með sleif. 3. Bætið restinni af rjómanum saman við og kælið í a.m.k. 3 klst. 4. Þeytið músina varlega uns hún er orðin eins og léttþeyttur rjómi. Estragon síróp 1 búnt estragon hunang Setjið hunang og búnt af fersku estragoni í blandara og maukið saman, sigtið í gegnum fínt sigti. Kristallaðar kakóbaunir 200 ml sykur 50 ml vatn 150 g kakóbaunir Ristið kakóbaunirnar í ofni á 150 gráður í 10 mínútur Á meðan setjið þið sykur og vatn saman í pott og sjóðið á háum hita uns sykurlögurinn þykknar mjög, við viljum fá sírópið í 140 gráður. Best er að nota nákvæman kjarn- hitamæli. Setjið kakóbaunirnar í mat- vinnsluvél og maukið, hellið 140 gráðu heitu sírópinu í mjórri bunu út í. Þegar allt sýrópið er búið ætti blandan að vera nokkuð þurrt duft. Færið yfir á bökunarpappír og látið kólna. Annað rjómaís að eigin vali íslensk aðalbláber skógarsúrur frá Ártanga marengstoppar Sprautið súkkulaðimúsinni í skál og búið til holu með bakinu á skeiðinni. Fyllið holuna með aðal- bláberjum og rjómaís, puntið með skógarsúrunum og marengstopp- um. Hellið smá af estragonsýróp- inu til hliðar við músina og sáldrið svo kakóbaunaduftinu yfir réttinn. Morgunblaðið/Eggert Súkkulaðimús Bjarna Siguróla Morgunblaðið/Hari Ris a la mande 7 dl mjólk 100 g hrísgrjón – grautargrjón 1 vanillustöng Magdagaskar 3 dl rjómi 50 g flórsykur Sjóðið hrísgrjónin í mjólkinni ásamt vanillustönginni, á miðlungs- hita, og hrærið vel í á meðan, svo að mjólkin brenni ekki við. Soðið í 30-40 mínútur eða þar til grjónin eru orðin mjúk undir tönn. Hrís- grjónin eru þá kæld. Rjóminn er þeyttur og flórsykri blandað saman við. Síðan er rjómablöndunni velt út í hrísgrjónin. Speculoos-karamellusósu frá Joe&Seph’s hellt ylvolgri yfir ásamt Double covered chocolate popcorn frá Joe&Seph’s.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.