Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Blaðsíða 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.12. 2019 Falla nú öll vötn til Lifrarpolls Liverpool hefur verið á ofboðs-legri siglingu í ensku úrvals-deildinni í knattspyrnu á þessu almanaksári og aðeins lotið einu sinni í gras, á útivelli gegn Man- chester City 3. janúar. Síðan hefur liðið ekki tapað í 32 leikjum sem er þriðji besti árangurinn í sögu úrvals- deildarinnar. Af þessum leikjum hef- ur Rauði herinn unnið 27 leiki. Haldi fram sem horfir verður næsta varða á vegferð Liverpool að skáka Chelsea sem lék 40 leiki án taps í úrvalsdeildinni frá 16. október 2004 til 6. nóvember 2005 undir stjórn nýs og fersks knattspyrnu- stjóra, Josés Mourinhos að nafni. Það var Manchester United sem hafði þá blástakka loks undir. Með Chelsea léku á þessum tíma kappar á borð við Petr Cech, Claude Makélélé, Frank Lampard, John Terry, Didier Drogba og Eið Smára Guðjohnsen og vann liðið deildina bæði þessi tímabil sem sigurhrinan teygði sig yfir. Orrustan við hlaðborðið Enn er býsna langt í metið sem Ars- enal á en Skytturnar biðu ekki ósig- ur í úrvalsdeildinni í 49 leikjum, frá 7. maí 2003 til 24. október 2004 undir stjórn Arsènes Wengers. Aftur var það Manchester United sem stöðv- aði sigurgönguna í víðfrægum leik sem kallaður hefur verið „orrustan við hlaðborðið“, en einu sinni sem oftar þegar þessi lið mættust á þess- um árum sauð upp úr og í átökum sem brutust út í undirheimum Old Trafford eftir leik fékk sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Unit- ed, flatbökusneið í höfuðið með þeim afleiðingum að hann þurfti að hafa fataskipti fyrir fund með blaða- mönnum. Lengi var á huldu hver fleygði sneiðinni en Spánverjinn Cesc Fàbregas, sem var á meðal varamanna Arsenal þennan dag, gekkst við glæpnum í sjónvarps- viðtali árið 2017 – þrettán árum síð- ar. Hann hefur þá líklega metið það svo að brotið væri fyrnt, auk þess sem hann var aðeins sautján ára á þessum tíma og ósakhæfur. Af öðrum leikmönnum í þessu fræga liði Arsenal má nefna kempur á borð við Thierry Henry, Patrick Vieira, Dennis Bergkamp, Robert Pires og Sol Campbell. Að ekki sé talað um íhlaupastjóra liðsins í dag, Fredrik Ljungberg. Hvort flatbökur munu fljúga þeg- ar Liverpool liggur loksins í valnum skal ósagt látið en hitt er ljóst að lærisveinar Jürgens Klopps eru lík- legir til að gera atlögu að metinu. Til þess þurfa þeir að vinna eða gera jafntefli í átján leikjum í viðbót sem myndi þá skila þeim langleiðina að öðru meti, sem Arsenal á líka; það er að fara án taps gegnum heilt keppn- istímabil í úrvalsdeildinni. Í enskri sparksögu deilir Arsenal því meti raunar með Preston North End, sem tapaði ekki leik fyrsta veturinn sem lið reyndu með sér á Englandi, 1888-89. Þá voru leikirnir að vísu ekki nema 24 en 38 þegar Arsenal jafnaði metið, eins og nú. Á siglingu sinni á árinu hefur Liv- erpool skilið bæði Manchester- stórveldin eftir en besti árangur United í úrvalsdeildinni eru 29 leikir án taps en það tókst lærisveinum sir Alex í tvígang; fyrst frá 26. desem- ber 1998 til 25. september 1999 og aftur frá 11. apríl 2010 til 5. febrúar 2011. City á best 30 leiki án taps, frá 8. apríl 2017 til 2. janúar 2018 undir stjórn Peps Guardiola. Margir sparkskýrendur höfðu spáð því að það lið, sem um vorið varð meistari, myndi fara taplaust gegnum mótið en Liverpool var á öðru máli; lagði þá borgunga 4:3 í mergjuðum knatt- spyrnuleik á Anfield. Það var 22. leikurinn á því tímabili. Á bekk með þeim bestu Af þessum upplýsingum má ráða að Jürgen Klopp hefur skipað sér á bekk með bestu sparkstjórum í sögu úrvalsdeildarinnar – og þarf þær raunar ekki til. Hvað sigurgöngur varðar hefur hann þegar skotið sir Alex og Pep Guardiola aftur fyrir sig; andar niður í hálsmálið á José Mourinho (sjáið þið ekki þann gjörn- ing skyndilega fyrir ykkur í eigin- legri merkingu) og sér í skottið á Arsène Wenger við sjóndeildar- hringinn. Eitt á sá þýski þó eftir að gera sem sörinn gerði þrettán sinnum, Wenger og Mourinho þrisvar og Pep í tvígang – að vinna ensku úrvals- deildina. Flestir sparkskýrendur, áhugamenn um knattspyrnu og jafn- vel þeir sem þekkja ekki knött frá graskeri eru sammála um að þess verði ekki langt að bíða; árið 2020 verði ár Liverpool. Og þurfi menn rökstuðning nægir að nefna að aldr- ei hefur lið hleypt á slíkt sigurskeið, 29 leiki eða meira, án þess að verða meistari. Þarf frekari vitna við? Eftir höfðinu dansa lim- irnir. Jordan Henderson tekur við leiðbeiningum frá Jürgen Klopp. AFP Liverpool er taplaust í 32 leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni sem er þriðji besti árangur sög- unnar. Aðeins móróttir Chelsea-liðar og hið ósigrandi lið Arsenal um miðjan síðasta ára- tug hafa gert betur. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Liverpool hefur unnið fjórtán af fyrstu fimmtán leikjum sínum á yfirstandandi leiktíð; einu töp- uðu stigin komu í útileik gegn Manchester United í níundu umferð. Mörg merk lið úr seinni tíma sparksögu eru til umfjöllunar hér á síðunni en eigi að síður þarf að fara tæp sextíu ár aftur í tímann til að finna liðið sem unnið hefur flesta leiki frá upphafi tímabils í efstu deild í Englandi. Það er Tottenham Hotspur, sem vann ellefu fyrstu leiki sína veturinn 1960-61. Tottenham varð Englands- meistari um vorið með nokkr- um yfirburðum; átti að lokum átta stig á Sheffield Wednesday. Úlfarnir urðu þriðju. Liverpool var á hinn bóginn í basli þennan vetur; hafnaði í þriðja sæti 2. deildar og komst ekki upp en aðeins tvö lið höfðu deildaskipti á þessum árum. Tottenham lét raunar ekki þar við sitja, heldur leysti einnig til sín bikarinn og varð þar með fyrsta liðið á tuttugustu öldinni til að vinna tvennuna. Bill Nicholson stjórnaði Tott- enham þennan sögulega vetur og meðal leikmanna voru Dave Mackay, John White og Maurice Norman, fyrir þá sem muna svona langt aftur. Þetta var annar deildarmeist- aratitill Tottenham, sá fyrsti kom tíu árum áður. Og raunar sá seinasti líka; það verða sumsé 59 ár í vor frá því að Tottenham Hotspur varð ensk- ur meistari seinast. Og svo þyk- ir stuðningsmönnum Liverpool þeir hafa beðið lengi! Og svo Tottenham Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.