Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2019 Jafn hiti gefur betri svefn. Temprakon var þróað til að halda jöfnum 37ºC hita á milli líkama og sængur alla nóttina. Það gefur þér rólegri og dýpri svefn. Betri rakastýring. Temprakon Advance tæknin og FRESH áklæðið viðhalda jöfnu hitastigi og stýra rakajafnvægi milli líkama og sængur. Dregur úr nætursvita. Fjarlægir raka og tryggir hámarks svefngæði VERÖLD HVÍLDAR – BETRA BAK LEGGUR GRUNN AÐ GÓÐUM DEGI DÚNMJÚK JÓLATILBOÐ G JAF I R F YR IR ÞÁ SEM ÞÉR ÞYK IR VÆNST UM FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 TEMPRAKON ADVANCE SÆNG Stærð: 135 x 200 cm. Einnig fáanleg 135 x 220 cm og 200 x 220 cm. Fylling: 90% hvítur gæsadúnn. Þyngd: 600 g. TEMPRAKON ADVANCE KODDI Stærð: 50 x 70 cm. Fylling: 90% hvítur gæsadúnn. 33.675 kr. JÓLAVERÐ 20.175 kr. JÓLAVERÐ ® Fullt verð: 44.900 kr. Fullt verð: 26.900 kr. Of kalt Of heitt Venjuleg dúnsæng Við Íslendingar fáum fyrst allra að berja Brot augum en fljótlega á nýju ári mun efnisveitan Netflix bjóða upp á þáttaröðina um heim allan. Þættirnir eru átta talsins, annar þáttur verður á dagskrá strax á nýárs- dag en eftir það verður þáttaröðin svo á dagskrá á sunnudagskvöldum. Brot fjallar um rannsóknarlögreglukonuna Katrínu Gunnarsdóttur sem er falið að rannsaka óvenjulegt morð við Reykjavíkurhöfn. Morðið reynist upphafið að óhugnanlegu og flóknu sakamáli og lögreglan ákveður að sækja hjálp út fyrir landsteinana. Arnar Böðvarsson, mikils- virtur lögreglumaður með dularfulla fortíð, kemur til landsins eftir ára- tuga fjarveru og í sameiningu reyna Katrín og Arnar að stöðva morð- ingjann áður en hann lætur til skarar skríða á ný. Eftir því sem þau sogast dýpra inn í rannsókn málsins koma þeirra eigin innri djöflar fram. Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Thors eru í aðalhlutverkum. Þórður Pálsson á hugmyndina að þáttunum og er jafnframt einn af leik- stjórum þeirra ásamt þeim Davíð Óskari Ólafssyni og Þóru Hilm- arsdóttur. Nína Dögg Filippusdóttir í hlutverki sínu í Broti. Óvenjulegt morð við höfnina Björn Thors leikur annað aðalhlutverkið. Morgunblaðið/Kristinn Ný íslensk spennuþáttaröð, Brot, hefur göngu sína á RÚV annan í jólum. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Reykjavíkurflug- vallar að undanförnu. Sú um- ræða er ekki ný af nálinni og í byrjun jólamánaðar 1959 var málið til dæmis einnig í deigl- unni. Morgunblaðið átti þá ít- arlegt samtal við Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóra, þar sem fram kom að ljóst hefði verið, þegar farið var að ræða um að leggja Reykjavíkurflugvöll niður, að Álftanesið kæmi einna helst til greina varðandi byggingu nýs flugvallar. Samkvæmt rann- sóknum fróðra manna væri heppilegast að leggja þennan völl sunnan Lambhúsatjarnar og vestan Hafnarfjarðarvegar, en þaðan er um 8 km vegalengd til Reykjavíkur og 3 km til Hafn- arfjarðar. Aðflugsskilyrði eru þar ágæt og aðstæður sömuleið- is að því er sagði í álitsgerð Ólafs Pálssonar, verkfræðings emb- ættisins. Í samtalinu við Agnar kom fram að kostnaðaráætlun hefði verið gerð um þriggja brauta flugvöll. Lengsta brautin var áætluð 2.150 metrar, allar brautir 60 metra breiðar en 75 metra breitt öryggisbelti með- fram þeim beggja vegna. Áætlað var að verkið kostaði 204 millj- ónir króna, ef um malbikaðar brautir yrði að ræða, 215 millj- ónir ef þær yrðu steinsteyptar. GAMLA FRÉTTIN Flugvöllur á Álftanesi Uppdráttur af Álftanesi og flugvellinum, sem gerð var um kostnaðaráætlun. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Björn Hlynur Haraldsson leikari Ólafur Már Sigurðsson kylfingur Bjarnólfur Lárusson fv. knattspyrnuþjálfari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.