Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.12. 2019 LESBÓK Sir Ben Kingsley á langan og litríkan feril að baki sem leikari. Hann fæddist í Bretlandi á gamlársdag 1943 og er af ensku og ind- versku foreldri; hét raunar upphaflega Krishna Pandit Bhanji. Þess má geta að tvö af fjórum börnum hans bera eftirnafnið Bhanji. Sir Ben hóf feril sinn sem sviðsleikari í Bretlandi en hlaut heimsfrægð fyrir túlkun sína á Mahatma Gandhi í kvikmynd Richards Attenboroughs frá árinu 1982 en það var aðeins annað hlutverk hans á hvíta tjaldinu. Ekki nóg með að hann væri sláandi líkur fyrirmyndinni í útliti, heldur fór Sir Ben á kostum í hlutverkinu og fékk að launum Óskars- verðlaunin, auk fjölda annarra verðlauna. Af öðrum myndum sem Sir Ben hefur leikið í má nefna Schind- ler’s List (1993), Twelfth Night (1996), Sexy Beast (2000) og House of Sand and Fog (2003). Þá á hann að baki allmörg hlutverk í sjón- varpi frá árinu 1966. Af indverskum uppruna Kingsley var sleginn til riddara árið 2002. KYNSLÓÐABIL Margir hneyksluðust á dögunum þegar í ljós kom að bandaríska söngkonan Billie Eilish, sem not- ið hefur fádæma vinsælda undanfarin misseri, hafði aldr- ei heyrt á rokkbandið Van Halen minnst. „Nú fer ég að gráta,“ sagði spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel við Eilish sem verður átján ára síðar í mánuðinum og rokk- tröll fóru hamförum í netheimum í kjölfarið. Wolfgang Van Halen, bassaleikari Van Halen, kom Eilish á hinn bóginn til varnar. „Hafirðu ekki heyrt um Billie Eilish, tékkaðu þá á henni, hún er svöl,“ tísti hann. „Hafirðu ekki heyrt um Van Halen, tékkaðu þá á þeim, þeir eru líka svalir. Tónlist á að sameina en ekki sundra okk- ur. Hlustið á það sem þið kunnið að meta en hellið ykkur ekki yfir aðra fyrir að þekkja það ekki.“ Ekki með Van á heilanum SJÓNVARP Breska ríkissjónvarpið frum- sýnir í lok mánaðarins nýja sjónvarpsþætti í sex hlutum, Réttarhaldið yfir Christine Kee- ler. Svo sem nafnið gefur til kynna þá fjalla þættirnir um sýningarstúlkuna Christine Keeler sem hristi duglega upp í bresku sam- félagi snemma á sjöunda áratugnum þegar hún hélt á sama tíma við ráðherrann John Profumo og sovéskan erindreka. Málið komst upp og varð ekki aðeins til þess að Profumo sagði af sér, heldur reið einnig ríkisstjórn Harolds Macmillans að fullu. Íslenskar sjón- varpsstöðvar hljóta að berjast um sýningarréttinn á þáttunum. Stúlkan sem felldi heila ríkisstjórn Sophie Cookson í hlutverki Christine Keeler. BBC Anna Paquin þurfti að læra fáar línur. Þögnin partur af persónunni ÞÖGLI Nýjasta kvikmynd Martins Scorseses, Írinn, hefur fengið á sig gagnrýni fyrir þær sakir að kven- kyns persónum sé ekki gert nægi- lega hátt undir höfði. Þannig hefur verið bent á, að Anna Paquin, sem leikur dóttur persónu Roberts De Niros í myndinni, láti sér aðeins sex orð um munn fara á þeim tíu mín- útum sem hún er á tjaldinu. De Niro varði þetta á dögunum í samtali við dagblaðið USA Today með þeim rökum að þögnin væri hluti af per- sónusköpuninni. „Hún var mjög kraftmikil og þannig er þetta. Mögulega hefðu þau Frank [Sheer- an] getað haft meiri samskipti í öðr- um senum en svona var farið að þessu. Hún er frábær og það skín í gegn,“ sagði De Niro. Svo sem við þekkjum getur þaðhaft ófyrirséðar afleiðingarþegar tveir ókunnugir menn taka tal saman á ölknæpu. Í einmitt þetta stefnir í nýjum bandarískum spennuþáttum sem Sjónvarp Sím- ans hóf sýningar á um liðna helgi, Perpetual Grace, LTD. James er bragðarefur sem þykist hafa himin höndum tekið þegar hann hittir Paul Allen Brown á knæpu í fásinninu í Half Acre, Nýju-Mexíkó. Brown er með áform á prjónunum og gerist James aðili að þeim bíður hans helmingurinn af fjórum milljónum bandaríkjadala. Allt sem hann þarf að gera er að vingast við foreldra Browns, roskin presthjón í plássinu, og sjá til þess að þau hverfi um stundarsakir af yf- irborði jarðar meðan sonurinn hreinsar arfinn út af reikningum þeirra en sjóðir hjónanna eru, að sögn sonarins, verulega digrir. Kalla sig Ma og Pa James slær til og taka gömlu hjónin honum vel, þar sem þau finna hann liggjandi í vegarkantinum eftir að ástkonan henti honum út og hafnaði honum. Sem að sjálfsögðu er hauga- lygi, eins og sitthvað annað í þessari sögu, að því er virðist. Nógu eru gömlu hjónin meinleysisleg, kalla sig meira að segja einfaldlega Ma og Pa, og James þykir einsýnt að Illt er að ginna gamlan ref Allt stefnir í að sýrustigið verði býsna hátt í nýjum spennuþáttum í Sjónvarpi Símans, Perpetual Grace, LTD, þar sem enginn annar en meistari Ben Kingsley er meðal aðalleikenda. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Kumpánarnir Paul Allen Brown og James skála fyrir auðsóttu fé. Eða þannig. Epix Skólar & námskeið fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 3. janúar 2020 NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA fyrir föstudaginn 20. desember. SÉRBLAÐ Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám. –– Meira fyrir lesendur AFP Nýstirnið vinsæla Bil- lie Eilish.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.