Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Blaðsíða 10
KVIKMYNDIR
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.12. 2019
Laugarás-
skjálftinn mikli
Morðsaga og allt um kynlíf
Af öðrum myndum sem þá voru í bíó hér í fá-
sinninu má nefna Morðsögu Reynis Oddssonar
með Guðrúnu Ásmundsdóttur og Steindóri
Hjörleifssyni, fjölskyldumyndina Benji, Í klóm
drekans með sjálfum Bruce Lee og Allt sem þú
vildir alltaf vita um kynlífið (en hefur ekki þorað
að spyrja) eftir Woody Allen. Sú síðastnefnda
var raunar orðin fimm ára gömul sem segir okk-
ur að Midway hafi alls ekki verið svo lengi að
skila sér á tjaldið hér heima, á þeirra tíma mæli-
kvarða. Nema þá að Allen-myndin hafi staðið
svona lengi í Kvikmyndaeftirlitinu?
7. apríl 1977 birtist umsögn um Midway í
Morgunblaðinu eftir Sigurð Sverri Pálsson. Þar
segir meðal annars: „Í seinni heimsstyrjöldinni
hafði orrustan um Midway svipaða þýðingu og
orrustan um Bretland; í báðum tilfellum var um
að ræða stöðvun á framsókn óvinarins í fyrsta
sinn og bæði atvikin juku mjög á þjóðarstolt við-
komandi þjóða, Breta og Bandaríkjamanna.
Kvikmyndin, 130 mín. löng, sem hér hefur verið
gerð um þennan atburð, er þó tæpast til að
vekja þjóðarstolt. Sennilega hafa höfundarnir
ætlað sér að gera kvikmynd, sem lýsti nákvæm-
lega og réttilega öllu því helsta, sem snerti
þessa orrustu. Það er hins vegar alltaf mats-
atriði í svona tilvikum, hvað eru aðalatriði og
hvað aukaatriði, en svo virðist, sem of mörgum
smáatriðum sé blandað inn í frásögnina til þess
að hún geti orðið heilsteypt. Midway er fyrst og
fremst stríðsmynd, sem leggur áherslu á að
sýna, hvernig ákveðinn, frægur atburður á sér
stað út frá hernaðarlegu sjónarmiði. Þess vegna
eru t.d. atriðin sem lýsa sambandi japönsku
stúlkunnar við son Matt Garth (C. Heston) al-
veg út í hött þar sem þau gera tvennt í senn, að
dreifa athyglinni frá meginviðfangsefninu, án
þörfum stríðsmynda og krafðist þess að viðbót-
arhátölurum væri komið fyrir í bíósalnum.
Tæknin varð ekki langlíf, aðeins fjórar myndir
voru gerðar Earthquake (1974), Rollercoaster
(1977), og Battlestar Galactica (1978), auk
Midway.
Í ársbyrjun 1977 birtist í Morgunblaðinu listi
vikuritsins Variety yfir vinsælustu bíómynd-
irnar vestan hafs árið 1976 og var Midway þar í
sjötta sæti og losuðu brúttótekjurnar 20 millj-
ónir bandaríkjadala. Langvinsælasta myndin
það árið var One Flew Over the Cuckoo’s Nest
sem þénaði yfir 56 milljónir dala. Fyrir ofan
Midway voru ekki ómerkari myndir en All the
President’s Men, Omen og Silent Movie.
Midway hlaut ekki náð fyrir augum Ósk-
arsakademíunnar; fékk enga einustu tilnefn-
ingu.
Midway skolaði ekki upp á Íslandsstrendur
fyrr en í apríl 1977 og var kynningartexti Laug-
arársbíós á bíósíðu Morgunblaðsins eftirfar-
andi: „Ný bandarísk stórmynd um mestu sjó-
orrustu sögunnar, orrustan um valdajafnvægi á
Kyrrahafi í síðustu heimsstyrjöld. Ísl. texti.“
Midway var greinilega beðið með nokkurri
eftirvæntingu hér á landi en í júní 1975 birtist
frétt þess efnis í hinum vinsæla dálki „Fólk í
fréttum“ í Morgunblaðinu að til stæði að Holly-
wood-stjörnurnar Henry Fonda, Robert Mitch-
um og Charlton Heston yrðu í myndinni. Í sept-
ember sama ár birtist svo ljósmynd af Fonda og
Glenn Ford í sama dálki í hlutverkum aðmír-
álanna Spruance og Nimitz. Menn splæstu að
vísu bara einu n-i á Glenn karlinn en hann var
auðþekktur á myndinni.
Þá gat Sæbjörn heitinn Valdimarsson, sem
skrifaði af listfengi um kvikmyndir í Morg-
unblaðið áratugum saman, um myndina á Kvik-
myndasíðu Morgunblaðsins í október 1975. „Í
myndinni Midway á garpurinn Charlton Heston
næstum aleinn í höggi við obbann af hinum jap-
anska flota síðari heimsstyrjaldarinnar. Þó að
Heston sé til alls vís, þá ku víst koma honum til
einhverrar hjálpar þeir garparnir Robert
Mitchum, Henry Fonda og Glenn Ford, menn
fullharðnaðir úr fjölda stríðsmynda,“ skrifaði
Sæbjörn.
Myndin var að sönnu stjörnum prýdd en af
öðrum leikurum má nefna Toshiro Mifune, sem
þekktur var úr myndum Akira Kurosawa, Hal
Holbrook, Robert Wagner, Cliff Robertson, Pat
Morita, sem síðar sló í gegn í The Karate Kid,
Tom Selleck og Steve Kanaly, betur þekktur
sem Ray Krebbs úr Dallas.
Bæta þurfti við hátölurum
Midway var frumsýnd í Bandaríkjunum í júní
1976 og var Sæbjörn að sjálfsögðu með puttann
á púlsinum á Kvikmyndasíðunni þá um sumarið.
Greindi frá frumsýningu myndarinnar og að
hún skartaði spánnýrri hljóðtækni sem kölluð
var Sensurround. Sensurround þótti falla vel að
S
prengjur sprungu, flugvélar hröp-
uðu, menn stráféllu og kvikmynda-
húsið skalf og nötraði fyrir atbeina
glænýrrar hljóðtækni. Bandaríska
bíómyndin Midway, eða Orrustan
um Midway, eins og hún kallaðist hér um slóðir,
eftir Jack Smight var í raun og sann mikið sjón-
arspil á sinni tíð og var engu til sparað við gerð
hennar. Enda streymdu bíóþyrstir Íslendingar í
Laugarásbíó sem hýsti herlegheitin vorið 1977.
„Þetta er bíó,“ sögðu menn. „Alvöru bíó.“
Kvikmyndagerð var í deiglunni á þessum
tíma enda aukinn sláttur á sjónvarpinu og sam-
keppnin um áhorfendur að harðna. Það kom
skýrt fram í vangaveltum í Kvikmyndadálki
Vísis í ársbyrjun 1977. „Í Bandaríkjunum sem
og reyndar víðar óttast kvikmyndagerðarmenn
æ meir hina hörðu samkeppni kvikmyndarinnar
við sjónvarpið og raddir heyrast jafnvel um það
að kvikmyndin sé að verða úreltur tjáning-
armiðill. Til þess að sporna við þessari þróun
leitast kvikmyndagerðarmennirnir við að koma
inn á ný svið, sem vekja áhuga almennings á
kvikmyndinni. Kvikmyndirnar verða því gjarn-
an stórbrotnari heldur en sjónvarpsefnið og
gengið er lengra í ýmsum efnum heldur en sjón-
varpið gerir enn, a.m.k. enn sem komið er.“
Markaði tímamót
Það var því engin tilviljun að Orrustan um
Midway var tilkomumikil og stórskorin kvik-
mynd. Enda kallaði tilefnið auðvitað á slíka
meðhöndlun. Undir var sagan af bardaganum
um Midway, í endursögn herforingjanna og sjó-
mannanna, sem tóku þátt í bardaganum. Þar
börðust bandaríski herinn og sá japanski, en
bardaginn markaði tímamót í baráttunni á
Kyrrahafinu í seinni heimsstyrjöldinni.
Hollywood-stjörnurnar Glenn
Ford, Henry Fonda og Robert
Mitchum voru í lykilhlut-
verkum í fyrri myndinni 1976.
’Í myndinni Midway á garp-urinn Charlton Heston næst-um aleinn í höggi við obbann afhinum japanska flota síðari heims-
styrjaldarinnar. Þó að Heston sé til
alls vís, þá ku víst koma honum til
einhverrar hjálpar þeir garparnir
Robert Mitchum, Henry Fonda og
Glenn Ford, menn fullharðnaðir úr
fjölda stríðsmynda.
42 árum eftir að Orrustan um Midway var fyrst sýnd í Laugarásbíói er komin ný mynd um sama efni og sem fyrr leikur húsið á
reiðiskjálfi. Þá sem nú nýtur myndin mikillar lýðhylli og fólk streymir á hana en viðbrögð gagnrýnanda eru heldur hófstilltari.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is