Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Síða 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.12. 2019
Ímyndaðu þér vinnustað. Ekkert sér-staklega stóran, en samt soltið merki-legan, því allir eru meira eða minna í
sama starfinu. Fólk skiptist þó í deildir og
svo vinna sumar deildirnar meira saman en
aðrar. Vaktirnar eru breytilegar, maturinn
greinilega ágætur og svo þarftu að sækja
um að fá að halda vinnunni á fjögurra ára
fresti. Stundum oftar.
Enginn yfirmaður, enginn er rekinn og
allir tala á fundum eins mikið og þeir vilja.
Og yfirleitt miklu meira en aðrir vilja.
Fyrirtækið sjálft er algjört aukaatriði. Þú,
starfsmaðurinn, og fólkið í þinni deild er
augljóslega það eina sem veit hvernig á að
reka þetta fyrirtæki. Eigendur fyrir-
tækisins eru löngu hættir að nenna að
fylgjast með hvernig því gengur, þótt það
sé endalaust í fréttum.
Velkomin í pólitík
Síðustu vikur hafa verið erfiðar á vinnu-
staðnum. Ein deild er svo aðframkomin af
spillingu að það er ekki hægt að vinna með
henni, önnur er skítadreifari og drullusokk-
ur, einn hópur er stanslaust að hlaða undir
sig og sína og allt á þetta fólk það sameig-
inlegt að kunna ekki að stjórna.
Við hátíðleg tækifæri stígur svo þetta
sama fólk fram og talar um samvinnu.
Hversu mikilvægt það sé að opna stjórn-
málin og vinna saman að niðurstöðu. Sem
verður að teljast nokkuð merkilegt því svo
virðist sem fólk úr hinu liðinu fái bara aldr-
ei góða hugmynd.
Jafnvel þegar mál, sem einhver pólitíkus
hefur barist fyrir af öllu hjarta, eru sam-
þykkt, þá er það einhverjum öðrum að
þakka. Það virðist aldrei geta komið upp sú
staða að hægt sé að hrósa pólitískum and-
stæðingi sínum. Í besta falli hafi þeir bara
rambað á gamla hugmynd en örugglega
samþykkt hana á röngum forsendum og
með eitthvað illt í huga.
Ágætt dæmi kom upp í viðtali um daginn
þegar þingmaður gat ómögulega svarað því
hver væri skemmtilegasti þingmaðurinn en
átti ekki í nokkrum vandræðum með að
segja hver væri sá leiðinlegasti. Ég myndi
halda að á venjulegum vinnustað væri þetta
öfugt. Hver leggur sig fram um að koma
því á framfæri hver sé leiðinlegasti starfs-
maðurinn? Er ég sá eini sem sé fyrir mér
vandræðalega stöðu í mötuneytinu?
Sjáið bara fyrir ykkur fólk sem vinnur
saman. Fólk í einni deildinni er ekki bara
sannfært um að það hafi öll réttu svörin,
heldur líka að fólkið í hinni deildinni sé ekki
bara óhæft, heldur líka í þessum rekstri á
röngum forsendum. Það hafi það hreinlega
að markmiði að skemma. Þetta fólk sem er í
sama starfi og þú. Í besta falli getur það
annað slagið gerst að einn úr hinni deildinni
er ekki alveg jafn mikið ógeð og restin af
liðinu. Lengra nær það sjaldnast.
Þetta er akkúrat fólkið sem við höfum
valið okkur til að marka stefnu um hluti
eins og samvinnu, samstarf og hvernig eigi
að koma í veg fyrir einelti. Hvernig við eig-
um að ala upp börnin okkar, hvaða gildi við
eigum að standa fyrir sem samfélag og allt
hitt.
Næst þegar þið finnið ykkur knúin til að
tala um mikilvægi samvinnu, opinna stjórn-
mála og sameiginlegrar niðurstöðu. Verið
frammi.
’Það virðist aldrei geta komið upp sú staða aðhægt sé að hrósa pólitískum andstæðingisínum. Í besta falli hafi þeir bara rambað ágamla hugmynd en örugglega samþykkt hana á
röngum forsendum og með eitthvað illt í huga.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Að vita allt best
Elsku Friðrik Ómar
minn. Það er svo sann-
arlega hægt að segja
að þú hafir breytt okk-
ur Íslendingum og gefið
okkur kraft og gleði með öllu því
sem þú hefur áorkað á þinni af-
skaplega stuttu ævi.
Það er svo merkilegt við afmæl-
isdaginn þinn að ég man að ég var
skotin í svo yndislegum manni fyrir
hundrað árum
sem átti sama af-
mælisdag og þú og
í afmælisdagabók-
inni góðu stóð að
hann væri dem-
antur í mannsorp-
inu.
Lífstalan þín er
sex sem þýðir að
þú ert sú persóna
sem þarf ekki að
hafa fyrir því að
eignast vini því fólk hefur dregist að
þér frá unga aldri og tengst þér lífs-
böndum.
Þessi orka sprettur að stærstum
hluta af fjölskyldunni, hvort sem þú
velur þér fólk inn í hana eða um er
að ræða þessa skemmtilegu fjöl-
skyldu sem þú fæddist inn í.
Þú ert með mikið keppnisskap og
verður bara fúll ef þú nærð ekki
þeim árangri sem þú setur þér og
rúmlega það. Þú hefur oft dottið á
rassinn en staðið upp jafnharðan og
haldið áfram sem ætti að vera skila-
boð til okkar allra að fallið skiptir
ekki máli heldur upprisan. Hvert ár
virðist færa þig nær frelsinu og láta
þér líða betur og gera þig svo
dásamlega ánægðan í eigin skinni.
Þú ert að fara inn í tímabil með
söng, að sjálfsögðu, og ýmiss konar
öðrum gjörningi, eins og til dæmis
sjónvarpsþáttum, uppistandi og fyr-
irlestrum.
Árstalan þín er átta og er hún
tákn eilífðarinnar og mikils hraða
sem þú átt eftir að skemmta þér
dásamlega í.
Tækifærin sem þú færð verða eins
og íslenski vindurinn; þau koma og
fara snögglega. Þú þarft að vera
fljótur að taka
ákvarðanir, sem er
þín sér listgrein,
og segja já við
hinu óvænta og
ómögulega.
Þú staldrar við
næsta haust í
kringum afmæl-
isdaginn þinn því
þá ferðu inn í tólf
mánaða tímabil
þar sem þú hreins-
ar allt út sem þú vilt losa þig við,
svona eins og maður tekur geymsl-
una og hendir úr henni og innréttar
hana upp á nýtt. Það er alltaf eitt-
hvað hægt að gera, það veistu.
Árið 2021 eru svo spennandi hlutir
að sigla í kringum þig. Þeir eru upp-
hafið af fersku tímabili sem telur
átta ár.
Ástin verður alveg ljómandi góð á
þessu tímabili en vandaðu þig vel því
að þú ert tryggur og trúr og vilt
tjalda lengur en til einnar nætur.
Þú átt alltaf eftir að eiga heima á
landinu okkar góða. En samt munt
þú eiga annan samastað í öðru landi
sem gæti verið Kanada, eða land líkt
því.
Stjörnumerki Friðriks er Vog.
Morgunblaðið/Hari
FRIÐRIK ÓMAR HJÖRLEIFSSON
4.10. 1981
Ánægður í
eigin skinni
’Tækifærin sem þúfærð verða eins ogíslenski vindurinn; þaukoma og fara snögglega.
Þú þarft að vera fljótur
að taka ákvarðanir, sem
er þín sér listgrein, og
segja já við hinu
óvænta og ómögulega.
TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
alnabaer.is