Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Síða 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.12. 2019 V estast á Suður-Grænlandi á bú- jörðinni Isortoq býr Íslending- urinn og hreindýrabóndinn Stef- án Hrafn Magnússon. Hann er mættur til Íslands til fundar við blaðamann; stór og stæðilegur maður sem gengur ögn haltur. Við pöntum okkur kaffi og spjöllum undir jólatónlist sem ómar í loftinu. Það er fljótt ljóst að Stefán er ekkert venju- legur maður. Hann hefur aldrei vílað fyrir sér að vinna mikið og það við aðstæður sem við flest myndum aldrei kjósa. Stefán valdi sér þá leið í lífinu sem gerði honum kleift að vera ná- lægt dýrum úti í hinni villtu náttúru. Sannkall- aður Stikilsberja-Finnur okkar tíma. Hann fann sína ástríðu við hreindýrarækt og segist jafnvel vera hreindýrahvíslari. Sveitamennska í blóðinu Stefán Hrafn var óvenjulegt barn. Hann hafði strax áhuga á menningu fólks á norðurslóðum og drakk í sig allt sem hann komst yfir um Inúíta, landkönnuði og lífið í gamla daga. „Ég hafði alltaf áhuga á mannfræði, allt frá æsku, og lagðist í bækur um Inúíta. Ég las allt um lifnaðarhætti þeirra og hvernig þeir lifa,“ segir hann og segist fljótlega hafa gert sér grein fyrir að hefðbundin vinna væri ekki fyrir sig. „Ég var hræddur við það að festast við eitt- hvað borgaralegt hér í Reykjavík. Ég óttaðist þá tilhugsun.“ Stefán er alinn upp hjá einstæðri móður sinni í Reykjavík á veturna en á sumrin í sveit- inni hjá ömmu sinni og afa í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dalasýslu. „Ég fór einn með rútunni úr bænum á vorin frá sex ára aldri. Þar var ég skilinn eftir í kaupfélaginu og frændi minn sótti mig þang- að,“ segir Stefán. Í sveitinni úti í náttúrunnu átti hann sínar bestu stundir og á þaðan dýrmætar minn- ingar. „Ég er sveitamaður í mér, það er í blóðinu. Ég var frekar mikill einfari og fór oft sem krakki í langar gönguferðir upp á fjall. Á þeim tíma á Íslandi var ekkert farið á fjöll nema maður væri að smala kindum eða ætti eitt- hvert brýnt erindi. Gönguferð upp á fjall var talin tímasóun á hábjargræðistímum,“ segir Stefán og segir að sér hafi líkað vel að sækja kýrnar, tína ber og taka þátt í heyskap. Hann segist alltaf hafa verið duglegur og óhræddur við að vaða í verkin. „Ég hef megna fyrirlitningu á sérhlífni.“ Fór í óleyfi til Grænlands Þegar Stefán var fimmtán ára hafði hann aldr- ei komið til útlanda. Áhuginn á Inúítum kveikti hjá honum þá hugmynd að hann yrði að fara til Grænlands. Þar sem hann vissi að móðir hans myndi aldrei hleypa honum einum í slíka ferð brá hann á það ráð að kaupa sér farmiða án þess að segja nokkrum manni frá því. Hann skrifaði móður sinni kveðjubréf en stakk bréf- inu óvart ofan í skúffu. „Ég keypti sjálfur flugmiðann fyrir minn pening. Sölustjórinn hjá SAS spurði í þaula: „Hvað, máttu fara?“ „Jájá,“ svaraði ég,“ segir Stefán og hlær. „Mín hugmynd var að vera þarna í þrjár vik- ur í útilegu áður en skólinn byrjaði. Ég ætlaði að sofa í tjaldi og veiða mér til matar,“ segir Stefán og segist ekki hafa þekkt nokkurn mann á Grænlandi. „Ég var með vopn til veiðar; var búinn að smíða mér veiðistöng og skutul og fór með það út. Úti keypti ég mér svo riffil en ég notaði mest veiðistöng til að veiða fisk. Ég tjaldaði við vatn og veiddi mér til matar,“ segir Stefán. „Á leiðinni til Qaqortoq hitti ég Böðvar Guð- mundsson skáld og hann skrifaði svo um mig pistil sem heitir Freknótti Finnur minnir mig, af því ég minnti hann á Stikilsberja-Finn. Hon- um fannst tilburðir mínir líkir honum,“ segir hann og brosir. „Ég bauð Böðvari að gista hjá mér í tjaldinu því þarna var ekkert hótel eða gistihús. Hann var með svefnpoka og þáði það.“ Á meðan Stefán undi sér vel við veiðar á Grænlandi var móðir hans mjög áhyggjufull á Íslandi, enda fann hún ekki bréfið fyrr en tveimur dögum eftir brottför drengsins. Um leið og bréfið fannst var farið að leita að Stef- áni á Grænlandi og fannst hann á þriðja degi. „Ég var að kaupa mér pylsu þegar lögreglu- bíll stoppaði og út steig lögregluþjónn. Hann spurði mig hvort ég væri drengurinn sem hefði stungið af en ég svaraði að ég hefði nú ekkert stungið af heldur bara farið í ferð. Ég sagði við Böðvar: „Ég verð víst að fara með honum,“ en ég fékk að vera um viku í viðbót því það var ekkert flogið svo oft,“ segir Stefán kíminn. Ferðin reyndist upphafið að ævintýraferð- um Stefáns en eftir þessa ferð fékk hann leyfi hjá móður sinni til ferðalaga. „Hún sá að þetta var ekkert lífshættulegt,“ segir Stefán og viðurkennir að hann hafi strax heillast af Grænlandi og þá aðallega nátt- úrunni. „Veðrið þar er líka alltaf rosalega gott, mikl- ar stillur og sól. Aldrei rigning og rok.“ Svaf með stein undir bakinu Eftir heimkomuna fór Stefán í Bændaskólann á Hvanneyri því hann vissi snemma að hann vildi verða bóndi þótt hann væri ekki búinn að ákveða hvers konar bóndi. „Ég var að hugsa um að verða nautabóndi og fór á nautabúgarð í Vestur-Kanada í skipti- nám. Svo kynntist ég hreindýraræktinni í Nor- egi og fannst hún miklu skemmtilegri,“ segir Stefán en hann fór þangað í starfsnám í hrein- dýrarækt. „Ég bjó hjá Samafjölskyldu í bæ sem heitir Katokeino. Í Finnmörk er stærsta hreindýra- ræktarhérað Noregs með hundrað þúsund hreindýr. Ég bjó með þeim í húsi yfir veturinn en svo þegar við fórum út á víðáttuna vorum við í gangnakofum, ýmist úr torfi eða tré. Á sumrin bjuggum við í tjaldi en þá var verið að flytja dýrin frá vetrarbeitarlöndum til sumar- beitarlanda. Við vorum í tjaldi alveg frá apríl og fram á sumar. Við vorum á stöðugu ferða- lagi með hjörðina. Þetta var þrjú hundruð kíló- metra leið með öllum krókum. Þetta var mjög skemmtileg leið yfir víðáttuna en þarna er allt svo gróið. Þegar það var lítið að gera um sum- arið fór ég að vinna við afleysingar á kúabúi en fór svo aftur í tjaldið í ágúst og fram í endaðan nóvember,“ segir hann. En þetta voru engin venjuleg nútíma- lúxustjöld. „Þetta var eins og indíánatjald, ekki með neinu gólfi og eldstæði í miðjunni. Það óx birkiskógur allt í kring þannig að nógur var eldiviðurinn. Það er hlýtt inni í tjaldinu þegar eldurinn brennur þótt úti sé frost. Ég var með góðan svefnpoka og svaf í ullarnærfötum. Maður þurfti að hafa eldiviðinn tilbúinn innan seilingar áður en maður sofnaði, fyrir næsta dag. Við vöknuðum alltaf upp úr þrjú eða fjög- ur en þá fara hreindýrin á stjá. Þá kveikir maður upp því úti er kannski tuttugu stiga frost,“ segir Stefán en hann var 19 til 21 árs á þessum árum sem hann dvaldi og vann með Sömum. Einn var sá siður sem Stefán tók upp eftir Sömunum þegar hann bjó með þeim en hann var að sofa með steinvölu undir bakinu. Blaða- maður, sem alla ævi hefur sofið í mjúku rúmi, skilur ekki tilganginn og biður um útskýringu. „Eftir svona þrjá tíma fer þetta að verða óþægilegt og mann fer að verkja undan stein- inum. Þá vaknar maður. Þetta er bara vekj- araklukka!“ segir hann og skellihlær. Hreindýrakjöt í öll mál Á meðan Stefán bjó meðal Sama og lifði frum- stæðu lífi stunduðu vinir hans heima á Íslandi sína vinnu og áhugamál. Hann var sáttur við sitt hlutskipti og vildi ekki skipta við þá. „Ég var mjög gamaldags í hugsunarhætti. Amma var alltaf að segja mér frá gömlum tím- um þegar fólk bjó í torfbæjum. Þetta fannst mér afskaplega heillandi þótt ég viti að afa míns megin bjó fólk við mikla harðneskju; kulda og svengd. Einu skiptin sem ég hugsaði: „hvurn andskotann er ég að gera hérna, af hverju er ég ekki bara heima í þægindum eins og vinir mínir?“ var þegar ég var kannski bú- inn að ganga í marga daga og orðinn virkilega þreyttur. Þetta voru maraþongöngur.“ Á þessum árum þurfti Stefán að læra að borða eins og Samar en þeir innbyrða ósköpin öll af kjöti til þess að hafa næga orku í langar göngur. „Ég fékk einu sinni athugasemd við kvöld- máltíðina. Þeir sögðu: „Þú étur ekki neitt! Þú verður að éta til þess að hafa orku. Þá byrjaði ég að borða og þá kom styrkurinn.“ Að vonum var lítið annað á boðstólum en hreindýrakjöt. „Hreindýrakjöt alla daga!“ Fékkstu ekkert ógeð? „Nei, aldrei. Jú, kannski þegar hreindýra- lifur var á boðstólum, en að öðru leyti var ég ánægður með mína hreindýrasúpu. Það var oft brauð í morgunmat en svo hreindýrasúpa í há- deginu og á kvöldin. Svo var maður með þurrkað eða reykt hreindýrakjöt úti á víða- vangi,“ segir hann. Borðarðu enn mikið hreindýrakjöt? „Já, svona þrisvar, fjórum sinnum í viku,“ segir hann og hlær. „Það er hægt að borða þetta á svo marga vegu; kjötsúpu, kjötbollur, lasagna, hamborg- ara og steikur,“ segir Stefán. Hann heldur áfram að segja blaðamanni frá ævintýrunum í Lapplandi. Á tímabili yfir há- sumarið þurfti að pakka tjöldum, hreindýra- sleðum og öllu hafurtaski saman daglega, reka hreindýrin áfram og tjalda svo á ný fyrir kvöldið. „Yfir sumarið vorum við kannski þrjár vikur á sama stað en svo tóku við um tvær vikur þar sem við þurftum að tjalda á nýjum stað dag- lega,“ segir Stefán og útskýrir að stöðugt þurfi að vakta hreindýrin. Hjörðin sem Stefán vakt- aði og rak taldi nokkur hundruð dýr og voru þeir fimm karlmennirnir sem þeim fylgdu. Eitt er víst að örlög Stefáns voru þarna ráð- in; hann skyldi verða hreindýrabóndi. Gekk aleinn 130 kílómetra Eftir ævintýrið í Noregi flutti Stefán sig yfir til Svíþjóðar þar sem hann fór í menntaskóla á hreindýrabraut. „Ég tók þar fyrsta árið en fannst svo skólinn ekki gefa mér neitt. Ég var búinn að læra þetta allt í gegnum vinnuna. Ég lærði samt bókfærslu og ákveðna vinnutækni. Ég ætlaði mér að eignast hjörð og gerast bóndi en ekki verða vísindamaður,“ segir hann. „Ég fór þaðan til Alaska og vann við að leið- beina Inúítum við hreindýrarækt í tvö ár. Þetta voru skemmtileg ár en ég fékk heimþrá til Skandinavíu. Ég vann mjög mikið einn, nema fyrsta sumarið. Ég notaði íslenska hesta í hreindýraræktinni og mér fannst það mjög spennandi. Í Noregi löbbuðum við allt; stund- um fimmtíu kílómetra á dag í marga daga. Þá verður maður mjög þreyttur,“ segir Stefán og segist hafa keypt og flutt hestana inn frá Kan- ada. Vélsleðar voru stundum notaðir og eitt sinn þurfti Stefán að fara út að leita að týndri hreindýrahjörð. Það fór ekki betur en svo að sleðinn bilaði og sat þá Stefán aleinn fastur úti í náttúrunni í yfir þrjátíu stiga frosti. „Ég átti að vera í fríi en það hafði verið vont veður í tvo daga. Strákarnir höfðu farið út þeg- Ánægður með mína hreindýrasúpu Allt frá æsku hefur lífið á köldum norðurslóðum heillað Stefán Hrafn Magnússon. Í næstu viku kemur út ævisaga hans, Isortoq – Stefán hreindýrabóndi, eftir Svövu Jónsdóttur. Í fjóra áratugi hafa hreindýr verið hans ær og kýr og hefur Stefán lent í ótrúlegum ævintýrum á lífsleiðinni. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Maður þurfti að hafa eldi-viðinn tilbúinn innan seilingar áður en maður sofnaði,fyrir næsta dag. Við vöknuðum alltaf upp úr þrjú eða fjögur en þá fara hreindýrin á stjá. Þá kveikir maður upp því úti er kannski tuttugu stiga frost.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.