Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Page 15
8.12. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 ar veður var gott en fundu ekki hreindýrin og hringdu í mig. Ég ákvað að fara sjálfur af stað og þeir urðu bara eftir,“ segir hann og hlær. „Ég fann hreindýrin, fimm hundruð dýra hjörð. Það er mjög skrítið að þegar maður tengist hreindýrahjörð hefur maður alltaf á til- finningunni hvar hún er. Það hafa margir Sam- ar sagt þetta við mig líka,“ segir hann og blaðamaður skýtur inn spurningu: Ertu kannski hreindýrahvíslari? „Já, kannski bara,“ segir Stefán og hlær. Hann heldur áfram með söguna. „Ég rek hjörðina saman og svo bilar sleðinn. Ég var alltaf með gönguskíði með mér, hefð- bundin skíði úr birki frá Svíþjóð. Þau eru breið og hentug fyrir snjóinn. Ég var með mat til tveggja daga og ketil til að sjóða vatn. Ég var í hreindýraskinnsstakki sem ég ég batt ofan á bakpokann, setti undir mig skíðin og byrjaði bara að ganga og gekk alla nóttina,“ segir Stefán en þess má geta að hann var fjar- skiptalaus, enda var þetta löngu fyrir tíma far- síma og talstöðvar hefðu ekki virkað þarna. „Ef ég komst í vatn kveikti ég bál og sauð vatn og hvíldi mig smávegis. Ég var kominn til baka á hádegi næsta dag,“ segir hann en vega- lengdin var um 130 kílómetrar. „Ég þurfti að tékka á andlitinu á mér á tíu mínútna fresti til að athuga hvort mig hefði nokkuð kalið. Ef ég fann að húðin var byrjuð að harðna þurfti ég að leggja höndina á nef og kinnbein. Ef maður gleymir því, þá kelur mann.“ Hefði ekki verið betra að vera með lamb- húshettu? „Jú, það hefði verið það,“ segir Stefán róleg- ur. Hann kallar ekki allt ömmu sína. „Eftir að mig kól í fyrsta skipti, þegar ég var að keyra á Grænlandi, fór ég að nota lamb- húshettur og líka grímur. Sérstaklega þegar maður keyrir vélsleða. Nýir vélsleðar eru reyndar búnir hitablásara. Þetta lærðist með tímanum en þarna í Alaska var ég 25 ára töff- ari, ódrepandi,“ segir hann og skellihlær. Bjargaði manni úr vök Í tvo áratugi þjáðist Stefán af slæmum bak- verkjum sem voru orðnir svo vondir að hann svaf varla heila nótt og heftu verkirnir einnig gang. Ástæðu bakmeiðslanna má rekja til hetjudáðar en Stefán bjargaði eitt sinni manni úr vök. Ekki var nóg að bjarga manninum heldur þurfti Stefán einnig að bjarga þrjú hundruð kílóa sleða og öðrum búnaði. Við þessa þrekraun brast eitthvað í hryggnum sem versnaði svo með árunum. „Ísinn brast og sleði og maður fóru á kaf. Ég þurfti að losa tengivagninn frá og draga í land og svo sleðann sjálfan. Ég bjargaði tækjunum en kannski líka lífi mannsins. Hann var blaut- ur og hjálparvana. Það var tuttugu stiga frost og þetta hefði allt eyðilagst ef ég hefði ekki náð tækjunum upp. Það brast eitthvað í bakinu, en fyrir þetta hafði ég alltaf verið hraustur. Mér var illt á eftir og verkir komu og fóru. Á þess- um tíma var ekki komið net og ég gat ekki leit- að upplýsinga og ég var sendur þarna í rönt- gen. Á myndunum sáust bara bein en ekki brjóskið og mér var sagt að ég væri með fínt bak. Þegar ég var orðinn farlama, og gat að- eins gengið hundrað og fimmtíu metra út í búð, var ég loks sendur í skanna og fór að lesa mér til um þetta á netinu. Það hefði verið hægt að laga þetta tíu árum áður. Heilbrigðiskerfið á Grænlandi var ekki betra,“ segir Stefán sem er í dag verkjalaus en haltur. Fleira hefur komið fyrir Stefán á ferðum hans um ísilögð eyðilönd. Oft hefur hann skor- ið sig og þá eru góð ráð dýr þegar langt er í næsta sjúkrahús. „Ég sauma mig sjálfur. Síðast núna í sumar skar ég mig og saumaði en ég er með sauma- dót heima á búgarðinum og tek það með í lang- ferðir. Þetta er bara vont rétt á meðan þú ert að koma nálinni undir skinnið. Svo er það ekki vont.“ Frekar lifandi en dauð Stefán hefur nú búið á Grænlandi og stundað hreindýrabúskap í um aldarfjórðung. Hann dvelur einnig mikið á Íslandi á veturna. „Hreindýrin eru þá á víðavangi og passa sig sjálf.“ Stefán valdi rétta leið í lífinu því hann fær að njóta náttúrunnar alla daga. Ljóst er að þetta náttúrubarn hefði aldrei getað setið við skrif- borð átta tíma á dag. Hann vinnur á búgarð- inum sínum og sinnir hreindýrunum en afurð- irnar eru seldar á Grænlandi, enda Græn- lendingar sólgnir í hreindýrakjöt. Mikið hefur breyst í gegnum árin og hafa bæði þyrlur og drónar verið notuð til að reka hreindýr. „Drónar virka en þeir eiga eftir að læra voðalega mikið dróninn og mennirnir með hann. Ég held að hestur og maður séu bestir í hreindýrarekstri. Það er frekar leiðin. Ef þú ert ekki tilbúinn til að vera úti í náttúrunni, í fjöllunum og á túndrunni, þá áttu bara að vera að gera eitthvað annað,“ segir hann. Stefán segist fimm sinnum hafa sótt um að fá að vera með hreindýrabúskap á Íslandi. „Ég fæ alltaf synjun. Ísland er eina landið í heimskautaráðinu sem bannar hreindýrarækt og hindrar það vísvitandi að það megi gera til- raunir með ræktun hreindýrastofns hérlendis. Enginn vísindamaður sem ég hef borið hug- myndina undir skilur af hverju það má ekki.“ Aukabúgrein hjá Stefáni er ferðamennska og er hann með gistiheimili á búgarðinum sín- um. Veiðifélagið Lax-á selur veiðileyfi á svæði Stefáns, hann skipuleggur gönguferðir og seg- ir að hreindýrin séu nú orðið einnig aðdráttar- afl fyrir ferðamenn. „Okkar hjörð er bæði hreindýr og ferða- menn. Í framtíðinni langar mig frekar að hafa viðurværi af hreindýrunum lifandi en dauð- um,“ segir hann og hlær. „Ef þú ert ekki tilbúinn til að vera úti í náttúrunni, í fjöllunum og á túndrunni, þá áttu bara að vera að gera eitthvað annað,“ segir Stefán en hann hefur stundað hreindýrabúskap í áratugi. Morgunblaðið/Ásdís „Okkar hjörð er bæði hreindýr og ferðamenn. Í framtíðinni langar mig frekar að hafa viðurværi af hreindýr- unum lifandi en dauðum,“ segir hreindýrabóndinn Stefán.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.