Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.12. 2019
Þ
að eru 11 mánuðir til forsetakosninga í
Bandaríkjunum og þar eru menn
fyrir mörgum mánuðum farnir á lím-
ingunum vegna þeirra. Í Bretlandi
eru aðeins 5 dagar til þingkosninga.
Og hvað um það, kynni einhver að
spyrja.
En þegar svo stutt er í meiriháttar úrslit, „sem skipt
geta sköpum“, er varla ósanngjarnt að spennan taki
marga yfir.
Miklar breytingar, en þó stöðugar
Kannanir hafa hreyfst mjög mikið síðustu átta vikur
en þó má halda því fram að meginlínurnar hafi verið
vel mótaðar þegar kosningaslagurinn var svo sem
hálfnaður. Hljómar eins og þversögn en fáein atriði
geta staðfest að svo þarf þó ekki að vera.
Þegar að Boris Johnson varð leiðtogi Íhaldsflokks-
ins og forsætisráðherra hinn 23. júlí síðastliðinn sögðu
kannanir flokkinn, sem Thersa May skilaði nauðug af
sér, vera með um 25% fylgi.
Hinn stóri flokkurinn, Verkamannaflokkur Jeremy
Corbyns, var með svipað fylgi en þó örlítið minna í
sumum könnunum og virtist liggja á milli 23 og 25%
stuðnings.
Sigur Borisar Johnsons í leiðtogakjöri, sem var um
flest gjörólíkur fyrirrennaranum, hleypti strax lífi í
Íhaldsflokkinn. Flokkurinn var laskaður eftir tap
Camerons, leiðtoga hans, í þjóðaratkvæðinu um
Brexit árið 2016. Ekki rjátlaðist vandræðagangurinn
af þegar Theresa May tók að sýna á spilin sín í
samningaviðræðum við ESB.
Villtist í heimatilbúinni þoku
Embættismennirnir lukust um hana, allan hringinn,
enda gátu þeir ekki hugsað sér framtíð án aðgangs að
sambandinu sem jafna mæti við aðild. Þá hryllti við því
að eiga ekki lengur neina persónulega framavon fyrir
sig nema á þessari smáeyju norðan Ermarsunds, sem
enn hélt að hún væri heimsveldi.
Þeir gerðu því allt sem þeir gátu til að teyma for-
sætisráðherrann út í allar þær ógöngur sem buðust.
Gönguferðir eru reyndar helsta tómstundaiðja frú
May og þeirra hjóna, svo hún, sem var ekki að öðru
leyti endilega sú þægilegasta í taumi, tók lukkuleg
öllum þessum labbitúrum út í óvissuna og „keypti það“
að öllu væri stefnt í átt til brúklegrar lausnar. En
ekkert bendir þó til þess að það hafi nokkru sinni verið
ætlunin.
May vaknaði loks upp við vondan draum og var þá
komin í sjálfheldu eins og kind í ófæru klettabelti. Þar
á undan hafði ólíkindatólið Bercow þingforseti af
skömm sinni leyft henni að bera sömu tillögu um
útgöngusamning fjórum sinnum upp og fá hann
felldan jafn oft!
Þeim Bretum fjölgaði ört sem urðu miður sín að
horfa upp á þessi ósköp. Það voru ekki aðeins þeir sem
með meirihlutanum höfðu samþykkt útgöngu í þjóðar-
atkvæði. Auðvitað voru fjölmargir ærlegir menn og
konur sem sagt höfðu nei við henni en töldu þó ekki
annað koma til greina en að niðurstaðan yrði virt.
Kjósendur skipast í sveit
Fylgi Íhaldsflokks Borisar jókst næstu vikurnar allt
þar til að munur á milli flokkanna var orðinn liðlega 10
prósentustig. Þá tók Verkamannaflokkurinn að bæta
við sig. Og í framhaldinu voru báðir flokkar komnir á
skrið svo að munurinn á milli þeirra hefur verið næsta
stöðugur, um 10 prósent síðustu vikurnar.
Kannanir sem birtar voru í fyrradag sýna flokk
Johnsons með um 42-3% fylgi á landsvísu og flokk
Corbyns með 32-4% .
Flokkarnir tveir höfðu sem sagt haft samanlagt um
50% stuðning seinni partinn í júlí, en taka nú til sín
skv. könnunum um 75% af væntanlegum greiddum
atkvæðum.
En hvernig gat þessi fylgissveifla orðið svo brött og
hvaðan kom hún? Það er von að spurt sé. En aðstæð-
urnar voru óvenjulegar í júlí.
Brexit-flokkur Farage varð stærsti flokkur landsins
í kosningum til Evrópuþingsins í sumarbyrjun. Hann
fékk sama styrk á því þingi og flokkur Merkel, kansl-
ara Þýskalands!
Á meðan May var enn leiðtogi Íhaldsflokksins dró
hægt úr fylgi við Farage og flokk hans í mælingum á
landsvísu. En smám saman varð kjósendum það ljóst
að Boris Johnsons var nú kominn í öndvegi útgöng-
unnar. Hann einn virtist fær um að efna það loforð
sem þjóðinni hafði verið gefið. Og þótt það væri ekki
endilega sanngjarnt að benda á það var framboð
flokks Farage nú orðið líklegt til að draga úr mögu-
leikum Borisar til þess að ná málinu fram en valda-
mikil öfl sem einskis svifust gerðu allt til að eyðileggja
ákvörðun þjóðarinnar.
Ekkert benti hins vegar til þess að flokkur Farage
næði mönnum á þing en með því að hafa atkvæði af
Íhaldsflokknum, sem engu skiluðu, gæti Farage
tryggt andstæðingum útgöngu úr ESB meirihluta á
þinginu.
Farage hefur lengi verið persónugervingur útgöng-
unnar og það var enginn vafi á því að með stofnun
UKIP, sem náði ótrúlegu fylgi, gerði hann stöðu
Íhaldsflokksins smám saman óbærilega. Þess vegna
neyddist Cameron til að gefa loforð um þjóðaratkvæði.
Í kosningunum til Evrópuþingsins í vor stillti
Frjálslyndi flokkurinn sér upp sem aðalandstæðingi
Brexit-flokksins og náði prýðilegum árangri og naut
hans að nokkru áfram í könnunum.
En þegar línur tóku að skerpast, og nýjum leiðtoga
Frjálslyndra urðu á mistök, missti flokkurinn fylgi á
ný yfir til Verkamannaflokksins.
Nú skal spila á kosningakerfið
Breska kosningakerfið er einnig til þess fallið að rugla
myndina og skekkja allar spár. Þannig mælist Brexit-
flokkurinn nú með aðeins 3-4% fylgi á landsvísu, sem
gefa honum varla neitt þingsæti. Skoski þjóðar-
flokkurinn, SNP, hefur svipað fylgi á landsvísu, en það
safnast allt í kjördæmin í Skotlandi og því er spáð að
þessi 3-4% atkvæða á landsvísu muni færa SNP á milli
40-50 þingsæti í Neðri málstofunni. Sturgeon flokks-
leiðtogi hótar því nú að nýta það afl til að styðja
Corbyn til valda, dugi það til, þótt hún viðurkenni í
sama orðinu að hún hafi minna en ekkert álit á honum
sem stjórnmálaleiðtoga. Enda kunni það að verða eina
leiðin til að setja fótinn fyrir útgöngu úr ESB!
Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, Blair úr
Verkamannaflokki og Major úr Íhaldsflokknum,
tilkynntu að þeir yrðu saman á opinberum fundi á
föstudagskvöldið til að leggja á ráðin um það hvernig
mætti kjósa með „taktískum“ hætti til að tryggja að
frambjóðendur sem styðja útgöngu (og þá auðvitað
einkum Íhaldsmenn), komist ekki á þing!
Í þessum átökum virðast því flest bönd bresta og
auðveldast eiga þeir með að taka þátt í slíkum undir-
málum sem hafa þegar fært trúnað sinn frá eigin
þjóðríki og til annarra heima.
Afmælishátíðin frá
Bretar eru rétt búnir að hrista af sér leiðtogafund
Nató á 70 ára afmæli bandalagsins. Macron forseti
reið þar ekki feitum hesti frá „heilabilunarkenningu“
sinni. Aðrir leiðtogar blésu á allt það tal.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem andar köldu frá
Frökkum til Nató. Bandalagið varð að hraða sér burt
með höfuðstöðvar frá Frakklandi til Belgíu eftir að De
Gaulle tók landið undan hinni sameiginlegu herstjórn
bandalagsins fyrir rúmri hálfri öld og bjó bandalagið
lengi við mjög ófullnægjandi og nánast frumstæðar
höfuðstöðvar, sem nú er loksins búið að bæta úr.
Á afmælisfundinum tókst að slétta yfir þann óró-
leika sem óvæntar og vanhugsaðar yfirlýsingar höfðu
ýft upp og höfðu fundarmenn góð orð um að sam-
staðan væri þrátt fyrir allt sterk innan bandalagsins
og framtíðin því björt.
Spáð gæti ég, gæti ég spáð
Margur hefur nautn af því að spá fyrir um ókomna
hluti. Sumir hafa ábyrgð og skyldur í þeim efnum.
Veðurfræðingar eru mjög þörf starfsstétt og jafnvel
þeir sem eiga ekki mikið undir veðrinu fylgjast þó
gjarnan grannt með þeirra spám.
Og það er auðvitað töluverður galdur hversu nærri
spár þeirra eru um það sem henda mun um allmarga
daga í ókominni tíð.
Margvíslegur tæknibúnaður dregur á augabragði
upp þýðingarmestu upplýsingarnar og bregður þeim
myndrænt upp. Þar getur hver og einn séð það sem
hentar honum best, til viðbótar því sem veðurfræð-
ingurinn hefur tóm til að nefna.
En í ljósi þess hversu gætnir flestir veðurfræðingar
eru gagnvart framtíðinni þegar nokkuð er í hana, er
merkilegt hversu fjölmennir hópar og einstaklingar í
hópi mektarmanna eru lausbeislaðir í sínum spám, og
Gæti Boris haft
stjórnmálalegt brageyra?
Reykjavíkurbréf06.12.19