Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.12. 2019 LÍFSSTÍLL Ekki láta laktósaóþolið skemma jólin fyrir þér Ekki láta laktósaóþolið hafa áfhrif á þitt daglega líf. Laktase töflunar frá tetesept aðstoða við meltingu á mjólkursykri. Forðatöflur með virkni sem varir í 4 klukkustundir. Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is Fæst í öllum helstu Apótekum, Costco og Heimkaup Rækjur á kartöflupönnsum Smáréttur fyrir 4-6 KARTÖFLUPÖNNUKÖKUR 250 g kartöflur 4 msk. grísk jógúrt 4 egg 3 msk. hveiti 1 dl söxuð steinselja salt og pipar Sjóðið kartöflurnar í 20 mínútur, kælið aðeins og afhýðið. Búið til kartöflustöppu, bætið jógúrt út í og hrærið varlega. Bætið síðan eggjunum saman við einu í einu og þar næst hveitinu. Búið til gott deig og bragðbætið með salti, pip- ar og saxaðri steinselju. Látið deigið standa í kæli í hálf- tíma. Steikið littla klatta. Ef deigið er of þykkt má gjarnan þynna það með smá mjólk. RÆKJUSALAT 2 dl rjómaostur 1 msk. rjómi eða mjólk 4 dillgreinar 1 skalottlaukur 200 g stórar rækjur, helst úthafs- rækjur salt og pipar Hrærið saman rjómaost og mjólk eða rjóma þar til osturinn er frek- ar mjúkur. Skerið dillið og laukinn frekar fínt. Blandið lauki, dilli og rækjum saman við ostakremið og bragðbætið með salti og pipar og smá sítrónusafa. Setjið rækjusalat á hverja pönnuköku og skreytið með dilli og rifnum sítrónuberki. 250 g heslihnetur 6 meðalstór egg 250 g sykur 2 tsk. neskaffi 1 msk. soðið vatn Stillið ofninn á 200°C. Setjið heslihneturnar á bök- unarpappír í ofnskúffu og brúnið hneturnar aðeins þannig að það sé auðvelt að taka hýðið af þeim með því að setja þær í hreint viskustykki og hnoða þær vel saman. Kælið hneturnar og setjið helminginn af hnetunum í blandara eða mat- vinnsluvél og fínmalið. Hinn helm- ingurinn er grófmalaður. Þeytið eggjarauður og sykur þar til ljóst og létt. Blandið neskaffinu út í heitt vatn og blandið því saman við eggjamassa. Stífþeytið eggja- hvíturnar og blandið mjög varlega saman við og þar næst eru hesli- hnetur settar út í. Gott er að nota sleif en ekki þeytara. Setjið deigið í tvö 25 cm bök- unarform sem búið er að klæða með bökunarpappír og inn í 180°C heitan ofninn og bakið í 25 mín- útur. NÚGGATKREM 200 g núggat 2 msk. sykur 4 eggjarauður ½ lítri rjómi 2 eggjahvítur, stífþeyttar 100 g gróft hakkaðar heslihnetur Bræðið núggat yfir vatnsbaði, hrærið sykrinum saman við og síð- an eggjarauðunum einni í einu. Þeytið rjómann og blandið honum varlega saman við með sleif og síð- an stífþeyttum eggjahvítunum. Setjið kremið á milli botnanna og ofan á kökuna, skreytið með gróft hökkuðum hnetum og súkkulaði eða eftir smekk. Heslihnetuterta með núggatkremi Smáréttur fyrir 4-6 600 g svínalund 4 msk. ólífuolía 80 g beikon, skorið í bita 200 g hvítkál eða annað gróft kál, skorið í strimla 4 tsk. edik 4 tsk. sykur 4 msk. sólblómaolía eða önnur olía salt og pipar Fjarlægið fitu og sinar af svína- lundinni. Hitið ofninn í 180°C. Setjið olíu á pönnu og brúnið svínalundina á öllum hliðum. Tak- ið kjötið af pönnunni og kryddið með salti og pipar. Steikið beikon- bitana á sömu pönnu og bætið síð- an kálinu saman við og látið hitna vel í gegn. Takið pönnuna af hellunni og setjið edik, sykur og olíu saman við beikon- og kál- blönduna og blandið öllu vel sam- an. Setjið svínalundina í ofninn og steikið þar til kjarnhitinn er kom- inn í 75°C til 77°C, eða þar til kjöt- ið er steikt. MEÐLÆTI OFAN Á 160 g sykur 20 möndlur 20 ólífur 4 meðalstórir tómatar, skornir í bita 2 laukar, skornir í sneiðar 4 msk. smjör 4 tsk. edik 4 stjörnuanís Brúnið sykur í potti og blandið öllu hráefninu saman við og látið malla í 10 til 15 mínútur og munið að hræra varlega í pottinum á meðan. Kjötið er skorið í sneiðar og lagt á kál- og beikonblönduna og meðlætið er svo sett ofan á kjöt- ið. Ekki er nauðsynlegt að hafa sósu með kjötinu en tilvalið að bera fram góðar soðnar kart- öflur. Svínalund á hvítkálsbeikonbeði

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.