Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Síða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2019, Síða 29
auðvelt verði að sauma kápu úr þessu klæðinu. Strax í fyrsta þætti kemur þó í ljós að ekki er allt sem sýnist og eftir nokkrar tilfærslur, þar sem James þykist meðal annars vera sonurinn, Paul Allen Brown, er hann kominn í steininn, grunaður um aðild að morði á ungri stúlku. Og er þá sagan komin alllangt frá handritinu sem aumingja James lagði upp með á knæpunni. Perpetual Grace, LTD er í svo- kölluðum „neo-noir“-stíl og af fyrsta þættinum að dæma getum við búið okkur undir gallsúra þeysireið í anda meistara David Lynch. Í því sambandi má nefna samskipti James við fimmtán ára gamlan dreng sem vinnur hjá veðlánara á staðnum. Ekki eru mörg hús í plássinu en eitt af þeim hýsir vita- skuld slíka starfsemi. Öll þau sam- skipti eru eins og klippt út úr Twin Peaks. Drengurinn er sonur eigand- ans og harður í viðskiptum, þrátt fyrir ungan aldur. Af einhverjum ástæðum er hann klæddur í lúðra- sveitarbúning enda þótt hann sé alls ekki í lúðrasveit. Til að gera langa sögu stutta þá þarf James að rota drenginn til að stela aftur hálsfesti sem hann þurfti að pantsetja í þágu svikamyllunnar miklu og allur sá aðdragandi og eftirmál benda til þess að hann búi þrátt fyrir allt að samvisku. Eftir verknaðinn heimsækir hann drenginn í búðina, sem þá liggur á bekk bak við afgreiðsluborðið að læknisráði, og biður hann eftir mikl- um krókaleiðum afsökunar á því að hafa rotað hann. Hver er Green Leaf? Höfundar Perpetual Grace, LTD eru Steven Conrad og Bruce Terris og leikstýrir sá fyrrnefndi einnig þáttunum ásamt James Whitaker. Í helstu hlutverkum eru stórleikarinn Sir Ben Kingsley, sem fer afar vel af stað sem Pa, Jimmi Simpson, sem leikur hinn lánlausa James, Da- mon Herriman, sem fer með hlut- verk Paul Allen Brown, Luis Guzm- án sem túlkar Mexíkanann Hector Contreras, sem þvælist inn í málið, og Jacki Weaver sem leikur Ma. Þá fer Chris Conrad, bróðir leikstjór- ans, með hlutverk Green Leaf nokk- urs, sem er fyrir í klefanum hans James í tukthúsinu með nafnið Paul Allen Brown húðflúrað yfir brjóstið. Án efa mergjuð saga þar í uppsigl- ingu. Þið vitið sumsé hvar þið eigið að vera næsta sunnudagskvöld! Þrátt fyrir meinleysislegt yfirbragð kalla Ma og Pa ekki allt ömmu sína. Epix 8.12. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Gildir á alla viðburði í húsinu Nánar á harpa.is/gjafakort Gjafakort Hörpu hljómar vel um jólin KVEÐJA Það var tilfinningaþrung- in stund þegar þrassgoðin í Slayer kvöddu aðdáendur sína í hinsta sinn eftir lokatónleika sem fram fóru í Los Angeles um liðna helgi. Tom Araya söngvari, sem alla jafna er ekki maður margra orða á tón- leikum, ávarpaði lýðinn og þakkaði fyrir samfylgdina gegnum tíðina. „Ég mun sakna ykkar og langar helst af öllu að þakka ykkur fyrir að vera partur af lífi mínu. Kærar þakkir. Farið vel með ykkur!“ sagði Araya áður en hann yfirgaf sviðið. Farið vel með ykkur! Araya kvaddi sitt fólk með virktum. AFP BÓKSALA 25. NÓV. –1. DES. Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Tregasteinn Arnaldur Indriðason 2 Leikskólalögin okkar Jón Ólafsson o.fl. 3 Þögn Yrsa Sigurðardóttir 4 Orri óstöðvandi – hefnd glæponanna Bjarni Fritzson 5 Þinn eigin tölvuleikur Ævar Þór Benediktsson 6 Um tímann og vatnið Andri Snær Magnason 7 Gamlárskvöld með Láru Birgitta Haukdal 8 Útkall – tifandi tímasprengja Óttar Sveinsson 9 Hvítidauði Ragnar Jónasson 10 Innflytjandinn Ólafur Jóhann Ólafsson 11 Lára fer í sveitina Birgitta Haukdal 12 Ekkert að fela – á slóð Samherja í Afríku Helgi Seljan 13 Tilfinningabyltingin Auður Jónsdóttir 14 Draumaþjófurinn Gunnar Helgason 15 Kindasögur Guðjón Ragnar Jónasson 16 Vigdís – bókin um fyrsta konuforsetann Rán Flygenring 17 Aðventa Stefán Máni 18 Jólaföndur – unga ástin mín 19 Dagbók Kidda klaufa 11 – allt á hvolfi Jeff Kinney 20 Síldarárin 1867-1969 Páll Baldvin Baldvinsson Allar bækur Bestu og áhrifaríkustu bækurnar sem ég hef lesið síðustu daga eru Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason og norska bókin Mamma er trygda eftir Mími Krist- jánsson. Þær eru báðar persónulegar og fjalla um fjöl- skyldu þess sem skrifar ásamt því að vera gagnrýni á samfélagið. Andra Snæ þarf ekki að kynna en Mímir er norskur í móðurætt en á ís- lenskan pabba. Ég var svo heppin að detta um bókina á flugvellinum í Ósló á leið- inni heim ný- lega og las hana í einum rykk. Veit ekki hvort hún mundi gera sig í þýðingu því ádeilan í henni er á norska velferðarkerfið en sumt mundi fólk eflaust kannast við. Eiginlega er ég alæta á bækur en les trúlega mest af fantasíum og spennusögum. Er þó farin að linast við spennusögurnar, þær mega ekki vera of grafískar í lýs- ingum á pyntingum og morð- aðferðum. Aðeins of mikið fyrir síðmiðaldra konu. Búin að renna yfir helstu ís- lensku spennusög- urnar, Arnald, Lilju, Ragnar og Yrsu. Er bara nokkuð ánægð en þótti Lilja skemmtilegust. Og svo er Hnífurinn hans Jo Nesbø glettilega góð – og endirinn kom á óvart. Ég er nefnilega yfirleitt ansi góð í að finna út „plottið“ en náði því engan veginn þarna. Svo renndi ég yfir bókina Stúfur hættir að vera jólasveinn eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur í vinnunni í vikunni og skemmti mér kon- unglega. Ég reyni af fremsta megni að krækja í barna- og unglingabækurnar þegar þær detta inn á safnið. Í augnablikinu er ég að lesa þrí- leik eftir Söru Blædel, Bedemand- ens datter, Ilkas arv og Den tredje søster, sem vinkona mín færði mér nýverið eftir Danmerkurferð. Fyrsta bókin varð til þess að ég gerði ekkert nema að lesa síðasta sunnudag. Ekkert bakað hér! Þær bækur sem ég hef hug á að lesa á næstunni (þ.e. um jólin) eru Öræfahjörðin hennar Unnar Birnu Karlsdóttur og bók Árna Snævars um Paul Gaimard. Svo þarf ég að nálgast bókina The Hare with Amber Eyes eftir Ed- mund de Waal sem ég byrjaði á þar sem ég var í heimsókn í Ósló í nóvember. Ætli það endi ekki með að ég nái í hana á kindilinn þó mig langi frekar að lesa hana á bók. Já og ekki má gleyma ljóðabók- unum sem liggja á stofuborðinu, Sigurður Ingólfsson, Sigurlín Her- mannsdóttir og Steinunn Ás- mundsdóttir eru mínar uppáhalds þennan veturinn. JÓHANNA HAFLIÐADÓTTIR ER AÐ LESA Góð í að finna út plottið Jóhanna Hafliðadóttir er forstöðu- maður Bókasafns Héraðsbúa.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.