Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Síða 10
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.12. 2019
M
orguninn sem blaðamaður
fór til fundar við Bryndísi
Björk Kristjánsdóttur var
ískalt úti og myrkrið allt-
umlykjandi, enda styttist
óðfluga í dimmasta dag ársins. Bryndís sam-
þykkti að koma í viðtal en bar upp eina bón;
að finna kaffihús sem selur gott kaffi og al-
mennilegt croissant. Það var auðsótt mál og
hittumst við snemma morguns á Kaffitári.
Þegar kaffið var komið í bollana og stórt cro-
issant á diskinn hóf Bryndís frásögn sína um
daginn örlagaríka sem breytti lífi hennar til
frambúðar, en einnig um árin þar á eftir. Það
er nefnilega oft þannig að sagt er frá slysum,
og jafnvel talað við fólk stuttu síðar, en fáir fá
að vita hvaða langtímaáhrif slík slys hafa á líf
fólks. Það kemur fljótt í ljós að hér er á ferð
hörkudugleg og þrjósk kona sem lætur ekki
eitt slys koma í veg fyrir að lifa lífinu og njóta
þess.
Sannkölluð nútímafjölskylda
Bryndís er rúmlega fimmtug, íþróttakennari
að mennt og hefur starfað lengi í Lúxemborg
sem leikfimikennari, en þar hefur fjölskyldan
búið meira og minna í þrjátíu ár. Íþróttafræðin
kom sér vel þegar hún flutti til Lúxemborgar
en þar starfaði hún í líkamsræktargeiranum
og kenndi eróbikk. Í Lúxemborg starfar mað-
urinn hennar, Jóhann Örn Arnarson, sem flug-
stjóri fyrir Cargolux. Eftir 25 ára búsetu þar
ytra ákvaðu þau að búa sér einnig heimili á Ís-
landi og flutti Bryndís heim fyrir sjö árum með
börnin tvö, Örn Frey og Petru Hlíf, sem þá
voru á unglingsaldri og Jóhann skipti tíma sín-
um á milli landanna. Í dag eru börnin fullorðin
og býr sonurinn og starfar í Brussel, dóttirin
er í námi í London, eiginmaðurinn í Lúxem-
borg og Bryndís á Íslandi. Þau flakka öll á
milli eftir þörfum.
„Við erum sannkölluð nútímafjölskylda og
notum mikið facetime,“ segir hún.
Bryndís hefur ætíð verið mikil útivistar-
manneskja og við komuna til Íslands fyrir sjö
árum skellti hún sér í leiðsöguskólann. Árið
2013 hóf hún störf sem leiðsögumaður hjá 3-H
Travel og vann við að leiðsegja fólki við og ofan
í Þríhnúkagíg.
„Svo var ég bara í vinnunni þegar jörðin
gleypti mig,“
Eins og raketta niður
Slysið sjálft er í móðu, eða meira en það, því
Bryndís man ekkert eftir því. Hún skilur í
sjálfu sér ekki hvernig það vildi til að hún
datt með höfuðið á undan ofan í sex metra
djúpa sprungu. Svo undarlega vildi til að á
eftir henni féll bandarískur maður og lenti
hann ofan á henni. Hann hafði staðið hinum
megin við sprunguna en vitni hafa ekki getað
skýrt hvað olli því að þau féllu bæði ofan í
sprunguna.
„Sprungan er ansi djúp, að minnsta kosti
þar sem ég fór og „kannaði“ hana,“ segir hún.
„Þetta var 26. september, árið 2014. Ég var
þarna með tólf manna hóp og það sá í raun
enginn hvað gerðist. Það er göngubrú yfir
gjána, fimm metra löng, en ég fór oft yfir
gjána rétt hjá þar sem hún hafði fallið saman
og myndað eins konar brú,“ segir Bryndís og
nefnir að gott hafi verið að æfa sig að ganga í
ójöfnu þar sem ofan í gígnum væri enginn stíg-
ur.
„Ég var búin að vinna þarna allt sumarið og
hafði oft gengið þessa leið. Ég veit ekkert hvað
gerðist, annað en það sem mér hefur verið
sagt. Ég gæti trúað að maðurinn sem datt líka
hafi ætlað að grípa í mig, en það getur í raun
enginn svarað því. Ég fór eins og raketta með
höfuð niður fyrst og hann á eftir mér. Kannski
ágætt að muna þetta ekki; ég þarf þá ekki að
endurlifa það í huganum,“ segir Bryndís og
nefnir að maðurinn hafi sloppið vel, með brák-
að rifbein og rispur á kinn.
„Hann fékk smá sár á sálina að lenda í
þessu.“
Bryndís slapp ekki svo vel.
Hún hlaut fjölþætta áverka; höfuðkúpubrot,
kinnbeinsbrot og auk þess brotnaði augnbotn-
inn og þrír hálsliðir. Einnig blæddi inn á heila
og þurfti strax að skera hana upp til að létta á
þrýstingi sem myndaðist.
„Það er miðjulína þar sem heilahvelin mæt-
ast og sú lína hafði hliðrast eitthvað vegna
þrýstings og vökvasöfnunar,“ segir Bryndís og
bætir við að skipt hafi sköpun hversu fljótt hún
komst undir læknishendur. Aðeins leið um
klukkustund frá slysinu þar til Bryndís var
komin á spítalann.
„Það er stærsta ástæða þess að ég er ekki
með alvarlegan heilaskaða eða hreinlega hér
til frásagnar.“
Morgunblaðið/Ásdís
„Ég sé nú hversu
tvísýnt þetta var“
Íþróttakennarinn og leiðsögumaðurinn Bryndís Björk Kristjánsdóttir datt ofan í djúpa sprungu haustið 2014.
Hún slasaðist illa á höfði og glímir enn við eftirköst slyssins nú fimm árum síðar. Þrjóskan og jákvæðnin
fleyta henni langt og lætur hún hverjum degi nægja sína þjáningu.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’ Ég fór eins og raketta meðhöfuðið niður fyrst og hann áeftir mér. Kannski ágætt aðmuna þetta ekki; ég þarf þá ekki
að endurlifa það í huganum.
Bryndís Björk Kristjánsdóttir hlaut
fjölþætta áverka þegar hún datt of-
an í sprungu. Hún lætur ekki deigan
síga og hefur náð góðum bata en
glímir þó enn við eftirköst slyssins.