Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Blaðsíða 13
22.12. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 „Það er alltaf þess virði að tikka í boxin á því sem mann langar til að gera. Og varðandi svona bataferli, þá þarf maður að ögra sér; gera svolítið meira en maður heldur að maður geti. Fara í lengri göngutúra en maður ætti að fara. Þetta er gamla íþróttahugsunin; hún hjálpar mér.“ Bryndís aftur með vesen Bryndís segist ætla að taka það rólega á næsta ári. Þegar blaðamaður nefnir að hún ætti að liggja á sólarströnd í afslöppun er hún ekki spennt. Það á ekki við hana að liggja og gera ekki neitt. Það kemur þó upp úr dúrnum að ein skíðaferð er fyrirhuguð í mars, þannig að einhver hasar og skemmtun er á dagskrá. Bryndís rifjar upp fyrstu skíðaferðina eftir slysið. Hún er samt ekki viss um hvort hún eigi að segja frá því en lætur söguna flakka. „Ég var þá ennþá í endurhæfingu á Grens- ás. Maður þarf að hafa eitthvað að stefna að; einhverja gulrót. Og manni þarf að finnast maður tilheyra hópi, vera hluti af hinum. Við erum tíu stelpur sem köllum okkur Kríurnar adventure club og förum gjarnan í hjólatúra eða skíðatúra saman. Við fórum í fjallaskíða- ferð með mökum austur á Eskifjörð. Og ég með leppinn! Við settum undir okkur fjalla- skíðin og örkuðum upp fjallið og mér fannst ég ótrúlega spræk. Við skíðuðum svo niður og það gekk mjög vel en á miðri leið breyttist færið. Ég var auðvitað ekki með sama styrk og áður og átta mig ekki á því eða vildi ekki viðurkenna það. Ég datt á hliðina og skíðið snerist og hnéð fór í mask. Ég hugsaði: „Bryndís aftur með vesen!“ Það kom svo í ljós að það var sprunga í sköflungi og ég þurfti að fara í aðgerð. Þarna var ég semsagt með fótinn stífan í gifsi, á hækjum og með leppinn! Rosalega flott!“ segir hún og skelli- hlær. „Það er kannski ekki að ástæðulausu að dóttir mín vill pakka mér í bóluplast.“ Það er ekkert sjálfgefið Bryndís hefur þurft að læra að lifa með eftir- köstum slyssins; höfuðverkjum, minnisleysi, þreytu og orkuleysi. Hún lætur það ekki stöðva sig í að lifa lífinu. „Það þýðir ekkert að pirra sig á því. Ég hef sætt mig algjörlega við þetta. Ég er voða lítið fyrir drama og sé litla ástæðu til að velta mér upp úr því sem ekki er hægt að breyta. Ég er jákvæð og þrjósk. En það er hægt að segja: líf- ið fyrir slys og lífið eftir slys. Og eins og ég sagði áðan er ég að átta mig á því nú í seinni tíð hvað þetta hafði mikil áhrif á aðra. Það kom eiginlega þetta árið. Það er gott að ræða það,“ segir hún. Eitt af því sem hjálpað hefur Bryndísi í bataferlinu er tíkin Kría. „Hundur hafði verið draumur barnanna frá því að þau voru lítil en við fengum okkur ástr- alskan fjárhund. Hún hefur verið mikið hjálp- artæki fyrir mig, að ýta á mig að drífa mig út að ganga,“ segir Bryndís og nefnir að Kría hafi einnig hjálpað mikið andlega, enda mikill fé- lagsskapur að henni. Hvaða lærdóm hefur þú dregið af þessari reynslu og þessum síðustu fimm árum? „Að það er ekkert sjálfgefið. Það getur allt gerst. Og ég hef lært að það er ekki til neins að velta sér upp úr hlutunum, það breytir rosa- lega litlu. Það er hægt að gera það besta úr að- stæðum eins og þær eru. Ég geri kökuna eins góða og ég get, úr þeim hráefnum sem ég hef. Og ég er hvorki bitur né reið.“Morgunblaðið/Ásdís SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin, Bankastræti 6 s: 551-8588 · Gilbert úrsmiður, Laugavegi 62 s: 551-4100 · Meba Kringlunni s: 553-1199 · Michelsen Úrsmiðir, Kringlunni s: 511-1900 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320 · Meba Smáralind s: 555-7711 · Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 · Keflavík: Georg V. Hannah úrsmiður, Hafnargötu 49 s: 421-5757 · Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi s: 462-2509 · Akranes: Guðmundur B. Hannah úrsmiður, Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s: 471-1886 · Selfoss: Karl R. Guðmundsson úrsmiður, Austurvegi 11 s: 482-1433 · Vestmannaeyjar: Geisli, Hilmisgötu 4 s: 481-3333

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.