Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Side 15
22.12. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Ungur var Þórður Pálsson gefinn kvik-
myndunum. „Amma og afi áttu vídeóleigu
í Árbænum, Nethyl 2, ég man heim-
ilisfangið enn,“ segir hann hlæjandi. „Ég
var ekki í íþróttum en var mikið heima að
horfa á kvikmyndir. Stundum fékk ég að
taka allt að tíu myndir í einu á leigunni hjá
ömmu og afa og elskaði að horfa aftur og
aftur á sömu myndirnar. Ást kviknaði.“
Þrátt fyrir þennan mikla kvikmynda-
áhuga velti Þórður því ekki fyrir sér af
neinni alvöru að leggja kvikmyndagerð
fyrir sig fyrr en hann skráði sig í áfanga í
stuttmyndagerð í Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ. „Ég hafði verið í leikritum og
söngleikjum og var almennt frekar skap-
andi unglingur en allt breyttist á auga-
bragði þegar ég gerði stuttmyndina. Ég
var þá nýbúinn að sjá Pusher eftir Nicolas
Winding Refn og myndin mín var algjört
„rip off“ af henni. Ég pældi heilmikið í frá-
sagnarstílnum og vandaði mig mikið.“
Þetta varð til þess að móðir Þórðar,
Guðný Snæbjörnsdóttir, benti honum á að
til væri kvikmyndaskóli á Íslandi. „Þangað
átt þú að fara, sonur sæll!“ sagði hún. Og
því gegndi hann og sér ekki eftir því. „Ég
á mömmu mikið að þakka.“
Þórður sökkti sér á bólakaf í kvik-
myndanámið og tók þátt í fjölmörgum
verkefnum, kom til dæmis að yfir tíu stutt-
myndum á tveimur árum. „Í skólanum var
mér sagt að gerði ég góða útskriftarmynd
gæti hún orðið aðgangsmiði í erlendan
kvikmyndaskóla. Það tókst hjá mér og
myndin kom mér inn í The National Film
and Television School í Bretlandi árið 2013
sem var frábært en skólinn tekur aðeins
inn átta leikstjóranema á ári.“
Vann sem dyravörður
Hann segir dvölina í skólanum hafa verið
afar lærdómsríka enda hafi hver einasti
nemandi tekið kvikmyndagerðina eins al-
varlega og hann þar á bæ og búið að við-
líka ástríðu. Þórður fékk að spreyta sig á
ólíkum stílum í skólanum og aftur opnaði
lokamynd nýjar dyr en árið sem hann út-
skrifaðist, 2015, vann Þórður Nordic Tal-
ent, sem er svokölluð „pitch“-keppni og
fékk umboðsmann, sem var lykilatriði upp
á framhaldið.
Fyrst um sinn vann hann þó sem dyra-
vörður á kokkteilbar í Lundúnum en not-
aði tímann til að kynna hugmyndir sínar
fyrir gestum í röðinni og lærði sitthvað á
því. „Maður er fljótur að sjá hvenær eitt-
hvað virkar eða er óspennandi og lang-
dregið,“ segir Þórður sem sagði starfi sínu
á barnum lausu nokkrum mánuðum síðar
og hefur haft sitt lifibrauð af kvikmynda-
gerð síðan.
Eitt verkefni hans var að fara með suð-
urafrískum félaga sínum, Matthew Jankes,
sem hann kynntist í skólanum í Bretlandi,
til Ísafjarðar og vera þar í tvo mánuði – að
skrifa handrit. „Við leigðum okkur hús á
staðnum, báðir einhleypir. Hann var á
efstu hæðinni, ég á þeirri neðstu og svo
skrifuðum við á miðhæðinni á daginn.
Þetta var um hávetur og hann kvótaði Di-
Caprio reglulega úr The Revenant: Ég ótt-
ast ekki lengur dauðann. Ég hef þegar dá-
ið!“
Þarna varð til hugmyndin að hrollvekj-
unni The Damned sem Þórður vonast til að
komist fljótlega í framleiðslu. „Eftir þetta
fór Matthew heim til Suður-Afríku að
vinna í sínum ferli þar en við erum í góðu
sambandi og eigum vonandi efir að vinna
meira saman; hann er ótrúlega góður
penni og mjög sérstök rödd í bransanum.“
Ólst upp hjá einstæðri móður
Eins og í Broti og þrillernum sem Þórður
vinnur einnig að um þessar mundir þá er
aðalpersónan í hrollvekjunni kona. „Eigi
ég að sálgreina sjálfan mig þá er það ef-
laust út af því að ég ólst upp hjá einstæðri
móður. Þetta eru allt sterkir og flóknir
karakterar eins og móðir mín.“
Þórður skrifar ekki bara um karaktera
á borð við móður sína; hann ber allar sínar
hugmyndir undir hana líka. „Reynslan hef-
ur kennt mér að mamma er mjög snögg að
átta sig á því hvað er áhugavert og virkar
og hvað er langdregið og leiðinlegt. Hún
er betri en enginn.“
Afi Þórðar, Snæbjörn Kristjánsson, er
fallinn frá en amma hans, Hulda Krist-
insdóttir, lét sig ekki vanta á forsýningu á
fyrstu tveimur þáttunum af Broti í vik-
unni. „Henni leist mjög vel á sem lofar
góðu enda er amma alla jafna mjög hrein-
skilin.“
þráðum í fyrstu seríunni, öðrum ekki. En auð-
vitað veltur allt á því hvernig áhorfendur tengja
við fyrstu seríuna. Plott er plott en tengi áhorf-
endur ekki við persónurnar er erfitt að halda
áfram. Þeir finna strax hvort hjarta er í þessu.
Þess vegna eru mjög spennandi vikur fram-
undan hjá okkur sem stöndum að þessu þátt-
um.“
– Hvenær yrði þá af næstu seríu? Þú vilt
kannski ekki tala um það á þessu stigi málsins?
„Jú, mér finnst allt í lagi að segja svona lagað
upphátt. Við höfum mikla trú á þessu verkefni,
annars værum við ekki að þessu. Verði önnur
sería að veruleika erum við væntanlega að tala
um að hún færi í tökur veturinn 2021-22.“
Byrjaður að grána
Talandi um plottið viðurkennir Þórður að gríð-
arlegur tími hafi farið í að plotta fyrstu seríuna.
„Eftir á að hyggja var ég mjög barnalegur í
mínum skilningi á því hvað það er mikið mál að
búa til góðan reyfara. Ég ber djúpa virðingu
fyrir Arnaldi og Yrsu að geta gert þetta árlega.
Og svona vel. Það var mikill metnaður í hópn-
um að stækka og flækja söguna og áhorfendur
geta búið sig undir fleiri en eitt og fleiri en tvö
tvist í þræðinum. Þegar ég lagði af stað í þessa
vegferð var ég alveg dökkhærður; nú er komið
grátt í bæði vangana og skeggið. En það er allt
þess virði.“
Hann hlær.
Glæpaþættir hafa átt upp á pallborðið hér í
fásinninu undanfarin ár og misseri en að dómi
Þórðar er hér farin dálítið önnur leið en áður
hefur verið gert í íslensku sjónvarpi. „Frásögn-
in er bæði hraðari en við eigum að venjast og
síðan lögðum við mikið á okkur til að gera heim-
inn aðeins dekkri. Við vildum hafa mikla
keyrslu og drunga yfir þessu. Atriðin máttu alls
ekki verða langdregin. Vonandi kemur fólk til
með að hugsa: Vá, þetta er eitthvað nýtt!“
Beðinn að setja andrúmsloftið í samhengi
nefnir Þórður þrillerinn Prisoners eftir Denis
Villeneuve frá 2013. „Þar eru líka mjög sterkar
móralskar spurningar í þeirri mynd. Hversu
langt er of langt? Í raun skutum við Brot eins
og kvikmynd; hver einasta sena var úthugsuð.“
Brot fer óvenjuhratt í dreifingu erlendis en
breska og danska ríkissjónvarpið hefja sýn-
ingar strax í janúar, áður en seríunni verður
lokið hér heima. Fleiri lönd taka svo við og í
mars kemur Brot, eða The Valhalla Murders,
eins og þættirnir munu heita á erlendri grundu,
inn á efnisveituna Netflix en brot er einmitt
fyrsta íslenska serían sem Netflix er meðfram-
leiðandi að.
„Þetta er mjög spennandi,“ segir Þórður.
„BBC vakti nýverið athygli á The Valhalla
Murders sem einum af tíu áhugaverðustu þátt-
unum hjá sér í janúar, þannig að nú vita allir af
þessu þar. Vonandi stöndum við undir því.“
Spennandi afstaða
Vel hefur gengið að dreifa leiknu íslensku sjón-
varpsefni erlendis á liðnum árum. Spurður um þá
staðreynd svarar Þórður: „Ætli það sé ekki
vegna þess að það eru Íslendingar að segja þess-
ar sögur. Maður veit ekki hvernig það kæmi út ef
útlendingar færu að segja þessar íslensku sögur.
Kannski er afstaða íslenskra kvikmyndagerðar-
manna bara svona spennandi? Svo eru það smá-
atriðin í lífinu sem eru venjuleg fyrir okkur, eins
og að skilja sofandi ungbarn eftir úti í kerru, en
útlendingar hrökkva í kút yfir. Hvað er klukkan
núna? Hún er ekki orðin fimm og það er myrkur
úti. Fyrir okkur er þetta ekkert merkilegt en út-
lendingum kann að þykja það.“
Mikið er í húfi fyrir Þórð persónulega en
hann bjó í fimm ár í Bretlandi og flytur aftur til
Lundúna eftir áramótin. „Ég kom raunar bara
heim til að sinna þessu verkefni. Næstu verk-
efni sem vonandi verða að veruleika eru fram-
leidd í Bretlandi,“ segir hann en um er að ræða
tvær bíómyndir, annars vegar þriller og hins
vegar hrollvekju.
„Þær gerast báðar á Íslandi og sögurnar eru
mjög íslenskar. Hrollvekjan er lengra komin en
það er períóðumynd sem gerist í litlu sjávar-
þorpi árið 1850. Þrillerinn er samtímasaga sem
gerist líka úti á landi. Slíkar sögur eru alla jafna
einfaldari í framleiðslu en períóðurnar, þannig
að mögulega verður þrillerinn tilbúinn á undan.
Við skulum sjá. Ég er mjög spenntur fyrir báð-
um þessum verkefnum.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ást kviknaði á vídeóleigunni
hjá ömmu og afa