Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Side 17
„impeachment“ megi samþykkja og senda það öld-
ungadeildinni til dómsmeðferðar.
Sérstakur saksóknari starfaði á þriðja ár við að
rannsaka ásakanir á hendur Trump með ótakmark-
aðar fjárveitingar og safnaði að sér saksóknurum til
að vinna verkið sem lengi höfðu opinberlega verið
handgengnir demókrötum. Það þótti að vonum mjög
ámælisvert. En saksóknarinn sérstaki kom algjör-
lega tómhentur til þingsins eftir að hafa varið sem
svaraði fjórum milljörðum í rannsókn sína. Skýrsla
hans upp á 400 síður geymdi ekki neina réttlætingu á
ákærum. Saksóknarinn taldi sjálfur óþarft að mæta í
þingið og svara fyrir skýrslu sína. Demókratar í ör-
væntingu sinni yfir gagnslausri skýrslu bundu vonir
við að sérstaki saksóknarinn og fyrrverandi forstjóri
FBI myndi hysja buxurnar upp um sjálfan sig og þá.
Hvorugt gerðist. Nú fer fram umfangsmikil rann-
sókn á því hvernig í ósköpunum þetta stórmál, sem
enginn fótur reyndist fyrir, komst í gang. Og það er
til að dreifa athyglinni frá því máli sem demókratar
samþykkja „impeachment“ sitt í fulltrúadeildinni um
símtal forsetans við forseta Úkraínu, sem 20 embætt-
ismenn hlustuðu á með vitund forsetans.
Eftir að hafa talað um Rússagaldurinn og Pútín á
þriðja ár er allur fullyrðingaflaumurinn farinn og
þetta símtal verður að bjarga því sem bjarga má.
Samsærið tekur á sig mynd
Alkunna er að þeir eru margir sem nærast á samsær-
iskenningum og þeim næsta undarlegum. Lengi var
kynt undir kenningum um að Adolf Hitler hefði klór-
að sér í kafbát alla leið til Argentínu og lifað þar
brattur fram á elliár. Kjálki karlsins í skókassanum í
kjallaranum í Kreml væri blekking.
Aðrar samsæriskenningar eru aðeins nær veru-
leikanum og því enn í þeim nokkurt líf. Þannig er um
morðið á Kennedy forseta. Þar áttu ýmsir aðrir að
hafa komið að morði hans beint eða óbeint en Lee
Harvey Oswald.
Fullyrðingarnar um aðkomu Rússa að sigri
Trumps eru nú komnar í flokk slíkra kenninga. Það
er stórmerkilegt, því að lengi vel voru þeir sem bentu
á augljósar brotalamir kenninganna um meint sam-
særi Trumps og Rússa fyrir kosningarnar um-
svifalaust flokkaðir sem samsærisglópar á borð við þá
sem fjölluðu um kafbátaferð Hitlers eða göngutúra
geimvera á jörðinni.
Nú er svo komið að hið raunverulega samsæri er nú
til rannsóknar og þegar hafa verið teknar saman
skýrslur og birtar sem renna stoðum undir næsta
óhugguleg samantekin ráð á æðstu stöðum banda-
ríska stjórnkerfisins. Helsta gagnið sem notað var til
að réttlæta afskipti yfirvalda og hleranir þátttakenda
í kosningabaráttunni (um það snerist Watergate) var
skýrsla sem Christopher Steele, fyrrverandi starfs-
maður breskrar leyniþjónustu, var keyptur til að
semja fyrir framkvæmdastjórn kosningabaráttu frú
Clinton og Demókrataflokksins. Um þetta atriði er
ekki lengur deilt.
Átakanleg ákæra
Jólagjöfin í ár frá Pelosi til Trumps hefur reyndar
ekki enn verið send. Pelosi lét vissulega samþykkja
„impeachment“-heimildina í fulltrúadeild þingsins.
En „impeachment“ hefst ekki fyrr en samþykktin
með greinargerð hefur verið send öldungadeildinni.
Það hefur ekki enn gerst og Pelosi gefur mjög þoku-
kenndar skýringar á því hvers vegna svo sé og gefur
ekki upp hvenær það verður gert! Í dæmunum tveim-
ur frá þessari öld sem eru sögð fordæmi nú studdu
allmargir þingmenn í fulltrúadeildinni úr röðum
stjórnarandstöðu þá ákvörðunina. Nú studdi enginn
repúblikani í fulltrúadeildinni tillöguna og tveir
demókratar greiddu atkvæði gegn, þrátt fyrir þung-
an þrýsting, eins og nærri má geta.
Í byrjun málsins voru ásakanir þiljaðar stórviði
fullyrðinga um landráð, mútur og fjárkúgun en nú
situr ekkert annað eftir en ásakanir í garð forsetans
um að hann hafi lagt stein í garð „rannsóknar máls-
ins“.
Demókratar treystu því að forsetinn myndi halda í
þá skipan sem gilt hefur til þessa um að birta ekki
opinberlega trúnaðarsamtöl við erlenda forystu-
menn. Ástæðan er einföld, því að eftir að slíkt hefur
gerst verða þau samtöl ekki annað en hjal, sem hvor-
ugur hefur gagn af. En Trump áttaði sig á að demó-
kratar og taglhnýtingar þeirra í fjölmiðlum ætluðu
sér að halda málinu gangandi með reglubundnum
lekum „frá algjörlega öruggum heimildum“ um hvað
hefði gerst í samtalinu. Hundruðum svo áreiðanlegra
leka hafa „hinir frægu fjölmiðlar“ birt síðustu árin til
að sanna „Rússamálið“ sem orðið er að engu. Trump
sendi því þinginu umsvifalaust endurrit af samtalinu
og stal glæpnum frá demókrötum.
Enn sem komið er benda kannanir eindregið til
þess að Trump hafi ekki tapað á þessum málatilbún-
aði demókrata. Þvert á móti virðist stuðningur við
hann hafa aukist nokkuð, en þó ekki þannig að hægt
sé að tala um marktæka sveiflu.
Kosningarnar næsta haust eru því enn spennandi
og allt getur gerst, eins og sagt er í boltanum.
Þar gerist þó oftast furðu lítið.
Segir hver, Hemmi minn?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’
Í dæmunum tveimur frá þessari öld sem
eru sögð fordæmi nú studdu allmargir
þingmenn í fulltrúadeildinni úr röðum stjórn-
arandstöðu þá ákvörðunina. Nú studdi enginn
repúblikani í fulltrúadeildinni tillöguna og
tveir demókratar greiddu atkvæði gegn, þrátt
fyrir þungan þrýsting, eins og nærri má geta.
22.12. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17