Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Page 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Page 19
Hárgreiðsla með skrauti Fyrirsæta: Hildur Hilmarsdóttir Hydrate.Me Wash og Hydrate.Me Rinse notað til að þvo og næra hárið. Smo- oth.Again var sett í hand- klæðaþurrt hárið og það blásið og sléttað með Glam Palm-sléttujárninu. Shim- mer.Shine var svo úðað yfir hárið til að fá aukinn glans og sléttara yfirbragð. Katrín tók hárið í tagl og vafði hárlokk utan um. Næst skipti hún taglinu í tvennt, vafði lokk- unum saman hringlaga og festi saman. Hárlokki vafið yfir festinguna svo hún sjáist ekki. Katrín límdi perlur á vír og notaði sem skraut í hárið. um jólin fer lítið fyrir veiðinni um þessar mundir. En við sjáum hvað gerist á næstu árum, það er ofboðslega gaman að ganga á rjúpu.“ Sagan um Ellu Fitzgerald og jólin Þegar kemur að jólahefðum segir Vala að tón- list með Ellu Fitzgerald skipti miklu máli á þessum tíma. „Ég eyddi löngum tíma í það sem barn og unglingur að fela eða rispa rækilega Ellu Fitz- gerald-jóladiskinn hennar mömmu sem hún spilaði alltaf á aðfangadag. Okkur systrunum þótti þetta alveg ferleg hefð hjá henni. Við vissum meira að segja klukkan hvað á að- fangadag mamma færi að spila diskinn. Ég held að hún hafi átt stafla af þessum diskum, því sama hvernig við földum þá var Fitzgerald kom á fóninn á réttum tíma. Í dag er þessi tónlist orðin fastur liður í mínu jólahaldi líka. Eins er ég með fastar hefðir eins og að setja pakka undir tréð í Kringlunni með dóttur minni. Við höfum einn- ig farið með pakka í jólahús í Lettlandi þar sem krakkar hafa sent óskalista í jólahúsið og maður getur þá keypt það sem er á honum og pakkað inn svo þau fá oft það sem þau langar í, það finnst mér ótrúlega fallegt og dýr- mætt.“ Fullkomnu jólin sem aldrei komu Vala er mikið jólabarn og skreytir vanalega mikið fyrir jólin. „Ég reyni svo oft að klára ýmislegt heima sem ég hef ætlað að klára í einhvern tíma. Ætli það tengist ekki líka því að byrja nýtt ár með hreint borð. Svo finnst mér gaman að dunda mér við að hugsa um hvernig ég vil hafa matarborðið á aðfangadag og búa til skreytingar. Annars er ég búin að læra af reynslunni að jólin koma hvort sem maður er undirbúinn eða ekki. Við vorum í fyrsta skipti með alla heima hjá okkur síðustu jól, en þar áður vorum við bara þrjú. Við ætluðum svo- leiðis að taka þetta með trompi og flug- eldasýningu – sem varð vægast sagt ekki raunin. Við bentum tengdamömmu á að þau yrðu að vera komin vel fyrir sex því jólin yrðu sko haldin tímanlega og hátíðlega klukkan sex! Þegar þau mættu vel tímanlega klukkan fimm vorum við öll fjögur í náttfötunum – Gabríel gleymdi sósunni fyrir hamborgar- hrygginn og ég var í símanum að reyna að fá besta vin hans til að deila vegan-jólahnetu- steikinni sinni með mágkonu minni, því ég hafði gleymt að kaupa hana! Þetta var auðvit- að allt annað en lagt var upp með en við náð- um öll samt einhvern veginn að hlæja að ástandinu og áttum yndislegan tíma saman. Það var margmennt í húsinu og foreldrar mínir bættust við um kvöldið og þó að svo margt færi úrskeiðis eru þetta örugglega jól- in sem mér á eftir að þykja hvað vænst um.“ Valgerður lýsir jólunum þannig að fjöl- skyldan byrji á því að lesa texta úr Biblí- unni. „Svo er möndlugrauturinn borðaður og þá kemur vanalega fljótt í ljós hver hreppir möndlugjöfina. Eftir það taka við langar rökræður um það hver hefur fengið hana oft- ast. Það er svo humarsúpa í forrétt, hamborg- arhryggur í aðalrétt og svo skiptum við um eftirrétt árlega. Mér finnst svolítið gaman að hugsa um eftirréttinn yfir árið ef ég dett nið- ur á skemmtilegan eftirrétt og velja svo fyrir aðfangadag af þeim sem ég hef smakkað. Eins vanaföst og ég er og vil vera um jólin finnst mér þetta ágætt til að breyta aðeins til.“ Hvernig og hvar kaupirðu jólagjafir? „Ég var ótrúlega heppin í ár með gjafirnar og rakst á margar á ótrúlegasta verði í ýmsum búðum. Ég var svolítið tímanlega með þær núna og sankaði að mér gjöfum þegar ég fann eitthvað sem minnti mig á viðkomandi. Mér finnst líka búðareigendur heima búnir að vera mjög duglegir að vera með alls konar tilboð eða markaði. Sem dæmi var ég mjög ánægð með Mathildu-markaðinn og þjónustuna þar, sem var alveg yndisleg. Að fá góða og vin- gjarnlega þjónustu í dag er gulls ígildi, það fær maður heldur ekki á netinu! Mér finnst minnka jólastressið að klára pakkana snemma.“ Að kasta af sér skónum og fara í eitthvað þægilegt Áttu gott ráð fyrir þær konur sem vilja vera vel tilhafðar um jólin? „Það er til fatnaður sem er fallegur og ekki óþægilegt að klæðast. Svo mæli ég með því að fara úr hælaskónum eftir matinn, skipta um föt og fara í eitthvað þægilegra þegar líður á kvöldið. Við klæðum okkur upp á fyrir okkur. Ef ég ætti að deila einu góðu ráði væri það að hafa sig til fyrr um daginn, jafnvel í hádeginu. Þá er hægt að skipta um föt og aðeins fríska sig til fyrir kvöldmatinn,“ segir Valgerður og ítrekar að þegar mömmunni líði vel eigi hún meira að gefa. Er eitthvað sem þú gerir um jólin sem kem- ur fólki á óvart? „Ég set oft skóinn út í glugga og horfi á When Grinch stole Christmas á aðfangadags- morgun.“ Það sem Valgerður reynir að forðast að gera um jólin er að leyfa stressinu að skemma þau. „Jólin eru yndislegur tími og þótt allt fari úrskeiðis skiptir það engu máli svo fram- arlega sem maður er með fólkinu sem maður elskar.“ ’ Það er auðvitað gamanað finna sér jólakjól svojólakötturinn nái manni ekki.Ætli það sé ekki hugmynd sem er innprentuð í mann ennþá frá barnæsku. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 22.12. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.