Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.12. 2019
LESBÓK
Íslenskt fóður
- íslenskar afurðir.
Við höfum val og við eigum samleið.
Val um að standa saman um innlenda framleiðslu frá fóðri til fæðu.
Vinnum saman - veljum íslenskt fóður.
fodur.is
POPP Írska söngkonan Sinéad O’Connor fær glimrandi
dóma í dagblaðinu The Guardian fyrir fyrstu tónleika
sína í Bretlandi í fjögur ár en þeir fóru fram í Shep-
herd’s Bush Empire í Lundúnum fyrir skemmstu. „Þeg-
ar hún er í formi, eins og í kvöld, þá geislar af henni. Því
brotnara sem lagið er þeim mun betur nærist hún á því,“
segir gagnrýnandi blaðsins, Caroline Sullivan. Ný plata
er á næstu grösum hjá söngkonunni sem ætlar í heims-
túr í framhaldinu en athygli vakti að hún tók sinn vin-
sælasta smell, Nothing Compares 2 U, á tónleikunum en
O’Connor, eða Shuhada Sadaqat, eins og hún kallar sig
eftir að hún gekk íslam á hönd, hét því fyrir nokkrum
árum að syngja lagið aldrei framar fyrir þær sakir að
hún tengdi ekki lengur við það tilfinningalega.
Sinéad sögð í banastuði
Sinéad
O’Connor
árið 2013.
AFP
HEILSA „Við skulum sjá til hvernig Vince
kemur til með að syngja og líta út þegar túr-
inn byrjar,“ sagði Allen Kovac, umboðs-
maður glysmálmbandsins Mötley Crüe, við
Fox Business á dögunum, spurður um stöð-
una á Vince Neil söngvara, en svo sem fram
hefur komið snýr bandið aftur á svið í júlí nk.
Einhverjir hafa haft efasemdir um giggburði
Neils, sem þykir hafa bætt talsvert á sig, auk
þess sem dofnað hafi yfir röddinni. Kovac
staðfesti á hinn bóginn að bandingjar ynnu
nú á fullu með einkaþjálfurum og næring-
arfræðingum til að verða í sem allra bestu
formi þegar á hólminn kemur.
Neil tekur sig í gegn fyrir túrinn
Mötley Crüe. Vince Neil er annar frá hægri.
AFP
Ruth Wilson kappklædd og sátt.
Vildi ekki koma
nakin fram
NEKT Ýmsir urðu undrandi þegar
breska leikkonan Ruth Wilson
sagði skilið við bandarísku drama-
þættina The Affair, sem sýndir hafa
verið í Sjónvarpi Símans, en bæði
hafa þeir notið vinsælda og hún
unnið til Golden Globe-verðlauna
fyrir frammistöðu sína. Gerði það
menn enn forvitnari þegar Wilson
kvaðst ekki mega tala um það hvers
vegna hún hvarf frá borði. Nú full-
yrðir kvikmyndatímaritið Holly-
wood Reporter á hinn bóginn að
Wilson hafi hætt vegna þrýstings
um að hún léki í nektaratriðum.
Kveðst tímaritið hafa þetta eftir
áreiðanlegum heimildum en annar
höfunda þáttanna, Sarah Treem,
mun hafa gengið harðast fram í
þessum efnum.
Hann stóð íbygginn við borðiðhjá mér. „Heyrðu,“ byrjaðihann með sinni alkunnu og
óræðu hægð, „ertu ekki til í að skrifa
stuttan dóm um þessa plötu?“
Ég tók við gripnum og starði á
umslagið eins og naut á nývirki en
það sýndi veinandi alblóðugan víga-
mann með öxina hátt á lofti. Skálm-
öld, las ég út úr skrautskriftinni.
Baldur.
Hvað er þetta eiginlega?
„Íslenskur víkingamálmur,“ svar-
aði hann og hvergi örlaði fyrir svip-
brigðum.
Íslenskur víkingamálmur!!?
„Já, þetta er Bibbi úr Ljótu hálf-
vitunum, Baldur bróðir hans og fleiri
fínir músíkantar,“ hélt hann áfram í
veikri von um að sannfæra mig.
Og það tókst. Manni hafa svo sem
boðist galnari verkefni hér á blaðinu
um dagana. Eða hvað?
Þetta var fyrir jólin 2010 en ég
man eftir þessu samtali okkar Arn-
ars Eggerts Thoroddsens eins og
það hefði átt sér stað í gær. Þetta
voru mín fyrstu kynni af Skálmöld.
Kreppan var í algleymingi og var
þetta ekki akkúrat það sem okkur,
vesæla þjóð, vantaði í volæðinu, ís-
lenskur víkingamálmur?
Ekki að grínast
Og stutta svarið er jú. Ég keyrði Bald-
ur í gang í bílnum í Hádegismóum og
þegar ég renndi í hlaðið heima á Kjal-
arnesi var ég skálmaður. Fyrir lífstíð.
Ballið byrjaði á forvitnilegum rímna-
söng, Heima, en svo rak hver málm-
slagarinn annan, Árás, Sorg, Kvaðn-
ing, Hefnd og hvað þau öll heita. Ég
man eftir að hafa skrúfað þetta í botn í
Kollafirðinum og hugsað með mér:
Þessir menn eru ekki að grínast.
Frumlegir? Já og nei. Skálmöld er
auðvitað með djúpar rætur í málm-
verskum hljóðheimi níunda áratug-
arins og meitlaður kveðskapurinn
undir sterkum áhrifum Íslendinga-
sagna og norrænnar goðafræði. En
þeir gera þetta bara af svo miklum
heilindum, metnaði og ómengaðri
lífsgleði að erfitt er að hrífast ekki
með. Auðvitað tala ég bara fyrir
sjálfan mig en þegar fram líða
stundir verður Skálmöld pottþétt
eitt af því sem skilgreina mun ára-
tuginn sem skilaði okkur upp úr
kreppunni; plöturnar fimm, allir tón-
leikarnir, þar sem reynt hefur verið
á þanþolið, Rokkjötnar, með Sinfó,
með trúðum og svo ófáir löður-
sveittir óblandaðir þungarokks-
tónleikar, þar sem lífið birtist manni
í sinni heiðarlegustu og fegurstu
mynd.
Hvíla lúin bein
Það er einmitt með þeim viðeigandi
hætti sem Skálmöld kveður okkur í
bili yfir þrjú kvöld í Gamla bíói. Eftir
þeysireið í áratug ætla menn að
hvíla lúin bein og safna kröftum fyrir
komandi átök.
Upp með
skálmar!
Stemningin var ósvikin á gólfinu og þakklætið sveif yfir vötnum.
Mathias „Vreth“ Lillmåns, söngvari Finntroll, var hinn líflegasti á sviðinu.
Af skálmi
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is