Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Síða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.12.2019, Síða 29
Ég er þarna að kvöldi fimmtu- dags. Tvær sveitir hita upp; ég sleppi Blóðmörnum enda er hann alla jafna betri á þorranum en að- ventunni, en næ Finntroll, aldavin- um Skálmaldar, sem höggva þannig lagað séð í sama knérunn. Kem ferskur að þeirri upplifun og líst alls ekki illa á. Getur finnskur þjóðlaga- pönkmálmur geigað? Tröllin eru taktföst á sviðinu og heildaráferð sveitarinnar sannfærandi. Veit að vísu ekki með þessi álfaeyru. Soga til sín salinn Skálmeldingar birtast upp úr klukk- an tíu og eru í sínu allra besta formi. Keyra prógrammið með látum í gang og soga salinn til sín. Skálmöld spilar ekki fyrir gesti, hún spilar með þeim. Vont er að átta sig á því hvar sexmenningunum sleppir og við tökum við, málmþyrstur pöpull- inn. Vart má til dæmis á milli sjá hvort Bibbi spilar kvöldlangt meira á bassann eða lýðinn. Í miðjum klíð- um býr hann með markvissum bend- ingum til hít í miðjum salnum, eða pytt, eins og það heitir á málmmáli (hvað eru mörg emm í því?). Hít þar sem allt má, eins og í stríði. Þar fær- ist hratt og örugglega fjör í leikinn og Bibbi glottir í kampinn. Það vek- ur kátínu viðstaddra að hann skuli plokka bassann berfættur; kallast það ekki að láta fætur standa fram úr skálmum? Látið ekki svona! Fimmeyringurinn er aldrei gjald- gengari mynt en einmitt á þessum árstíma. Það eru að koma jól. Hver hefur sinn sjarma Nýtt efni rennur ljúflega saman við gamalt og lög af Sorgum, plötunni sem kom út í fyrra, gera sig vel. Raunar hefur hver plata haft sinn sjarma og erfitt að gera upp á milli þeirra. Baldur var hvellurinn, Börn Loka aðgengilegust, drunginn mest- ur á Með vættum, Vögguvísur Yggdrasils tápmest og Sorgir þrosk- uð og beitt. En fyrst þið stillið mér upp við vegg þá segi ég: Með vætt- um. Það er einhver dýptarauki þar. Skyndilega titrar síminn í vas- anum. Það er djassgeggjarinn Ómar Friðriksson, kollegi minn á blaðinu, að biðja um fóður fyrir texta með forsíðumynd föstudagsins. Á svona kvöldi eru allir þungarokkarar. Og þá sem trúa því enn að málm- hausar séu upp til hópa ekki frið- elskandi og gjafmilt fólk get ég upp- lýst um að kona sem ég hef aldrei áður séð á ævinni splæsir á mig app- elsíni. Bara sísona. Að vísu ekki al- veg af handahófi, hún er vinkona sonar míns. En svona er andinn há- tíðlegur í málmmessum þessa lands. Þúsund þakkir Skálmeldingar gefa sig alla í verk- efnið enda fæddir til að standa á sviði og maður hefur á tilfinningunni að þeir nálgist hvert gigg eins og það sé þeirra síðasta. Nú þegar þeir leggjast í hlé um stund er Björgvin söngvari uppfullur af „þúsund þökk- um“ (gott ef þær enduðu ekki í millj- ón!) enda veit hann sem er að án okkar, dauðlegra manna í salnum, væri tómahljóð í endurvarpinu. Og hann meinar hvert orð, eins og Skálmöld meinar hverjar nótu. Eftir uppklapp og -stapp endar veislan, eins og lög gera ráð fyrir, á Kvaðningu og gamla óperubíóhúsið skíðlogar, eins og bálköstur á Sturl- ungaöld. Svo streymum við sátt og glöð út í vetrarkuldann. Kærar þakkir, Skálmöld, fyrir þennan eftirminnilega áratug, þann fyrsta af mörgum. Við sjáumst í næsta stríði! Fóstbræðurnir Björgvin Sigurðsson og Snæbjörn Ragnarsson í ham í Gamla bíói á fimmtudagskvöldið. Morgunblaðið/Eggert 22.12. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Gæðaskór undir jólatréð 5.995 kr. Stærðir 18-24 4 Litir Inniskórnir frá Biomecanics eru með stuðning við hælinn sem bætir jafnvægi og eykur stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá. ROKK „Ég vil ekki ljóstra of miklu upp vegna þess að við eigum enn þá langt í land en við erum klárlega á rokkboms- unum. Það er dimma og drungi yfir þessu,“ segir Amy Lee, söngkona Eva- nescence, í samtali við tónlistar- tímaritið Billboard, en rokkbandið vinsæla vinnur nú að sinni fyrstu plötu með nýju efni frá árinu 2011. „Við erum komin með dágóðan slatta af lögum og ákveðin stemning og þema eru að verða til. Ég er mjög spennt yfir því hvert við stefnum,“ bætir hún við. Amy Lee, söngkona Evanescence. AFP BÓKSALA 11.-17. DESEMBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Tregasteinn Arnaldur Indriðason 2 Um tímann og vatnið Andri Snær Magnason 3 Innflytjandinn Ólafur Jóhann Ólafsson 4 Þinn eigin tölvuleikur Ævar Þór Benediktsson 5 Hvítidauði Ragnar Jónasson 6 Þögn Yrsa Sigurðardóttir 7 Aðferðir til að lifa af Guðrún Eva Mínervudóttir 8 Orri óstöðvandi – hefnd glæponanna Bjarni Fritzson 9 Vigdís – bókin um fyrsta konuforsetann Rán Flygenring 10 Tilfinningabyltingin Auður Jónsdóttir 1 Þinn eigin tölvuleikur Ævar Þór Benediktsson 2 Orri óstöðvandi – hefnd glæponanna Bjarni Fritzson 3 Vigdís – bókin um fyrsta konuforsetann Rán Flygenring 4 Draumaþjófurinn Gunnar Helgason 5 Leikskólalögin okkar Jón Ólafsson og fleiri 6 Slæmur pabbi David Walliams 7 Dagbók Kidda klaufa Jeff Kinney 8 Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðir Margrét Tryggvadóttir 9 Langelstur að eilífu Bergrún Íris Sævarsdóttir 10 Kennarinn sem hvarf Bergrún Íris Sævarsdóttir Allar bækur Barnabækur Þessa dagana er ég að lesa próf- örk að Sögu Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og ná- grenni, sem Jón Þ. Þór skrifar. Þetta er vandað rit sem segir mikla sögu en ætlunin er að það komi út næsta haust. Ég hygg að þetta sé 147. bókin sem ég próf- arkales um dagana. Sá lestur er mjög frábrugðinn hefðbundnum bóklestri því prófarkalesarinn þarf að stauta sig í gegnum sérhvert orð, leita að innsláttar- og staf- setningarvillum og gæta fyllsta samræmis í hvívetna. Ef honum yfirsést, rata villurnar alla leið til lesandans – sem er ekki æskilegt! Á náttborðinu hvíla ávallt nokkrar bækur og það fer eftir hugarfari og orkustigi hver þeirra verður fyrir valinu. Ein þeirra er eigin bók, Limrur fyrir land og þjóð, sem kom út fyrr á þessu ári. Hana kann ég að vísu utan að en finnst gott að hafa hana nærri ... Þar er líka nýút- komið limrusafn, Bestu limr- urnar, sem bragfræðijöfurinn Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku tók saman. Ég mæli hiklaust með báðum! Þarna eru fleiri ljóðabækur, m.a. eftir Jó- hannes úr Kötlum, Þórarin Eld- járn og Jónas Svafár. Ég las nýverið bókina Tom Jon- es: Over the top and back – The Autobiography sem hefur að geyma ævisögu stórsöngvarans. Ég hef verið einlægur aðdáandi frá barnsaldri, og tróð meira að segja upp í útvíðum, hvítum terlín- buxum og svartri blúnduskyrtu í Tónabæ í gamla daga, 14 ára gam- all, og söng lögin hans og annars meistara, Elvis Presley. Sá kappi kemur líka mikið við sögu í þess- ari einlægu og vel skrifuðu ævi- sögu. Ég las á dögunum bókina Dead heat eftir feðgana Dick og Felix Franc- is. Dick Francis, sem nú er fallinn frá, hef- ur mjög lengi verið minn uppáhalds spennusagnahöf- undur enda var hann kallaður „The Grand Master of Crime Fiction“ í Bretlandi. Síðustu bækurnar skrif- aði hann í samvinnu við son sinn, Felix. Einhverra hluta vegna höf- um við Íslendingar ekki metið gamla meistarann að verðleikum en mér finnst hann frá- bær. Ég vil að lokum nefna bók sem allir ættu að eiga. Hún heitir Taktu til í lífi þínu og ber undirtitilinn: „Listin að grisja og endurskipuleggja með japönsku Kon-Mari-aðferðinni.“ Höfundurinn, Marie Kondo, hefur gert vinsæla sjónvarpsþætti á Net- flix og hugmyndafræði hennar er heillandi. Við hjónin höfum þegar grisjað duglega í geymslunni, fata- skápunum og víðar. Við höfum einfaldað líf okkar til muna – með boðskap Marie að leiðarljósi – og erum hvergi nærri hætt! BRAGI V. BERGMANN ER AÐ LESA Limrubækur, tiltekt og Tom Jones Bragi V. Berg- mann er fram- kvæmdastjóri Fremri – al- mannatengsla. Dimma og drungi yfir þessu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.