Fréttablaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 15
16 27. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGURHNEFALEIKAR VINSTRI BOMBA Tælenski hnefaleikakappinn Pongsaklek Kratindaeng-gym Wonjongkam, til vinstri, nær öflugu vinstri höggi á japanska áskor- andann Hidenobu Honda í bardaga þeirra um WBC-titilinn í fjaðurvigt. Pongsaklek varði titilinn í sjötta sinn eftir einróma úr- skurð þriggja dómara bardagans. Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað • Þínar tölur eru alltaf í pottinum • Frír útdráttur fjórum sinnum á ári – gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker • Þú styrkir gott málefni Ein með öllu Nýja gólfþvottavélin SSB 430 frá Alto hentar einkar vel til þrifa á svæðum þar sem erfitt er að athafna sig. Afbragðs hönnun gerir hana létta og meðfærilega en tryggir þó um leið að hún skilar afköstum á við stærri og dýrari tæki. Hreint og þurrt á augabragði Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8:00 – 17:00. Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. – fös. 8:00 – 18:00. GÓLFfiVOTTAVÉL Tilboðsverð án vsk. 269.790.- m. vsk. 335.888.- • Nett vél sem afkastar miklu • Skilar gólfinu hreinu og þurru • Rafgeymar og hleðslutæki fylgja Lið Jagúar í Formúlu 1: Niki Lauda sagt upp FORMÚLA Niki Lauda, stjórnanda Jagúar-liðsins í Formúlu 1 kapp- akstrinum, hefur verið sagt upp hjá liðinu eftir aðeins árs starf. Liðinu gekk illa á síðasta keppnistímabili þrátt fyrir mik- inn fjárstuðning frá bílafram- leiðandanum Ford og endaði í sjöunda sæti. „Ég er undrandi yfir þessari ákvörðun,“ sagði Lauda eftir að uppsögn hans var gerð opinber. Jagúar sagði nýverið upp ökumönnunum Eddie Irvine og Pedro de la Rosa vegna slakrar frammistöðu. Í stað þeirra taka við þeir Mark Webber og Anton- io Pizzonia. ■ FÓTBOLTI Ítalska liðið Roma tekur á móti Englandsmeisturum Arsenal í kvöld í B-riðli í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Bæði liðin töpuðu leikjum sínum um síðustu helgi. Roma tapaði 3:0 á móti Parma og er komið í 9. sæti ítölsku deildarinnar. Arsenal beið 3:2 ósigur gegn Southampton og hefur þar með tapað sex af síð- ustu tíu leikjum sínum. Fabio Capello, stjóri Roma, á von á erfiðum leik í kvöld og telur að laga þurfi varnarleik sinna manna ef ekki á illa að fara. „Arsenal er með leikmenn í hæsta styrkleikaflokki. Þeir hafa styrk, gæði og umfram allt hafa þeir hraða og tækni,“ sagði Capello. Framherjinn Francesco Totti leik- ur ekki með Roma vegna meiðsla. Dennis Bergkamp verður ekki í liði Arsenal í kvöld og er ástæð- an hin kunna flughræðsla kappans. Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri liðsins, ákvað að hætta við að láta framherjann snjalla ferðast til Rómar með öðr- um hætti. Í hinum leik B-riðils mætast spænska liðið Valencia og Hol- lendingarnir í Ajax. „Valencia er gæðaklúbbur en við ætlum samt að mæta ákveðnir til leiks og stefnum á sigur,“ sagði Ronald Koeman, stjóri Ajax. Jari Lit- manen kemur að öllum líkindum aftur inn í lið Ajax eftir fimm vikna meiðsli. Newcastle mætir ítalska liðinu Inter á St. James’ Park í A-riðli. Newcastle þarf að stoppa upp í götin í vörninni fyrir leikinn í kvöld eftir að hafa fengið 5 mörk á sig gegn Manchester United um síðustu helgi. Óvíst er hvort Craig Bellamy geti leikið með Newcastle vegna meiðsla. Hinn leikurinn í A-riðli er á milli Bayer Leverkusen og Barcelona. Barcelona er eina liðið sem vann alla leiki sína í síðustu riðlakeppni. Liðinu hefur aftur á móti gengið illa í spænsku deild- inni og er í 10. sæti. Leverkusen hefur heldur ekki gengið vel í þýsku deildinni og eru í 11. sæti, 15 stigum á eftir toppliði Bayern München. ■ Erfitt kvöld fram undan hjá ensku liðunum Leikið í A- og B-riðli í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ensku liðin Arsenal og Newcastle eiga bæði erfiða leiki fyrir höndum. Finninn Jari Litmanen kemur inn í lið Ajax gegn Valencia eftir meiðsli. SHEARER Alan Shearer, fyrirliði Newcastle, gengur af velli eftir 5:3 tapleikinn gegn Manchester United um síðustu helgi. Shearer skoraði 100. mark sitt fyrir Newcastle í leiknum. Liðið á erfiðan leik fyrir höndum gegn Inter í kvöld. LEIKIR KVÖLDSINS A-riðill: Leverkusen-Barcelona Newcastle-Inter B-riðill: Roma-Arsenal Valencia-Ajax AP /M YN D LAUDA Niki Lauda ræðir við fréttamenn. Lið i Jagúar hefur gengið illa í Formúlu 1 kappakstrinum. FÓTBOLTI Tony Pulis, knattspyrnu- stjóri Íslendingaliðsins Stoke, hef- ur hug á að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi baráttu í neðri hluta ensku 1. deildarinnar. Liðið tapaði áttunda leik sínum í röð um helgina og er dottið niður í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Pulis hefur ekki enn náð að stjórna liðinu í sigurleik síðan hann tók við stjórastarfinu af Steve Cotterill. „Við þurfum að fá til okkar leikmenn en einhverjir vilja ef- laust ekki ganga til liðs við okkur,“ sagði Pulis. „Ég hef spjallað við formanninn og held að samninga- viðræður við nýja menn séu á döf- inni.“ Daniel Dichio, framherji West Bromwich Albion, er meðal annars sagður á óskalista Stoke. Pulis segir að leikmenn sínir séu staðráðnir í að ná sér á strik í deildinni. „Enginn hérna er í fel- um eða að reyna að firra sig ábyrgð. Þetta er gríðarerfitt verk- efni sem við eigum fyrir höndum og allir vita það.“ ■ STOKE Hvorki hefur gengið né rekið hjá Stoke í ensku 1. deildinni. Tony Pulis, stjóri Stoke: Vill styrkja leik- mannahópinn AP/M YN D ALLIR Á SKAUTA! Skautaholl.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.