Fréttablaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 20
fyrrverandi heldur áfram að vinna á hárgreiðslustofum í New York og Miami. Lasse Hallström mun leikstýraLeonardo DiCaprio í nýrri kvikmynd byggðri á sannri sögu um líf Ted Hall, kjarnorkufræð- ings sem vann fyrir bandarísku ríkisstjórnina á fimmta áratugn- um en lak upp- lýsingum í leyniþjónustu Sovétmanna. Hallström átti að leikstýra DiCaprio í kvikmyndinni Catch Me if You Can en hætti við og Steven Spielberg tók við leik- stjórninni. Mynd Hallströms nefnist Bombshell: The Secret Story of America’s Unknown At- omic Spy Conspiracies. Cate Blanchett mun að öllumlíkindum hjóla í talibanana á næstunni en líkur eru á að hún taki að sér hlutverk blaðakon- unnar Yvonne Ridley, sem var handtekin af talibönum í upphafi átakanna í Afganistan. Handritshöfund- ur myndarinnar er sannfærður um að saga Ridley geti orð- ið frábær bíó- mynd. Ridley tók íslamstrú eftir þjáningar sínar í varðhald- inu og hún hefur miklar áhyggj- ur af því hver verði fengin til að túlka sig á hvíta tjaldinu. „Ein- hver minntist á Juliu Roberts en mér finnst það af og frá, ég hef alltaf talið mig vera líkari Julie Walters.“ Það er ekki nóg með að TonyBlair þurfi að kljást við Saddam Hussein og hans kóna. Nú er hann kominn með reiða Madonnu á bakið og kunnugir telja að hún verði síst auðveldari viðureignar en einræðisherrann í Írak. Söngkonan og eiginmaður hennar, leikstjórinn Guy Ritchie, hafa fengið sig fullsödd af for- vitnum áhangendum sem slæpast um á einkalóð þeirra. Hjónin telja öryggi sínu og barna sinna ógnað og kvarta yfir því að um- hverfisráðherrann Michael Meacher hunsi kvartanir þeirra og því hafa þau snúið sér beint til aðalmannsins. 21MIÐVIKUDAGUR 27. nóvember 2002 SÍMI 553 2075 RED DRAGON kl. 10Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 Sýnd kl. 6 og 8HALLOWEEN kl. 8 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 6 Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 VIT 461 Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 VIT 468 SWEET HOME ALABAMA VIT461 LOVELY AND AMAZINGkl. 8 og 10.30 Vandaðar heimilis- & gjafavörur Kringlan 4-12 • s. 533 1322 Kryddskæri verð kr. 2.900,-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.