Fréttablaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 19
Íslandsvinirnir í Coldplay vöktuathygli á tónleikum sínum í Kaupmannahöfn nýverið er þeir tóku lagið „Barbie Girl“ með dönsku hljómsveitinni Aqua upp á sína arma. Strákarnir í Coldplay hafa verið iðnir við að flytja lög eftir aðra á tónleikaferð sinni. Lögin „Hot in Herre“ með Nelly, „Songbird“ með Oasis og „Shining Light“ með Ash, sem hitar einmitt upp fyrir Coldplay, hafa til dæmis fengið að fljóta með í dagskránni. Coldplay, sem er væntanleg hing- að til lands í desember, hefur einnig leikið að minnsta kosti tvö ný lög í tónleikaferðinni. Jack Nicholson og Diane Keatonætla að leika saman í gaman- mynd eftir Nancy Meyers, leik- stjóra kvikmynd- arinnar What Women Want. Myndin fjallar um miðaldra mann sem á unga kærustu, en fellur kylliflatur fyr- ir móður hennar. Tökur myndar- innar hefjast snemma á næsta ári. Eiginmaður söngkonunnarWhitney Houston, Bobby Brown, neyðist til að mæta fyrir rétt á næsta ári vegna umferðar- lagabrota frá árinu 1996. Dómari í Georgíu neitaði lögfræðingum Browns um að vísa málinu frá, en Brown er ásakaður fyrir ölvunar- og hraðakstur og fyrir að aka á ótryggðum bíl. Réttarhöld yfir honum hefjast 21. janúar næstkomandi. Lögmaður hans, Xavier Dicks, sagði atvikið of gamalt og að engin vitni yrðu fáanleg í málinu, en dómarinn var engu að síður ósveigjanlegur. 20 27. nóvember 2002 MIÐVIKUDAGUR ONE HOUR PHOTOkl. 5.50, 8 og 10.10ROAD TO PERD... kl. 5 og 7.30 ROAD TO PERD... kl. 5. og 7.30 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 4, 6 og 8 kl. 10.20Í SKÓM DREKANS BLOOD WORK kl. 8 og 10.15 FÁLKAR kl. 6Sýnd kl. 5, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 6 THE TUXEDO kl. 6, 8 og 10 VIT474 UNDERCOVER BROTHER kl. 4 VIT 448 LILO OG STITCH/ísl.tal kl. 4 VIT429CHANGING LANES kl. 6, 8 og 10 VIT 479 Sýnd kl. 4 og 8 VIT 469 kl. 5.45 8 og 10HAFIÐ kl. 8DAS EXPERIMEN TÓNLIST Bandaríska hljómsveitin White Flag er 20 ára og af því tilefni ákváðu meðlimir hennar að skella sér í heimsreisu. Fyrsti viðkomustaður þeirra er Ísland og þeir munu spila á tón- leikum á Grand Rokk á fimmtu- dagskvöld. Þeir hafa ekki komið hingað áður og fullyrða að Ís- land sé mest spennandi staður sem þeir hafi spilað á, þótt þeir séu ekki enn búnir að því. Héðan liggur leiðin til Danmerkur og þaðan halda þeir til Færeyja. Prímus mótor sveitarinnar, söngvarinn og gítarleikarinn, Pat Fear, segist ekki hafa hug- mynd um það hvort þeir séu vin- sælir í Færeyjum. „Það verður bara að koma í ljós en færeyska hljómplötuútgáfan TUTL vildi endilega gefa út disk með okkur. Ég veit ekki af hverju en þeim hefur trúlega líkað tónlistin. Við settum því saman sérstakan disk fyrir þessa tónleikaferð og honum verður eingöngu dreift hér á Íslandi og í Færeyjum.“ Þeir félagar hafa unnið með fjölda þekktra tónlistarmanna og í hópi þeirra sem leggja þeim lið á disknum eru Pat Smear úr Nirvana og Foo Fighters, Eric Erlandson úr Hole og fleiri. Pat hefur verið áberandi á pönksen- unni í Los Angeles og Sonic Youth samdi til dæmis lagið Screaming Skull um kappann. White Flag er tómstundaiðja strákanna en sveitin hefur þó gefið út 27 plötur á ferlinum og Pat fullyrðir að þeir gætu verið sestir í helgan stein fyrir löngu ef þeir hefðu einbeitt sér að ferlinum. „Við erum ekki í þessu til að græða peninga. Við spilum bara á tónleikum og gerum plöt- ur þegar okkur langar til. Okkur er alveg sama hvort við seljum 800 þúsund plötur eða átta hund- ruð. Okkur finnst mikilvægt að tónlist okkar sé seld ódýrt enda vonlaust að fólk sé að borga mikið fyrir diskana ef það fílar okkur svo ekki“. Félagi hans Kim Crimson bætir því glott- andi við að þeir hafi gefið fólki fjöldamörg tækifæri til að vera óánægt, alls 27 í það heila. Pat er mjög upptekinn af Ís- landi og Bláa lóninu og bendir á að sveitin telji sér það til tekna að einn gítarleikari hennar, Viv Vacuum, sé fyrsti aðdáandi Sig- ur Rósar í Bandaríkjunum og hafi auk þess verið viðstaddur fyrstu tónleika Sykurmolanna þar í landi. Pat segist vona til að forsvarsmenn Smekkleysu láti sjá sig á Grand Rokk og ræði út- gáfu á lögum sveitarinnar hér- lendis í framhaldinu. thorarinn@frettabladid.is FRÉTTIR AF FÓLKI Kanarnir koma undir hvítu flaggi Bandaríska pönk/popphljómsveitin White Flag hefur starfað í 20 ár og er lögst í heimsreisu af því tilefni. Leiðtogi sveitarinnar segist geta rakið ættir sínar hingað í gegnum víkinga og írska munka og gerir ráð fyrir að tónlistin falli fjarskyldum frændum hans vel í geð. WHITE FLAG Í biðröðinni eftir miðum á tónleika Nick Cave. Pat var alveg gáttaður á mannfjöldanum og fullyrti við gesti og gangandi að það myndu í mesta lagi 10 manns láta sjá sig ef Cave kæmi að spila í Los Angeles. Hann vildi því ólmur beina fjöldanum beint niður á Grand Rokk á fimmtudagskvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 VIT 468 www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma Síðumúla 3-5 U n d i r f ö t Þýska ofurfyrirsætan HeidiKlum og eiginmaður hennar Ric Pipino, sem helst er þekktur fyrir að klippa og snurfusa stjörnu- rnar, hafa ákveð- ið að skilja eftir fimm ára hjóna- band. Skilnaður- inn fer fram í friði og spekt að sögn talsmanns fyrirsætunnar. Heidi ætlar að halda ótrauð áfram í módelbransanum, svo og að reyna fyrir sér í kvikmyndum og viðskiptum, en eiginmaðurinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.