Fréttablaðið - 27.11.2002, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 27. nóvember 2002
Keith Flint úr Prodigy:
Hótað með haglabyssu
TÓNLIST Bóndi sem kærður er fyrir
að hóta Keith Flint, söngvara og
dansara Prodigy, með haglabyssu
mætti í réttarsalinn í gær. Þar
neitaði maðurinn, sem er 62 ára
gamall, öllum sökum.
Atvikið átti sér stað nálægt
borginni Essex í apríl á þessu ári.
Flint segir manninn hafa dregið
upp haglabyssu og hótað sér öllu
illu að ástæðulausu.
Flint og höfuðpaur Prodigy,
Liam Howlett, eiga báðir heimili
rétt fyrir utan Essex. Réttað
verður í málinu þann 27. febrúar
á næsta ári. Bóndinn er laus gegn
tryggingargjaldi. ■
Ethan Hawke:
Gestaleikari í
Alias
LEIKLIST Hollywood-leikarinn Ethan
Hawke hefur samþykkt að koma
fram sem gestaleikari í einum þætti
í myndaflokknum Alias. Fer hann
með hlutverk leynilegs CIA-starfs-
manns sem þarf að leita hjálpar hjá
Sydney Bristow, aðalpersónu þátt-
arins.
Þátturinn verður sýndur í
Bandaríkjunum í janúar á næsta
ári.
Hawke er meðal annars þekktur
fyrir hlutverk í kvikmyndunum
„Reality Bites“ og „Training Day.“ ■
PRODIGY
Keith Flint er þekktur fyrir groddalegt útlit sitt.
Kannski ekki furða að 62 ára bónda hafi
brugðið í brún við að sjá nágranna sinn?
HAWKE
Ethan Hawke lék meðal annars í kvik-
myndinni „Training Day“.
Argos jólalistinn er
kominn!
B. Magnússon, Austurhrauni 3, Garðabæ, s. 555 2866
29
Angelina Jolie:
Byggir hús
í Kambódíu
KVIKMYNDIR Leikkonan Angelina
Jolie er að byggja hús í Kambódíu
handa sér og Maddox, ættleiddum
syni sínum. Með þessum hætti
getur Maddox fengið að kynnast
heimalandi sínu.
Jolie, sem er 27 ára, ætlar að
búa í húsinu í nokkra mánuði á
hverju ári. Einhver vandræði
hafa þó fylgt byggingu hússins.
„Ég þurfti að láta hreinsa allt
svæðið af jarðsprengjum,“ sagði
Jolie. ■
JOLIE
Angelina Jolie ætlar sér að búa í
Kambódíu í nokkra mánuði á hverju ári.
Mörkinni 6, sími 588 5518.
Opið 9-18 virka daga
og 10-15 laugardaga.
Pelsar frá 12.900
Mokkajakkar og kápur
Tilboð á vendipelsum
– áður kr. 24.900
– nú 12.500
Hattar, húfur og
kanínuskinn kr 2.900